Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Síða 10
526 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hún svo vel sótt, að sjá má að tals- verður áhugi hefir þá verið fyrir henni. Af 84 tómthúsmönnum kusu 62, en af 59 borgurum kusu 52, og fellu þá þrír kaupmenn, sem kosn- ir höfðu verið árið áður. Upp frá þessu fer að draga úr kosningaáhuganum. Á hverju ári ei kosið og er kjörsókn hjá borg- urunum þetta 20—30*^, og enn verri hjá tómthúsmönnum þegar þeir kjósa. Kastaði þó tólfunum 1872, því að þá kusu aðeins 5 af 110 á kjörskrá. ALÞINGI afgreiddi nýa tilskipan um bæjarmálefni Reykjavíkur 1871 og var hún staðfest 20. apríl 1872. Þar var svo ákveðið að tala bæjarfulltrúa skyldi ákveðin með særstakri samþykkt, mætti þeir ekki vera færri en 7, og eigi fleiri en 13. Nú voru kjósendur ekki leng ur aðgreindir í borgara og tómt- húsmenn, en bæjarstjórnin skyldi kosin í tvennu lagí. Meiri hluti hennar skyldi kosinn af öllum þeim, er hefði kosningarrjett til Alþingis og greiddu 4 rdl. í útsvar, er minni hlutinn af þeim, sem hefðu greitt tvo þriðju hluta af öllum bæjargjöldum árið áður. Kosningar fóru fram þá um sumarið í ágúst, en ekki hafði þetta i.ýa fyrirkomulag aukið áhuga manna fyrir því að neyta kosning- arrjettar síns. Við kosningu meiri hlutans (5 manna) voru 212 á kiörskrá, en 61 greiddu atkvæði. Við kosningu minni hlutans (4) voru 140 á kjörskrá og af þeim neyttu 38 kosningarrjettar síns. Þætti það ljeleg kjörsókn nú á dögum. Kjörtímabilið var 6 ár. Svo var það 17. desember 1878 að Theodór Jonassen bæjarfógeti auglýsti í ..Þjóðólfi“ að 2. janúar 1879 yrði kjörfundur til að kjósa 5 menn í meiri hluta bæjarstjórnar til 6 ára í stað þeirra Halldórs Kr. Friðriks- sonar yfirkennara, Jóns Steffen- sens verslunarstjóra hjá Fischer, Guðmundar Þórðarsonar, Jóhann- esar Ólsens og Ólafs söðlasmiðs Ólafssonar. Embættismenn og kaupmenn bæjarins komu sjer fljótt saman um hverjir skyldu vera í kjöri. Það voru þeir Halldór Kr. Friðriksson, Jón Steffensen, Niljohnius Zim- sen verslunarstjóri, Láritz Svein- björnsson assessor og Bjarni Bjamason borgari. En þá reis Jón Jónsson landrit- ari andvígur gegn þeim og hann var ekki lambið að leika við. Hann hafði komið hingað fyrir tíu ár- um og „kom sem byljakast um haf“. Enginn maður hafði komið öðru eins róti á bæjarlífið og hann hafði gert þessi tíu ár. Verður nú að segja nokkuð frá honum og hvernig á því stóð, að hann tók að brjótast í þessum kosningum. HANN FÆDDIST hjer í Reykja- vík 23. apríl 1841 og var bæklað- ur frá fæðingu. Faðir hans var Jón Jónsson frá Ármóti, bróðir þeirra Magnúsar í Bráðræði og Þorsteins kanselliráðs á Kiðjabergi. Jón var kvæntur danskri konu. Hann var búsettur hjer í bæ um 12 ára skeið og ljet þá öll bæjarmál mikið til sín taka. Honum er lýst svo að hann hafi „ekki þótt samvinnuþýð- m og öfgamaður, en gagnmerk- ur“. Árið 1846 fluttist hann til Dan merkur og gerðist bæjarfógeti í Álaborg. Eftir það var hann venju- lega kallaður Álaborgar-Johnsen. Þarna ólst Jón yngri upp. Hann varð stúdent 1861 og lauk laga- prófi með besta vitnisburði 1867. Þá um sumarið brá Jón sjer til íslands og kom hingað til Reykja- víkur um haustið norðan frá Húsa- vík og ætlaði til Danmerkur. En þá stóðu Glasgow-málin hjer sem hæst og varð það úr að hann tók að sjer málflutning fyrir þá Glas- gowmenn gegn Sveinbirni Jacob- sen og Jónasi H. Jónassen „fyrir óhreinan viðskilnað“ hjá verslun- inni. Dvaldist hann því í Reykja- vík þann vetur við þau málaferli, en vann jafnframt í skrifstofu stiftamtmanns. Á háskólaárum sínum hafði Jón lært íslensku af löndum, sem stund uðu nám við háskólann. Það var heimtað af þeim Dönum, er hugs- uðu til embættis hjer um þær mundir, að þeir gengi undir ís- lenskupróf. Og nú um vorið gekk Jón undir slíkt próf og lauk því ireð heiðri, enda var honum ís- lenskan jafn töm og danska. Hall- dór Kr. Friðriksson prófaði, en Jón Pjetursson yfirdómari og Gísli Magnússon kennari voru prófdóm- endur. Síðan var Jón um hríð sett- ur sýslumaður í Árnessýslu. Árið 1872 var gerð sú breyting á æðstu umboðsstjórn landsins, að í stað stiftamtmanns kom lands- höfðingi og sett var á fót sjerstakt skrifstofustjóraembætti við lands- höfðingjaembættið. Það embætti hlaut Jón. Var hann þá fyrst nefnd ur landshöfðingjaritari, landritari eða ritari og skrifaði sig upp frá því Jón Jónsson, en var þektastur und- ir nafninu Jón ritari. Næsta ár, 1873, stofnaði hann hjer blaðið „Víkverja“. Ekki var hann þó ritstjóri þess talinn, heldur Páll Melsted. En það var á allra vitorði að Jón stóð þar að baki og rjeði öllu. Var blað þetta vel ritað og kom víða við og var á því nýtísku blaðasnið. Ekki varð það þó lang- líft. Þegar Björn Jónsson kom frá háskólanum 1874, samdist svo með honum og Jóni ritara, að Björn fekk blaðið til eignar og stofnaði upp úr því „ísafold“. NÚ fekk Jón ritari líka í öðru að snúast. Vegna fjárkláðans, sem geisaði um landið, lagði amtmaður til að sjerstakur kláðalögreglustjón

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.