Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 12
i 528
- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
verðar æsingar með fundahöldum,
til undirbúnings væntanlegum bæj
-arstjórnarkosningum upp úr ára-
mótunum. Aðallega var það Jón
ritari, sem gekkst fyrir þessum
fundahöldum og var pottur og
panna í þeim áróðri, sem hjer átti
sjer stað og miðaði að því að
„hreinsa til í bæjarstjórn" og koma
þar að „lýðhollari" mönnum en
þeim, sem undanfarið höfðu ráðið
lögum og lofum í stjórn bæjarmál-
efnanna. Var þetta í fyrsta skifti,
sem hjer höfðu átt sjer stað æs-
ingar út af slíku, eða bæjarstjórn-
arkosningar orðið hitamál bæjar-
búa. Flugrit, eins og „Assessorarnir
i öngum sínum" höfðu verið seld
á götunum, prentaðar auglýsingar
verið festar upp á götuhornum (en
jafnótt verið rifnar niður af lög-
regluþjónum) og sendlar farið hús
úr húsi til þess að hafa áhrif á kjós-
endur. Alt var þetta gert í því
skyni að fá menn til að kjósa þá 5
lýðholla (demokratiska) borgara,
sem Jón ritari vildi fá kosna í stað
hins íhaldsama hluta bæjarstjórn-
ar, sem hann vildi feigan."
Þetta er sjálfsagt rjett, en getur
þó vilt menn á þessum f lokkadrátta
-tímum. Menn kynni að ætla, að
hjer hefði verið um pólitíska kosn-
ingu að ræða, þar sem „demokrat-
ar" og „konservativir" hefði Jeitt
saman hesta sína. En svo var ekki.
Þessi kosningabarátta var einka-
fyrirtæki Jóns ritara, ef svo mætti
að orði komast. Hann var að Jauna
Halldóri Kr. Frjðrikssyni og assess-
orunum fyrir sig. Hitt er svo ann-
að mál, að Iionum barst vopn upp
í hendurnar i kosningahríðinni. Jón
Steffensen verslunarstjóri hafði lát
-ið sjer þau orð um munn fara, að
það væri „intelligensen" í bænum,
sem stæði að lista Halldórs Frið-
\ rikssonar, en „pöbelinn" sem stæði
að hinum listanum. Jón ritari var
ekki lengí að henda þetta vopn a
L lofti og beita því svo, að andstæð-
ingarnir fengu stór sár af sínu eig-
in skeyti. Jón tók að sjer málslað
„pöbelins" eða „dónanna" gegn
„intelligensinum" og það reið
baggamuninn.
FLUGRIT hans, það er dr. Jón
Helgason nefnir, er til i Lands-
bókasafni'og er titill þess:
„Assessorarnir í öngum sínum,
eða „Intelligentsin" gegn „Dónun-
um". Píslarsaga í brjefum frá N. N.
til vina sinna. — 3. útgáfa aukin og
endurbætt (1. útgáfa uppseld á 3
klukkustundum)". Aftan við er svo
þessi klausa: „Ritgjörð þessi er til
sölu hjá Gísla í norsku versluninni
og hjá Magnúsi í Bráðræði fyrir
10 aura exempl. Þegar keypt eru
20 exþl. fæst fimtungs afsláttur.
Verði nokkuð afgangs prentunar-
kostnaðinum, mun því varið til
þess, að auglýsa á prenti og með
uppslógum á götuhornum fundar-
gerðir þær, er siðan kynni að fara
fram í höfuðstað íslands, bæjarbú-
um til leiðbeiningar, og óðrum
sveitum landsins til fyrirmyndar
og uppbyggingar."
Brjefin eru 6 að tölu, dagsett 31.
des. 1878, 1. jan., 2. jan. (3) og 3.
janúar 1879. Fyrirsagnirnar benda
Ijóst til þess að hverjum skeytun-
um var stefnt. En í brjefunum er
inn á milli sögð saga kosninganna.
Hann getur þess, að ekki hafi sjer
orðið að von sinni að áskoranirnar
um að kjósa sinn lista hefði fengið
að vera í friði á götuhornunum.
Bæjarfógeti hafi þegar sent Ólaf
f.krifara sinn og þá lögregluþjón-
ana Jón og Þorstein til þess að rífa
blöðin niður. Þá kvaðst hann hafa
látið prenta áskoranirnar í svo
mörgum eintökum, að altaf væri
hægt að endurnýja þær jafnóðum
og þær væri rifnar niður. Voru
þessar prentuðu auglýsingar komn-
ar á götuhorn á nýársdagsmorgun
og fengu að vera í friði „líklega
vegna helginnax".
Síðan segir hann frá undirbún-
ingsfundi, sem embættismenn,
kaupmenn og iðnaðarmenn, eða
„intelligentsin", hafi þá haldið á
„háhelgum degi og á opinberum
veitingastað með toddý og bjór-
glös fyrir framan sig." Segist hann
haía farið inn til þeirra og netnir
þar fimm menn með nöinum, en að
þeir hafi flúið í næstu stofu er þeir
sau sig. Kvaðst hann hafa elt þá
þangað, en þá hafi þeir ílúið fram
í hina stofuna aftur. Seinast segist
hann hafa verið rekinn út, en áður
hefði hann heyrt þá tala um að
ekki mætti kjósa aðr^ í bæjarstjórn
en þa „sem hefðu sýnt íöðurlands-
ást, greind og dugnað" og gerir
hæfilegt gys að.
Alla aðfaranótt kosníngadagsins
segir hann að „intelligentsinn" hafi
verið að smala fyrir Halldór, „en
ekki fengið nema 14 búðarlokur til
að greiða atkvæði með húsbænd-
um sínum."
Kosningin fór fram í þingstof-
unni (hegningarhúsinu) og segir
Jón nokkurn veginn berum orðuri
að þá hafi andstæðingar sínir reynt
að kaupa atkvæði, bæði með pen-
ingum og áfengisveitingum í
„Geysi", sem var þar beint á ínóti.
Gefur hann í skyn að heitt hafi
verið í mönnum á kjörstað, þvi að
þar „voru margar samræður milli
manna". Meðal annars hafi þá kom-
íð upp, að talað hefði verið um að
fleygja sjer út um glugga eða nið-
ur stiga í veitingahúsinu daginn
áður „svo að hann gæti komið heim
með blóðugar nasir." En þetta hefði
nú endað með því, að ritari bæjar-
íógeta hefði hrapað kendur niður
stigann hjá „Geysi" og verið leidd-
ur heim með blóðugt andlit.
Kosningarnar fóru svo, að Jón
vann glæsilegan sigur, kom að öll-
um sínum mönnum. Á fundinum
höfðu mætt 172 kjóseiídiir, auk
fjölda annara, og synir það hver
áhugi hefur verið fyrir því, sem þar