Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 13
L LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 529 gerðist. Daginn eftir er Jón kampa- kátur í brjefi sínu: ,;Tómthúsmenn og bændur hafa unnið algeran sig- ur. Intelligentsin veður um öll veitingahús ragnandi, blótandi og hótandi. í gær drukku höfðingjarn- ir af fjöri, í dag er það af ergelsi." Á öðrUm stað segir hann að „ekki muni aðrir af hinum hálaunuðu embættismönnum hafa tekið veru- legan þátt í kosningahríðinni en assessorarnir, bæjarfógetinn og ef til vill amtmaðurinn.“ í BRJEFUM sínum álasar Jón „intelligentsinum“ hvað eftir ann- að um drykkjuskap og óreglu. Það var út af nýafstöðnum væringum er hann hafði átt í út af áfengissölu hjer í bænum. Hinn 1. júní 1878 hafði Láritz E. Sveinbjörnsson bæjarfógeti verið skipaður dómari í yfirrjetti, og setti landshöfðingi þá Jón ritara til þess að gegna bæjarfógetaembættinu. Hann helt þeirri stöðu ekki nema fram á haustið, en hafði látið hend- ur standa fram úr ermum á þeim tíma. Segir Klemens Jónsson svo um það, en hann var þá í skóla: „Jón ritari var nú settur bæjar- fógeti. Hann var ákafamaður og kunni lítt að hafa taum á sjálfum sjer. Hann vildi halda uppi góðri reglu í bænum á götum úti og eins halda siðferðinu innan rjettra tak- marka. Hann sektaði því drjúgum fyrir ýmis lögreglubrot, sem áður hafði verið tekið fremur mildum hondum á, svo sem fyrir harða reið á götunum, skarkala og þess háttar. Honn bannaði fyrstur löreglustjóra staupasölu í búðum, sem vafalaust hafði verið ólögleg. Hann bannaði alla hneikslanlega sambúð karla og kvenna, stíaði þeim í sundur og setti jafnvel í fangelsi, ef ekki vildu hlýða. Varð af öllu þessu mikill kurr í bænum, svo að Jón varð stórilla þokkaður af ýmsum; var ekki laust við að margir yrðu fegn- ir er hann fór frá um haustið." Það er gremja út af þeirri andúð, sem hann mætti, þegar hann vildi koma hjer á umbótum lögum sam- kvæmt, er kemur fram í brjefunum þar sem hann sneiðir að „intelli- gentsinum“ fyrir það að hann standi fyrir óreglu í bænum, sbr. það er hann segir að höfðingjar bæjarins hafi fengið amtsleyfi til að sitja að toddý og bjórdrykkju heilar nætur í sjerstöku veitinga- húsi.-------- Út af framkomu Jóns í sambandi við kosningarnar kom fram kæru- skjal frá ýmsum minni hluta mönn um (embættismönnum, kaupmönn- um o. fl.), en landshöfðingi vildi ekki taka það til greina. SKAMT var þess að bíða er Jón var kominn í bæjarstjórn, að hann lenti þar í erjum. Kvað svo ramt að þessu, að hann var gerður rækur úr bæjarstjórn með atkvæða- greiðslu á fundi. Þeir, sem greiddu atkvæði með burtrekstri hans voru: Bergur Thorberg amtm., Egill Egilsson, Magnús Stephensen yfirdómari, Einar Þórðarson prent- ari og Guðmundur Þórðarson á Hól. En á móti voru Árni Thor- steinsson landfógeti og Pjetur Gíslason. Sjest á þessu að ekki hef- ur verið um flokkakosningu að ræða í bæjarstjórn næst á undan, er tveir af þeim mönnum, sem Jón kom að, gerast nú til þess að reka henn úr bæjarstjórninni. Ritari kærði þetta mál fyrir lands -höfðingja. Er ekki að sjá að lands- höfðingja hafi þótt Jón hafa unnið til slíkrar meðferðar, því að hann úrskurðaði að meiri hluti bæjar- stjórnar hefði þarna gert sig sekan um helbera lögleysu. Þess má geta hjer, að árið 1882 fóru bæjarstjómarkosningar fram og kom Jón þá aftur með lista. En sá listi fjekk lítinn byr, enda voru sumir af möimunum ótryggir. ÞEGAR stjórnin lagði fjárhags- áætlun sína fyrir Alþingi 1879, var þar gert ráð fyrir því að Jóni rit- ara væri greiddar 2000 kr. í viður- kenningarskyni fyrir þann fádæma dugnað er hann hefði sýnt í því, að útrýma fjárkláðanum. Skipun- arbrjef hans sem lögreglustjóra í þeim málum hafði þá verið felt úr gildi veturinn áður, enda hafði þá tekist að vinna bug á kláðanutn í bili. Þegar þessi fjárveiting kom til umræðu í þinginu, mælti Halldór Kr. Friðriksson á móti henni. Var þá upphæðin færð niður í 1000 krónur. Og enn mælti Halldór á móti. Kvaðst hann ekki vita bétur en ritari hefði fengið kostnað sinn við kláðamálið borgaðan Þá greip Benedikt Sveinsson fram í og kvað þettg vera heiðurslaun. „Hann á engin heiðurslaun“, sagði Halldór. Má vera að enn hafi setið í honum þykkja út af væringum þeirra Jóns í kláðamálinu og bæjarstjórnar- kosningunum. Alþingi samþykkti að veita Jóni þessar 1000 krónur sem heiðurs verðlaun. RJETT þykir mjer að minnast hjér Rokkuru nánar á Jón ritara, svo að menn haldi ekki, eftir lestur þess- arar greinar, að hann hafi húgsað mest um það að hefna sín á and- stæðingum sínum. Það ætti hánn ekki skilið. Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar hefur lýst honum svo: „Það sem einna mest einkendi hann var framúrskarandi kapp og áhugi á hverju því máli, er hann tók sjer fyrir hendur að fylgja fram. Lagði hann einatt svo mikið á sig í því efni og var svo óhlífinn við sjálfan sig, að 'slíks eru fá dæmi. En óvæginn þótti hann einn- ig við aðra, þegar því var. að- skifta, en það bar eigi ósjaldan við,- því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.