Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 531 fleiri' eru þeir sem vola og víla, visan þig að hetju gerði, skerpist sjón við óðar iðju, eldár loga glatt í smiðju. Fimlegar enginn færði i letur, ferskeytluna á vorum tíma. Fáir hafa bragnar betur bragþrautirnar nent að ríma. Gegnum húmið sindrar svarta, sjáandinn í skáldsins hjarta. Vinnulúinn vökumaður, vígur jafnt til munns og handa, viðbragðsfljótur, verkahraður, vanur að leysa skjótt úr vanda. FjöldanLun ertu höfði hærri, hámenluðum mörgum stærri. Þökk og heiður hljóttu af öllum, hagyrðingur, verkamaður. Skiparðu sess með skötnum snjöllum, skáldaspillir sjálfmentaður. Loks þegar endar æviraunin, áttu hárvíss sigurlaunin. Einar E. Sæmundsen sextiu og fimm ára Leggur á skóga hrím og hríð hregg er nóg i fari; sneggist tó í hamrahlíð, hneggjar dróg i vari. Kveð við raust, því komið er haust kvíðalaust má stríða. Láttu Austra fengsælt flaust, fram úr nausti skriða. Ætið þróist upp úr snjó andans frjógræðingur. Aflaðu nóg, en eyddu þó, Einar skógfræðingur. Verði lif þitt frægðar för frani í rauða elli. t'ó að gráni skegg og skör skaltu halda velli. Hjöfmundur frá Hjálmsstöðuin sjötugur. (Brot) Enn þá knár og fótafrár íellur gári á vanga, sverfir brár og silfrar hár sjötíu ára ganga. Ennþá-slendur uppi hjer, yrkir hending glaður, ennþá kendur kátur er karl, aíreudur maður. Oft um fjöll og firni lands fórst með snjöllum hölum. Hvellar bjöllur hornberans hljómuðu í öilum dölum. Dreifðust hjarðir hjer og þar hóla, skarð og grundir. Hleypt var gjarða góðum mar grjótið marðist undir. Ef með hrolli einhver lá með aðbúð skolli rýra, reyndist hollust hressing þá, hálfur bolli af spíra. Þú hefur beitt á bláa röst, burða neitt á kænum glófa bleytt í votri vöst, volkið þreytt á sænum. Orf og ljár er áhald vænt oft í gára dróstu. Grundar hárið hátt og grænt heljar skára slóstu. Gaman stundum þótti þjer, þegar bundið hafðir, unga hrund ef enginn sjer alsæll mundum vafðir. ^í sw ^ :4< ^ l/íóa feonw Herra ritstjóri. í BLAÐI yðar, Lesbokinni, birtist, sunnudaginn fimtánda október, visa sem er talin að vera draumvisa Elinar Guðmundsdóttur húsfreyju á Brúna- stöðum. Eg tel þelta ekki rjett með farið, þar eð vísan var löngu kunn áður en Elinu dreymdi hana. Saga visunnar er í stuttu máli þessi. Nokkru eftir að Jóhann giftist Elínu og hún tekin við hússtjórn á Brúna- stöðum, rjeðust til þeirra ung hjón að vestan, sem Elín hafði kynst þar á meðan hún var í foreldrahúsuin á Guð- laugsstöðuin, voru þau bæði vel gefin og orðlögð fyrir dugnað. Með þeim kom að Brúnastöðum, dóttir þeirra nokkurra nússira gömul. — Eitt. hvert sinn var það að Elín Ijet sauma á litlu stúlkuna bláleitan kjól og þá kvað Benedikt faðir stúlkunnar þessa vísu er birtist i Lesbökinni. Eftir tvö til þrjú ár fluttust þau Benedikt og kona hans Ágnes, frá Brúnastöðurn en ílengdust þó í Tungu- sveit. Litla stúlkan varð þá eftir hjá þeim Brúnastaðahjónum og ólu þau hana upp sem sitt eigið barn. Hún var mjög myndarleg og vel gefin og á tví- tugsaldri trúlofaðist hún Sigurði Þor- steinssyni, mjög efnilegum manni og þjóðhagasmið. Jóhann setti undir þau sína bestu jörð, Reyki í Tungusveit. En um það leyti sem þau hófu búskapinn, dreymir Elínu að þessi vísa var höfð yfir, sem Benedikt hafði ort um Hólmfríði fjög- urra til fimm ára. Um sama leyti og Elínu dreymdi vís- una veiktist Hólmfríður af berklum og var hún þá flutt heim í Brúnastaði og þai' dó hún eftir um það bil árlanga þunga legu. Virðingarfylst Þorsteinn Magnússon frá Gilhaga. iw íW >W 4/ 5W -Mol ar - LÆKNIR nokkur, sem var frægari fyr- ir þekkingu sína en fyrir það hvað hann skrifaði vel, sendi einum af sjúk- lingum sínum kort og bauð honum heim. Skrifaði hann á kortið að menn mundu skemta sjer við hljóðfæraslátt, spil o. s. frv. Ekki kom- boðsgesturinn, og ekki sendi hann neina afsökun. Það var ekki fyr en nokkrum dög- um seinna að þeir hittust og spurði læknirinn þá hvort hann hefði ekki fengið miða frá sjer. — Jú, þakka yður fyrir, svaraði hinn, og ieg fór þegar með hann í lyfjabúð- ina og fekk út á hann, og það eru þau bestu meðul, sem jeg hef fengið, því að nú er jeg eins og nýr maður. Hinn mikli ameriski stjórnvitimgur, Thomas Jefferson, sagði einu sinni: — Sparsemi tel jeg einhverja bestu og þyðingarmestu dygð, en af rikisskuld- um staiar h^'erri þjóð meiri hætta en af nokkiu öðru. Ef vjer viljum varð- veita sjálfstæði vort, megum vjer ekki leyfa hinum ráðandi mönnum að hlaða sífelt á oss nýum sköttum. Vjer verð- um að velja á milli sparnaðar og frelsis annars vegar, og eyðslusemi og þræl- dómg hins vegar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.