Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS \ 532 iM amunmncj HINN 2. þ. m. mintist Kvenfje- lagið á Eyrarbakka 100 ára afmæl- is frú Eugeniu Nielsen með minn- ingarathöfn í Eyrarbakkakirkju. Var þá þetta kvæði sungið þar. Öldur timans áfram liða endalausan jarðarhring. Aldir hyrfu ailra tíð'a eins og skammvinn sjónbverfing, væru ei sporin, verkin manna, væri ei fræi af menningr sáð, væri ei einlæg ástin sanna innst í hjarta mannsins skráð. Yfir tímans miklu móðu, minning þíu i b.iarma skín. Heima vörð um „Húsið“ sióðu höfðingslund ocr mannúð þín. Allt þitt líf og öll þín störfln Eyrarbakka helgað var. Hvar, sem væn hjálparþörfin, I hönd þín útrjett birtist þar. FISKVERKUN. — Mynd þessi er úr ferðabók C. W. Paijkull prófessors, sem ferðaðist hjer um land sumarið 1865. Fylgir henni svolátandi skýring: — Myndin sýnir islenskar konur og karla við fiskverkun. Þegar fiskurinn er hert- ur er hann hengdur upp í gálga, en síðan látinn í tunnur og geymdur til vetr- arins. Af harðfiski er góð angan, en hann er bæði seigur og harður. Fyrst er hann barinn á steini, til þess að losa um tref jarnar, og eftir það er hægt að mola hann niður í smábita eftir því sem hæfir munni og tönnum þess er etur, því að eftir að fiskurinn er barinn er hann til búinn að berast á borð. Hann er þá rifinn og molaður með fingrunum og þarf hvorki við hann hníf nje fork. Fyrir utan hvern islenskan bæ stendur því steinn, þar sem fiskurinn er barinn. Ýsan er aðallega hert, en á betri bæum er einnig til hertur þorskur og heilagfiski. Um heilagfiski er það að segja að nýtt og soðið er það talið eitthvert mesta sælgæti, sem fæst úr sjó. Þegar gömlu þrautarbandi þjóðarvakning snerti við, frelsisöldur fluttu að landi fagran söng með nýjum klið, þá var „Húsið“ hollur skóli, hljómlist þjóðar merkin ber. Heiman frá þvi höfuðbóll heilbrigð menning dreifði sjer. Þökkum öllum þeim, sem glæða þjóðarinnar vaxtarmátt. Þökkum öllum þeim, sem klæða þetta land á fagran hátt. Blessun Drottins beri sanna birtu yfir land og þjóð. Gefi dæmi góðra manna gulli fegri og betri sjóð. Maríus Ólafsson Vörðurnar á Uxahryggjuin Þjóðsaga gengur um það 1 Þingvalla- sveit, að eitt sinn hafi Jón Þorláksson, er hann var landsverkfræðingur, vilst í þoku á Uxahryggjum. Hafi hann lent þar i fen og ógöngur og haft af því mestu mæðu. En árið eftir hafi hann látið varða Hryggina. — (Jón Trausti: Ferðasögur). Undrastjarna. Það sumar (1665) sást ein stjarna á loftinu, nætur og daga. Hún gekk svo hátt, sem sól gengur, þá hún gengur sem hæst á sumrum og sem eykt und- an sólinni. Þá sólin var í dagmálastað, þá var stjarnan í hádegisstað. Hún sást alt sumarið og fram á vetur. — (Fitjaannáll). Steingrímur Thorsteinsson helt alla ævi trygð við rómantíkina og honum var lítið um hlutsæisstefn- una í skáldskapnum (realismann). Eitt sinn kom jeg heim til hans með biblíu- þýðingarhandrit sem oftar. Varð okkur þá stundum skrafdrjúgt. Þetta sinn bauð hann mjer að lofa mjer að heyra smákvæði, er hann væri nýbúinn að yrkja. Það var „Valið“. Og aldrei get jeg gleymt, hve snildarlega hann fór með vísurnar. Þeir einir, sem þektu hann vel, geta gert sjer hugmynd um, hvílík ódæma fyrirlitning og háð gat komist fyrir í röddinni, er hann hafði yfir síðara erindið: Eitthvað frumlegt, eitthvað nýtt á við tíðarsmekkinn. Minna rósblóm mat hann frítt, málaði svo — þrekkinn. Þögnin, sem varð á undan síðasta orð- inu, var engu áhrifaminni en áherslan á þvl sjálfu, og var hún þó full ein- kennileg. (Haraldur Nielsson).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.