Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 1
b®k 44. tbL Sunnudagur 26, nóvember 1950 XXV. árgangur. FORSETI FINNLANDS J. K. PAASIKIVI ÁTTRÆDUR JUHO KUSTI PAASIKIVI er fæddur 27. nóvember 1870 í Tammerfors (Tampere), sem nú er næststærsta borgin í Finnlandi og mest iðnaðarborg þar í landi. Faðir hans var kaupmaður af bændaætt- um og hjet Hellsten, en nafninu sneri sonur hans á finsku og kall- aði sig Paasikivi. Nítján ára gamall útskrifaðist hann sem stúdent frá Tavastehus, þar sem margir nafnfrægir Finnar, eins og t. d. Sibelius, hafa stundað nám. Síðan fór Paasikivi til háskól- ans í Helsingfors og tók þar em- bættispróf í lögfræði, og varð dokt- or í lögfræði 1901. Hann ætlaði sjer upphaflega að gerast vísindamaður og alla ævi hefir hann haft mikinn áhuga fyr- ir menningu og vísindum, enda er hann mjög lærður maður, eigi að- eins í lögfræði, heldur ýmsum öðr- um greinum. Það er enginn efi á því að Finnland hefir farið mikils á mis við það að hann skyldi ekki gefa sig eingöngu við vísindum, en í staðinn eignaðist það framúrskar- andi fjármálamann og stjórnmála- mann, þar sem hann er. Arin 1899—1903 var hann kenn- Paasikwi viS skrifborð sitt. ari við lagadeild háskólans í Hels- ingfors, en þá var honum fengin mjög ábyrgðarmikil staða, því að hann var gerður að yfirskrifstofu- stjóra ríkisstjórnarinnar. Helt hann því embætti fram á fyrsta ár fyrri heimsstyrjaldarinnar. Á þessum ár um varð hann þingmaður og var framsögumaður landbúnaðarnefnd- ar þingsins 1907—1913 og f jármála- nefndar 1910. Hann var íhaldsmað- ur og íylti flokk hinna svonefndu „gamalfinsku flokka", sem nú eru kallaðir hinir þjóðlegu sameining- arflokkar, en það eru allir hægri flokkarnir. En frá 1936 er Paasi- kivi ekki í neinum flokki, og sem forseti er hann nú hafinn yfir alla flokka. Sem stjórnmálamaður var hann gætinn og glöggur og stóð fast á grundvelli laga og rjettar. Hann varð fjármálaréðherra í ríkisstjórn inni 1908—1909, en hún varð að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.