Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 6
r 554- V- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS leg, hversu smá sem þau eru,“ skrif -ar Dr. Alfred G. Mayor, sem vinn- ur að rannsóknum á sjávardýrum við Carnegie stofnunina, „við þurf- um aðeins að \nnna þau úr sjón- um.“ Birgðir eða forði þeirra er næstum ótæmandi. Einstakar teg- undir af smærri lindýrum sjávatins jafngilda að magni til öllum land- dýrum jarðarinnar hvrað kjötmagn snertir. Einu tæknilegu hindranirnar til að nota svif til fæðu handa mönn- um, eru auðvitað aðferðir til að veiða það í stórum stíl og gera það ætilegt. Árum saman höfum við unnið mestallt magnium úr sjó, og gullvinsla úr sjó er komin yfir til- raunastigið. Svifið, sem margfalt meiri gnægð er til af, er langtum einfaldara viðfangs. Næringarfræð- ingar hafa nefnt svifið mestu ónot- aða fæðulind manna og dýra. Hafið gæti næstum verið eins ó- þrjótandi fæðulind, eins og and- rúmsloítið er óþrjótandi lind súr- efnis. Ætli mannkynið læri að nota þessar nýu fæðulindir, sem vísind- in leysa úr læðingi? Eða hafa mat- arvenjur greypt sig svo fast í venj- ur fólks, að það vilji heldur svelta en reyna eitthvað óvenjulegt? Slík- ar spurningar væri aðeins hægt að leggja fyrir þá, sem lifa í allsnægt- tun hvað mat snertir. Við skulum athuga að þar sem hungur geysar, kemur oft fyrir að mæður reita gras til að stilla með sultarverki barna sinna. Þúsundir manna eta leir og trjábörk. Þetta er að vísu ekki alvanalegt, því þetta er ekki einu sinni fæða. Hvað mundi verða ef Sameinuðu þjóðirnar eða einhver önnur al- heimsstofnun, stofnsetti vísinda- legar rannsóknarstofur og verk- smiðjur sem framleiddu mat til að fullnægja öllum íbúum jarðarinn- ar? Betra líf. Nóg fæða handa öllum mundi ekki aðeins koma í veg fyrir hung- urástand. heldur einnig gera mann- kyninu fært að stórauka líkamlega og andlega orku sína. Ef mettn losn- uðu við aðalorsök áhyggja og ófrið- ar, hungrið, gætu þeir- gefið sig ó- skifta að því að berjast fvrir betri lífsskilvrðum, í stað þess að vera í stöðugri varnarbaráttu gegn hungrinu. Tollur sá sem sjúkdómar taka, mundi minka skjótlega og líkur fyrir því að meðalaldur hækkaði, mundi aukast. Sumir sjúkdómar eins og t. d. berklaveiki mundu hverfa og í fyrsta sinn frá því er sögur hófust, mimdu læknarnir geta gefið vonir um að umferða- sjúkdómar smáhyrfu. — Mæður þyrftu ekki framar að óttast and vanafæðingar sem afleiðingu ai' næringarskorti. Með einum eða tveimur ættliðum mundi maðurinn bæta tveim til þrem þumlungum við hæð sína að meðaltali og flest ósamræmi milli stjetta og kyn- kvísla mundi hverfa. Loforði vísindanna um gnægð handa öllum, á ekki að taka með ljettúð, því það er ekki gefið út í bláinn. Mennirnir sem gefa það eru ekki að leika sjer að mannlegum vonum. Því þeir vita betur en nokkrir aðrir hvaða þýðingu það mundi hafa fyrir okkur öll, ef unn- inn yrði bugur á hungri og skorti, svo að enginn þyrfti framar að svelta. (This Week). — I. G. þýddi. V ^ -V NÝASTA kirlcjan í Englandi er þannig að ekki þaif annað en styðja á hnapp þá lokast fyrir altarið, en þar kemur upp leiksvið. Bekkirnir eru allir lausir og fljótlegt að flytja þá burtu. Þannig getur kirkjan verið danssalur, leikhús eða kvikmyndahús, eftir þvl sem menn vilja, þegar ekki er messað í henni. wopvi hmó i EINIJ SINNI hafði kölski uppboð á ýmsum þeim vopnum, sem hann beit- ir gegn mönnunum til þess að sigra þá. Vopn þessi hjetu ágirnd, ódreng- lyndi, sviksemi, fals og mörg hundr- uð annara, sem ekki tjáir nöfnum að hefna. Margir, sem óskuðu að ná völdum, sóttu uppboð þetta. En að uppboðinu loknu sá einn kaupandanna að kölski hafði eitthvað geymt uppi á hyllu, og spurði hvort það vaeri ekki til sölu lika. „Nei“, sagði kölski, „þetta vopn læt jeg mjer ekki úr hendi, því að það er öruggast allra til þess að beygja mannkynið til hlýðni við mig“. Þetta þótti hinum undarlegt og spurði hvað það væri. Djöfsi giotti ilíkvitnislega: „Það er kjarkleysi“, sagði hann. Menn víla og vola og barma sjer þegar á móti blæs, í stað þess að snúast karlmannlega við vandræðum. Barlómur og kjarkleysi auka á pymd manna. Það er alt frá hinum vonda. Kjarkmaðurinn lætur aldrei bugast og kippir sjer ekki upp við smámuii. — Honum bregður heldur ekki við vá- veiflega hluti. Hann stendur ósigrað- ur. Hinn frægi hnefaleikari James J. Corbett, sagði einu sinni: „Haltu áfram að berjast. Þótt þú sjert svo uppgefinn að þú getir aaum- ast gengið út á pallinn, þá skaltu ein- setja þjer að berjast eina lotu enn. Þegar handleggir þínir eru orðmr svo máttlausir að þú getur naumast bor- ið þá fyrir höfuð þjer, þá skaltu þó berjast eina lotu enn. Þegar augun í þjer eru svo að segja sokkin og þú ert svo úrvinda að þig langar mest til þess að andstæðingur þinn geri út af við þig, þá skaltu þó einsetja þjer að berjast eina lotu enn, og minn- ast þess, að sá sem berst eina lotu enn, er ekki sigraður“. Margir menn hefði gott af því að hugleiða þetta. (Inspection News). •fL V V V EF einhver maður segist geta stjórnað konu sinni, þá er ekki einu orði trúandi af því sem hann segir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.