Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 8
556 LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS r Árelíus Níelsson: „FRÚIN í HÚSINU“ — ALDARMINNING - KVENFJELAG EYRARBAKKA gekst fyrir hátíðlegri minningarathöfn í Eyr- arbakkakirkju hinn 2. þ. mán. í tilefru af því, að þá voru liðin 100 ár frá íæð- ingu frú Eugenia Nielsen, „frúarinnar í Húsinu“, eins og hún var venjulega nefnd. Við það tækifæri flutti sóknarpresturinn sjera Árelíus Níelsson ræðu þá, er hjer birtist. Páll ísólfsson ljek tvö lög á kirkjuorgelið og síðan var sungið kvæði það eftir Maríus Ólafsson, sem birt var í næstsíðustu Lesbók. Að kirkjuathöfninni lokinni var gengið austur í kirkjugarð og þar lagði for- maður kvenfjelagsins, ungfrú Elínborg Kristjánsdóttir, blómsveig á leiði frú Nieisen og mælti nokkur vel valin orð. Síðan var þjóðsöngurinn sunginn og lauk með þvi þessari athöfn, er öll hafði verið hin virðulegasta. EYRARBAKKI á sjerstaka sögu. Einu sinni átti hann þann draum að verða höfuðborg íslands. Var það kannske nokkur furða? Síðan hin fyrsta kristna kona landsins bjargaðist hjer við ósa Ölfusár, með dásamlegum hætti, hafði ver- ið hjer verslun handa stærstu og þjettbýlustu sveitunum. Flest, sem mest-var- dáð-f-dýrgripum og hst- um hafði bylgja úthafsins borið á brjóstum sinum hjer inn fyrir sker- in. Og hingað hafði líka vellyst- in lagt leið sína ásamt valdræningj um og föðurlandssvikurum í líki Þórarins Nefjólfssonar. Hið erlenda vald hefur átt hjer fyrstu sporin í sandinum bleika. En nú eru þau spor á brautu máð af straumum frelsis og dáða, sem líka áttu hjer sín fyrstu spor. Allt frá frumherj- um kristninnar til þeirra, sem lögðu homsteininn að elsta starf- andi alþýðuskóla landsins, sem bráðum telur hundrað ár. Ýmsir segja: Eyrarbakki var höf- uðstaður og hreiður dönsku versl- unarinnar á íslandi. Það er satt. En verði sú saga einhverntíma skrif- uð dí skdningi á kostuin og göllum á sembúð D&na og íslendinga, þé ætti það ekki að gleymast, að þrátt fyrir allt bárust blys menningar- innar og heimsframfaranna oftar en flesta grunar, með siglingunni langþráðu á vorin. Alla leið fram til minnar bemsku á öðrum ára- tug þessarar aldar var það trú við Breiðafjörð, að þrösturinn, máríu- erlan og lóan sætu í skipsmöstrum „siglingarinnar“ fyrir sunnan á leið inni yfir hafið. Þessi barnslega trú er tákn þess, að oft bárust með skipum þessum yndislegustu vor- boðar frelsisins fleyga og ódauð- legra söngva gróandans. Hitt var annað mál, að oft er kalt þessum blessuðum litlu vorboðum. Og mörg lóan fær gröf í snjónum í hreiðurstað. Og æðandi stormar frostsins fella þröstinn og erluna að moldu, í stað þess að vorblær- ínn lyfti undir vængina, svo að þau geti hafið söng sinn. Eins voru það oft frost hatursins og stormar misskilningsins, sem slógu til jarð- ar þær hugsjónir og vonir, sem hingað bárust frá Danmörku. Sambúðin var slæm og’ samstarfið ekkert. Og enn í dag gleymjst jafn- vel hinum vitrustu og djúpsæustu, að íslands bestu börn á ■V Lugenia Nielsen. frelsisbaráttunnar, sóttu menntun sína og víðsýni til Danmerkur. Og þótt valdhafarnir dönsku hafi ekki skilið hlutverk sitt, þá ætt- um við ekki að gleyma þeim son- um og dætrum íslands sjálfs, sem skildu sinn ábata á skiptunum þeim. Þeim sem lifðu og störfuðu ósjálfrátt, með kjörorðið: „íslandi allt“ í huga, hjarta og höndum. Það hefur með rjettu verið á loft hald- ið aðild fjölda karlmanna á þessu sviði, störfum þeirra og fram- kvæmdum. Hitt hefur að mestu verið þögninni fahð og því, sem hylst að baki dagsins, hvað konur hafa gert. En sannleikurínn er sá, að það sem áunnist hefur til frelsis og' endurfæðingar hinnar íslensku þjóðar, mun ekki síður að þakka konum þeim, sem skildu sitt hlut- verk með varma ástarinnar. Kon- um, sem heldu vöku sinni sem sannir íslendingar jafnvel í faðm- lögum við Dani. Og þótt undarlegt sje að segja það og játa, var að- stæðan hvergi betri en í nánustu tengslunum. Laxness hefur af sinni bekktu srúlld bent á hlutverk eiim- ar kohu ag elskhuga hennar gagn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.