Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 10
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS r»58 og svip, en höfðinginn aðeins virðulegrar kurteisi og háttprýði. Stjórnsemi og reglusemi á þessu heimili er viðbrugðið enn í dag. T. d. var hverri stúlku skylt að klæð- ast ís’enskum þjóðbúningi eftir há- degi og aldrei var svo gestkvæmt nje annasamt að ekki skvldu allir mættir í kirkju þegar satnhringt var hvern messudag. Góð móðir var frúin líka og mættu henni þar þó stór von- brigði, þar eð ein dætranna þriggja var vangefin. En ekkert var til uppeldisins sparað, hvorki um- hyggja ástúð nje fje. En annað var þó sjerkennilegra við móðurhlut- verk frú Eugeníu, hún tók að sjer sem barn sitt hverja stúlku, sem dvaldi á heimilinu. Var oftast eða alltaf varið vissum tíma til náms á hverjum degi, minnsta kosti að vetrinum. Enda var vist í „Hús- inu“ talin á við góða skólagöngu. Og víða sjer þess enn vott í þokka og gestrisni þeirra heimila, sem eiga áhrif þáðan. Og má áreiðan- , lega fullyrða, að öllum kom hún til nokkurs þroska. Og enn er það ótalið, sem sjerkennilegt móður- hlutverk þessarar góðu dóttur ís- lands, að naumast fæddist það barn í þorpinu, að hún ekki sendi bæði móður og barni gjafir. Minnast þess margir enn, hve kærkomnar og vel valdar þær gjafir voru. Þótt frúin gegndi þannig störfum sínum innan húss, með frábærum dugn- aði og stjómsemi mátti segja, að hún ljeti sjer ekkert óviðkomandi í menningar- og fjelagslífi Eyrar- bakka. Þar kom einmitt skýrast fram sú ósk hennar, að hjer yrði allt sem fullkomnast og glæsileg- ast. Hún var hvatamaður þess, að maður hennar, sem var þjálfaður hermaður úr lífverði konungs kenndi drengjum íþróttir. Er það ef til vill upphaf þeirra nýíslensku íþrótta, sem nú varpa mestum ljóma yfir ísland. Sömuleiðis átti hún þátt í því að Nielsen, sem var náttúrufræðingur af lífi og sál gaf barnaskóla þorpsins gripasafn sitt. Er því enn sýndur of lítill skiln- ingur, svo einstætt, sem það er, að barnaskóli á íslandi eigi vísi að náttúrugripasafni. Frúin efldi líka sönglífið á Evrarbakka og var lífið og sálin í kirkjusöngnum, sem þá var brautrj’ðjendastarf hjef. Starf, sem þó stóð með miklum blóma og hefur borið ríkulega ávexti, og eru enn margir helstu sönglistar- menn íslands frá þeirri uppsprettu drykkjaðir. Sömuleiðis átti hún drjúgan þátt í stofnun og starfi lúðraflokks hjer, sem var líklega hinn fyrsti á íslandi. En þó voru það sjerstaklega mál kirkjunnar, sem áttu hug hennar, eða kannske fremur hjarta hennar allt. Og frá sambandinu við Guð sinn kom þessari konu áreiðanlega sá kraft- ur að hafa tíma til alls, sökum reglusemi sinnar og frábærrar at- orku. Engan liðsmann átti sr. Jón Björnsson betri en hana við kirkju- bygginguna um 1890. Hún studdi hann leynt og ljóst og marga gjöf- ina fjekk kirkjan fyrir hennar til- stilli. Og er altaristaflan þögult tákn þess árangurs, sem fórnfýsi og áræði þessarar guðræknu konu náði. En hún er máluð eftir sjálfa drottningu Danmerkur. Og segir það meira en nokkur orð um sam- starf þjóðanna fyrir atbeina frú Nielsen. En hún segir líka margt þeim, sem kunna að hlusta á þögn- ina, um konuna, sem telur það æðst að hlusta á Jesú í starfi og gleði lífsins, og una ljósi frá hon- um í skuggum sorga og vonbrigða. Enn er ótalið eitt svið utan heim- ilis, sem frú Níelsen starfaði á með áhuga sínum og krafti. En það var Kvenfjelag Eyrarbakka. Hún var ein af stofnendum þess, og vann þar með ráðum og dáð til dauða- dags. Það var þá og er raunar enn aðallega líknarfjelag til eflingar kristilegum sjónarmiðum og stuðn- ings bágstöddum. Það var einmitt eftir hennar hjarta. Og hún hafði raunar betri tök á sviði fjármuna, en aðrar konur þorpsins flestar. En þó að efnin væru, safnaði hún aldrei fje handa sjer og sínum. Aldrei var tekin borgun fyrir greiða nje gistingu í „Húsinu". En þegar boðin var greiðsla af þeim, sem dvalið höfðu lengi, var venja hennar að svara: „Nei, við seljum ekki greiða ,en við höfum hjerna kvenfjelag, ef þjer vilduð láta það njóta þess, sem þjer vilduð gefa“. Sama var með stúkuna eða bind- indismálin. Hún hlynnti að þeim störfum leynt og ljóst. Og væri eitthvað erfitt, sem horfði til heið- urs og menningar, var þetta mál- tak hennar í minnum haft: „Við megum til vegna Eyrarbakka“, — Æskustöðvarnar, ættlandið, heiður þess, aukin fegurð og gróandi þjóð- lifs á guðríkisbraut, var henni luð fyrsta og síðasta. Fáar konur munu hafa kunnað betur að sameina Mörtu og Maríu, aleflingu andans og umsvif hversdagsleikans í eina persónu. Um hana mátti áreiðan- lega til sanns vegar færa orð Pjet- urs postula: „Skart yðar sje ekki ytra skart, með því að fljetta hár- ið og hengja á sig gullskraut, held- ur sje það hinn huldi maður hjart- ans í óforgengilegum búningi hóg- værs anda, sem er dýrmætari í aug um Guðs“. Einhverjum kann að finnast þetta sem draumsýn löngu liðins tíma. Vel má svo vera, en þó da- samlegur veruleiki, og umfram allt framtíðarsýn og hugsjón hverr- ar íslenskrar konu og kristinnar. Við erum hinni horfnu aðalskonu hjartanlega þakklát og yndisleg var síðasta ósk hennar, er hún sagði: „Gætið þess að draga upp íslenska fánann, þegar jeg er farin“. Betri einkunn varð henni naumast veitt. ^ ^ ^ ^ ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.