Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 11
F LESBÓK MORGUNBIJAÐSINS — Stríðshetja Frh. af bls. 555. er alveg óþarfi fyrir þig að fara til Manila.“ • Jeg beitti öllum brögðum til þess að fá fararleyfi, en það var ekki við það komandi. Mjer skildist að bók- færslan væri í einhverju ólagi, og niajórinn vildi endilega koma henni í lag sem fyrst. En Girak var eitt- hvað viðriðinn stjórnmál, og hann hafði skipun um að koma þegar í stað til Ameríku. Eftir tvo daga var Girak farinn, og jeg tók við störfum hans. Jeg var í mestu beyglum, en jeg hugs- aði að best væri að taka hverju sem að höndum bæri. i Jeg eihangraði mig alveg, talaði ekki við neinn mann og hugsaði aðeins um það að koma bókfærslunni í lag. Majórn- um líkaði það vel og hann hrósaði mjer fyrir skyldurækni. Jeg var altaf að velta því fyrir mjer hvenær hinum rjetta Wobbly liðsforingja mundi skjóta upp. En það er best að jeg segi frá því nú þegar hvernig á því stóð að hann kom ekki. Upphaflega hafði hann verið sendur frá San Francisco til þess að taka við stöðu á Hobson flug- vellinum á norðurhluta Luzon. Þeg -ar hann kom til Manila fór hann í liðsforingjaklúbbinn til þess að snyrta sig. Þegar hann kom úr bað- inu fann hann hvergi fötin sín. — Hann símaði þegar til lögreglunn- ar að tilkynna tjón sitt. Þá sagði vfirforinginn: „Ertu Wobbly liðsforingi?“ „Já.“ „Nú hvar í fjandanum hefur þú verið. Jeg hef sent hundrað menn til að leita að þjer.“ „Leita að mjer? Ætli þú farir ekki mannavilt. Jeg er alveg ný- kominn frá San Francisco." „Jú, jú, en við höfum fengið skeyti um að breyta fyrirskipun- um þínum. Þú átt að fara til Ástra- líu og vera í herforingjaráði Schw- artzmore hershöfðingja. Og þú verður að leggja á stað undir eins.“ „En fötunum mínum hefur verið stolið — veskinu, vegabrjefinu, öll- um skilríkjum, peningum, viðskifta -reikningi, lieilbrigðisvottorði. Jeg stend hjer allsnakinn með hand- klæði utan um mig.“ „Hvað gerir það? Við skulum láta þig fá það alt saman. Jeg sendi nú þegar jeppa með það alt. Og svo verðurðu að koma undir eins. Þú verður að fara til Ástralíu 1 dag, annars verður hershöfðinginn band -vitlaus." Þannig fór nú þetta, og eftir svo sem, mánuð var jeg fárinn að venj- ast þvf að vera kallaður Wobbly liðsforingi, og mjer líkaði ágætlega þarna. Majórinn sagði að jeg væri sá besti liðsforingi, sem hann hefði nokkru sinni haft, og hann skyldi bráðum koma mjer á óvart með ofurlítið. Hvað um það — jeg vissi að jeg mundi lenda í bölvun einhvern tíma, því að nú hafði yfirvöldunum auðvitað verið tilkynt, að jeg væri strokumaður af skipi. En jeg hugs- aði með mjer að best væri að láta hverjum degi nægja sína þjáningu, og njóta hjer frjálsræðisins eins lengi og unt væri. En jeg gætti þess vel að skrifa aldrei nafnið mitt — það hefði verið fölsun — svo að jeg hóf aldrei kaup mitt, það er að segja kaup Wobbly liðsforingja. Það voru 120 dollarar í fötum hans. Jeg tók þá og ljet skuldavið- urkenningu í staðinn. Jeg reyki ekki, og jeg þorði ekki að bragða vín, því að þá var jeg hræddur um að jeg mundi koma upp um mig. Jeg eyddi því ekki nema svo sem fimm dollurum á mánuði. Majór- inn var mjög hrifinn af sparsemi r 559 minni og sagði oft að svona aetti liðsforingjar að vera. Það var ósköp Ijett verk að hafa bókhaidið og af því að kapteinninn. sem hafði umsjón með öllum birgð- unum, hafði allar skýrslur sínar á glámbekk, þá kyniist jeg líka bók- haldi hans. Svo var það eitt kvöld þegar jeg var nýsofnaður, að majórinn vakti mig. „Jæja, drengur minn,“ sagði hann. „Jeg lofaði að koma þjer á óvart og hjer með geri jeg það.“ Svo rjetti hann mjer útnefningu, þar sem jeg var gerður að umsjón- armanni allra birgðanna. Liðsfor- inginn, sem það starf hafði haft með höndum, var á förum til Ame- ríku. Majórinn sagði: „Og þessari nýu stöðu fylgir það, að þú ert.ghrður að kapteini.“ ; „Majór,“ sagði' jeg, „þetta er meiri heiður en jeg á skilið. Ef þu vissir hvaða umskiftingur jeg er, þá mundirðu reka mig hjeðan.** En hann sagði: „Það er einmitt þetta, sem mjer líkar svo vel, hvað þú ert hæverskur. Þú vinnur starf þitt betur en nokkur annar og kvart -ar aldrei. Jæja, kapteinn, nú skaltu fara að sofa svo að þú getir tekið við hinni nýu stöðu þinni á morg- un.“ Þarna var jeg þá alt í einu orð- inn kapteinn í flugliðinu, og næst- æðstur að virðingum á Hobson flug -velli. Eftir þetta fór allur póstur um mínar hendur. Einu sinni brá mjer ( brún. Tilkvnning barst um, að Wobbly liðsforingi hefði verið sendur til Ástralíu. Þar var líka sagt frá því að fötunum hefði verið stolið af honum í Manila, og allir liðsforingjar beðnir að hafa gát á þjófnum. Jeg brendi þessa tilkynn- ingu. Einu sinni kom þama flugmað- ur, sem var á leið til Kóreu. Hann leit á liðsforingja skrána, og þá hrópaði hann: „Nei, er Charles

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.