Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 14
f 562 N LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r urnar hafi komið. Þær eru komn- ar austan úr Asíu. En menn greinir nokkuð á lun það frá hvaða landi ]">ær hafa borist ;il Norðurálfunnar. De L’Isle telur að hin svonefnda Alexandríurotta sje sama og svarta rottan (mus íattus). En Alex- andríurottan varð að frásögn hans ekki áhangandi manninum fyr en á 7. öld. Fram að þeim tíma hefði * hún hafst við í óbygðum Arabíu. Og það er sennilega ástæðan til þess að hún barst ekki til Evrópu með skipum fyrir þann tima. Þegar krossierðirnar hefjast hafa rotturnar gerst áhangendur mannsins og elta hann hvert sem hann fer. Og vegna þess að svarta rottan er dugleg að klifra, komst hún fljótlega um borð í skip, og af því dró hún nafn sitt og var kölluð skipsrotta. Með skipunum barst hún svo til allia hafna við Mið- jarðarhaf. Frá hafnarborgunum breiddist hún svo út um löndin með miklum liraða. Hún var fljótari að nema Evrópu, heldur en hvítir menn að nema Ameríku. Og fyrir lok 13. aldar var hún orðin að landplágu. Hún var þá einnig komin til Eng- lands og írlands. írar kölluðu hana „frönsku músina'* (ean francach), cn það var vegna þess að á þeim arum kölluðu þeir franskt alt sem var af e’rlendum uppruna. Skömmu síðar komst rottan til Norðurlanda. * Á dögum Shakespeare var svarta rottan slíkur vágestur, að sjerstakir oænadagar voru haldnir til þess að biðja um vernd gegn henni og yfir- gangi hennar. Þá voru og til sjer- stakir embættismenn, sem höfðu þann einn staría að útrýma rott- um. Um nokkrar aldir stóð ríki svöríu rottunnar : Norðurálfu, og eru það omhverjir verstu tímar, sem yfir alfuna hafa durúð. Þær báru með ^ cjer hinar skæðustu drepsóttir og þær hjálpuðu til að fullkomná eyði -leggingar þrjátíu ára stríðsins. En snemma á 18 öld kom brúna rottan til sögunnar og þá var veldi hinnar svqrtu lokið. Brúna rottan (Mus decumanus) kom í herskör- um austan úr Asíu. Hún útrýmdi svörtu rottunni svo algjörlega, að nú finnast ekki svartar rottur nema í einstaka höfnum, á eyum og í Suður-Ameríku, þar sem brúna rottan hefur ekki numið land enn Þó hefur svarta rottan haldið velli í ýmsum skipum, vegna þess að hún er duglegri að klifra heldur en brúna rottan. Talið er, að brúna rottan sje komin frá Mongolíu, eða hjeruð- unum austur af Baikal-vatni. En hún mun hafa verið komin alt vest- ur undir Kaspialiaf þegar á annari öld, því að í fornum rómverskum ritum er getið um kvildndi, sem komi þangað í stórhópum og syndi yfir ár þannig, að þau bíti hvort í halann á öðru. En hvort sem þetta er rjett, eða ekki, þá fara engar sögur af brúnu rottunni í Evrópu fyr en á 18. öld. ÁRIÐ 1831 getur Pallos þess í Zoögraphia Rosso-Asiatica að 1727 hafi herskarar af rottum synt vest- ur yfir Volga og telur hann að þær hafi verið að flýja undan jarð- skjálíta. Upp frá því bárust þær eins og logi yfir akur vestur alla Evrópu og til Englands komust þær með skipi þegar árið eftir. Þar voru þær kallaðar Hannovex'-rottur, til smánar við Hannover-konungs- ættina, sem var illa þokkuð í Eng- landi. En eíasamt er að rotturnar hafi verið komnar til Þýskalands á þeim tíma, því að ekki er getið um þær í Prússlandi fyr en 1750 Brúna rotian komst tii Noregs 1762, skömmu seinuH til Spánar og 1770 til Skotlands. Árið 1775 barst hún til Nor ður-Ameríku með skip- um frá Englandi. Verst gekk henni að nema land þar sem þrifnaður var á háu stigi. í Skotlandi mjakaðist hún aðeins áfram og var í 58 ár (1776—1834) að komast frá Selkirk til Moray- shire. Ekki þorði hún að ráðast inn í Sviss fyr en 1869, og þar í landi hefur henni aldrei vegnað vel, vegna þess hvað þjóðin er þrifin. Hún var lengi á leiðinni yfir Bandaríkin og komst ekki til Kali- forníu fyr en eftir 1851. En þar líður henni vel í því Gósenlandi og tímgast þar hraðar en annars stað- ar. Og nú er hún dreifð um alla Norður-Ameríku frá Panama til Alaska. Hún hefur dreifst um hin kaldari hjeruð Suður-Ameríku, komist til Kyrrahafseya, Ástralíu og Nýa Sjálands. Með öðrum orð- um, hún hefur lagt allan heiminn undir sig, nema hejst Grænlánd, því að hún virðist þola illa kuldarm þar. HVAR sem brúna rottan hefur far- ið, hefur hún algjörlega útrýmt svörtu rottunni og öðrum keppi- nautura sínum í lífsbaráttunni — Hún er faraldur og landplága. Ekk- ert gott verður um hana sagt, þvi að hún gerir ekkert gagn. Iiún getur alls staðar sjeð sjer farborða og hún etur alt, sem að kjafti kem- ur. Hún ber drepsóttir og sýkir bæði menn og skepnur. Aí þeim drepsóttum, sem liún ber meðal maniia, má nefna svartadauða, dílataugaveiki, inflúensu og ótal aðra sjúkdóma. Og hún vínnur hin ótrúlegustu spellvirki og hermdar- verk. Rottur eyðileggja akra og verslunarvörur í stórum stil, bæði í flutningi og á geymslustöðum. Þær naga sundur máttarviði í húsum og þær valda oft bruna með því að naga rafmagnsþræði eða eldspýtur. Þær leggjast á skepnur og eta þær lifaiidi. Hagenbeck varð éinu sinm að drepa þrjá fila í dýragaröi sjn- um, ’végna’ þess að rottur' höfðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.