Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Síða 1
47. tölublað Gamlársdag 1950 XXV. árgangur Ólafur Ólafsson: Gunnar prófastur Gunnarsson Cunnar Gunnarsson. 11. MARS 1839 fæddist prestshjón- unum í Laufási við Eyafjörð sonur og var hann látinn heita Gunnar í höfuð föður sínum og jafnframt eftir afa sínum, Gunnari Hallgríms -svni, sem einnig hafði verið þar prestur um langt árabil. Sveinninn þótti hinn efnilegasti. Fyrstu mánuðina dafnaði hann vel, en þá tók hann barnaveikina og gekk hún svo nærri honum að hann var álitinn örendur. Föður hans. sem var, að þeirrar tíðar hætti, vel kunnandi læknir, tókst að lífga hann. En alla ævi bjó hann að af- leiðingum veikinnar svo að heita mátti að hann tæki aldrei á heil- um sjer. Snemma kom það í ljós að Gunn- ar var óvenjulega vel gefið barn. Bræður hans, Tryggvi og Eggert, voru sjálfkjörnir til forystu í gáska -fullum leik og stórræðum æsku- áranna. Gunnar var þrekmínní og alvörugefnari. En í bóknámi stóðu þeir honum ekki á sporði, bræð- urnir. Hjá honum fór saman á- stundunarsemi og góðar námsgáf- ur. Þá þótti systkinum Gunnars (þremur br. og einni s.) gott að leita til hans, er reikna þurfti erf- itt dæmi eða komast til botns í tor- skildum fræðum. Það stóð heldur eklci á honum að segja til í því, sem hann vissi og skildi betur. Hann virtist hafa jafn mikla gleði af að fræða aðra og að fræðast sjálfur, — og helst það alla ævi. Barna og unglingaskólar voru þá engir til í sveitum landsins. En ekki varð það systkinunum í Laufási til tíóns. Heimilisfólk var jafnan margt í Laufási og var bæði gaman og lær- dómsríkt að fylgjast með í störf- Valgerður Þorsteinsdóttir. um þess. Þá þótti bræðrunum ekki síður skemtilegt að snúast við skepnur og urðu í því snemma að liði. Útsýni er fagurt í Laufási, þó að bærinn standi lágt. Siglingar um fjörðinn veittu útsýn til fjarlægra staða og landa, glæddu skilning á dáðríku lífi sjómannsins, gáfu út-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.