Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 2
614 - LESBOK MORGUNBLAÐSINS þránni byr undir vængi og auðg- uðu hugmyndalífið. Náið samlíf við vinnandi fólk, við skepnur og við náttúruna sjálfa voru hinar æskilegustu aðstæður til eðlilegs þroska. Barnafræðslu vantaði heldur ekki á Laufásheimilinu. Sira Gunn- ar Gunnarsson var mentaður vel. Hann hafði lært undir skóla hjá föður sínum, verið fimm vetur í Hólaskóla og tekið síðan stúdents- próf hjá Geir biskupi Vídalín. — Biskupsritari var hann í 21 ár. Lagði hann þá jafnframt stund á læknisfræði og var veitt lækninga- leyfi. Hann var því farinn að full- orðnast, er hann tók prestvígslu og fekk veitingu fyrir Laufási 1828, að föður sínum látnum. Konu sinni, Jóhönnu Kristjönu Gunnlaugsdótt- ur Briem, sýslumanns í Eyafirði, kvæntist síra Gunnar fjórum ár- urn síðar. Var hún 32 árum yngri en hann. Frú Jóhanna Kristjana var öllum þeim kostum búin, er prýða mega góðá eiginkonu og móður. Bókakostur góður var á heimil- inu. Notaði Gunnat sjer það eink- um og bjó alla ævi síðan að sumu, sem hann þá las. Þar á meðal voru Smárit síra Jóns lærða, f Möðru- felli. Þau fluttu góðar greinar um trúarlærdómana, vekjandi smásög- ur og frjettir af trúarvakningum og kristilegu sjálfboðastarfi í ná- lægum iöndum. En hugfangnastur varð Gunnar af frásögum þeirra um merka kristniboða og starf þeirra í fjarlægum heimsálfum. Þær las hann oftar en einu sinni. Sú hugsun hvarflaðí oft að hon- um, bæði þá og síðar, að hann skyldi verða kristniboði og fórna sjer fyrir það, er hann síðar nefndi „aðalvelferðarmál mannkynsins“, kristniboðið. Árið 1851 fell systkinmn i Lauf- ási mikið happ 1 skaut Heilsu föð* ur þeirra hafði farið síhrakandi. En þá rjeðist til hans aðstoðarprestur og heimiliskennari guðfræðikandi- dat Bjöm Halldórsson prófasts í Sauðanesi. Bjöm hafði oft komið i Laufás áður. Honum fylgdi hressandi vor- blær, sem hreif hugi ungra manna. Hann hafði víða farið og kunni frá mörgu að segja. Á sama stóð hvaða efni hann snerti, þá varð það lífi gætt. Hann sagði bræðrunum frá frelsishreyfingum og byltingum úti í löndum og frá þjóðfundinum, sem haldinn hafði verið í Reykjavík þá um sumarið. Konungsfulltrúi hafði risið öndverður gegn rjettlátum kröfum íslendinga um aukið sjálf- stæði og skotið skollaeyrum við. En þá stóð upp úr sæti sínu Jón Sigurðsson. Fóru þingmenn allir að dæmi hans og tóku undir einum rómi, er hann mælti: „Vjer mót- mælum allir!“ Þá svall þeim móð- ur, Tryggva og Eggert er þeir heyrðu þetta. Þá tók að dreyma stóra drauma um sigursæla bar- áttu undir forystu Jóns Sigurðs- sonar, fyrir heill og frelsi íslands. Gunnar var íhugull, sagði færra en sór í hjarta sínu málstað íslands og Guði sínum hollustu. Frjóls þjóð skyldu íslendingar verða, en þó umfram alt kristin þjóð. Þrett- án ára gamall var hann þegar ráð- inn í að verða prestur. Gunnar var á þrettánda ári, þeg- ar Björn Halldórsson kom í Laufás og naut kenslu hans fjóra næstu vetur. Tókst þegar með þeim inni- leg vinátta, er holst æ síðan meðan báðir lifðu. —oOo— ARIÐ 1853 verða mikil umskifti á Laufásheimilinu. Síra Gunnar and- ast en við embætti tekur síra Björn Halldórsson. Á næsta ári flytur ekkjan með börnin að Hálsi í l'njóskadal og giftist þá um haustið síra Þorsteini Pálssyní, er mist hafði hina fyrri konu sína ári áður. Hann ótti fjórar dætur á lífi eftir fyrra hjónaband. Síra Þorsteinn hafði numið hjá prestum skólalærdóm allan, en var að öðru leyti sjálfmentaður m: ður. Hann var sjer úti um nýar ba kur og helt lærdómi áfram eins len; i og hann lifði. Búsýslumaður var hann mikill, Ijet smíða timburkirkju og byggja upp öll hús prestsetursins. Hann var orðlagður krafta og glímumaður og reit bók um þá íþrótt. í veikindum á heimilinu tók hann að lesa lækningarit, „því að þá fann hann það átakanl 3ga, hversu bágstaddir landsmenn \ oru með læknishjálp. Varð hann brátt mjög heppinn og nafnkunnur la kn- ir, svo menn sóttu til hans úr öll- um sýslum landsins, og er ólrætt að fullyrða, að enginn einn maður á íslandi hefur orðið fleiri mcnn- um að liði með lækningum sírum á jafn stuttum tíma sem hann varð,“ segir 1 Prestaævum Sighvat- ar Borgfirðings. Síra Þorsteinn var bjargvættur, sem menn leituðu til í allskonar vandamálum. Kenni- maður var hann góður og ága tur barnafræðari. Hann var því alt í senn, prestur, bóndi, kemiari og læknir, og heimili hans hið ákjós- anlegasta fyrir unga menn, er vildu frama sig. Um haustið 1855 fer Gurnar Gunnarsson suður til Reykjaví cur og byrjar nám í latinuskólanum þá sextán ára gamall. Námið sóltist honum seint sökum vanheilsu. Út- skrifaðist hann eigi þaðan fyr en 1863. Því næst var liann tvö ár á preslaskólanum, útskx-ifaðist þa 5an sumarið 1865 og vígðist strax á eft- ir 27. ágúst til að verða aðstoc ar- prestur lijá Halldóri prófasti í Sauðanesi, föður síra Björns viaar síns í Laufási. En Halldór próf ist- ur átti Þóru hálfsystur síra Gunn- ars, samfeðra. Dvölin að Hálsi varð öriagmk fyrir þá bræður, Tryggva og Gunn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.