Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 4
616 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ástundunarsemi, þangað til prest- urinn kæmi næst.“ Endurskoðun Sálmabókarinnar var eitt þeirra mála, sem síra Gunn -ar Ijet mjög til sín taka. Haustið 1872 birti „Norðanfari“ grein eftir hann um hina nýu Sálmabók, er gefin var út árinu áður. Finnur hann margt að bókinni, en honum lætur ekki'að skrifa neikvæðar að- finslur, heldur er hann í þessu máli sem öðrum ráðhollur og tillögu góður. Vill hann að Sálmabókin verði enn endurskoðuð og segir að nokkrir menn haij tekið saman endurskoðunarregtur og birtir ell- efu þeirra í grein þessari. Má vafa- laust telja að tveir þessara „nokk- urra manna,“ hafi verið þeir vi»- irnir síra Björn í Laufási og síra Gunnar, þá á Svalbarði. Síra Björn var eins og kunnugt er skipaður í hina nýu sálmabókar- nefnd. Átti hann ríkan þátt í end- urskoðun nýrrar Sálmabókar, er út kom 1886. Eru í henni margir sálm- ar eftir hann, frumortir og þýddir og hafa sumir þeirra náð miklum vinsældum. Síra Gunnar hefur lagt meira til þessara mála en mjer hefur tek- ist að grafast fyrir, samkvæmt um- mælum síra Björns og Þórhalls biskups sonar hans. Þórhallur bisk- up segir í Kirkjublaðinu 1891 þetta: ,,Nafn síra Gunnars finst eigi í vorri nýu og góðu Sálmabók. En ætti að segja sögu hennar frá upp- hafi, stæði nafn hans þar fremst og fyrst.“ Tveir ágætir sálmar eru eftir síra Gunnar í Sálmabókarviðbæt- inum 1933. Má fastlega gera ráð fyrir, að þeir verði báðir teknir í hina nýu útgáfu Sálmabókarinn- ar, sem enn er í undirbúningi. Þeir, sem lesið hafa sálminn dýrlega, „Krýp jeg nú að krossi þínum, Kristur Jesú, drottinn minn,“ fá um það nokkurt hugboð hvers hefði mátt vænta af síra Gunnari sem sálmaskáldi, ef hon- um hefði orðið langs lífs auð- ið. Síðasta vers sálmsins er á þessa leið: „Undir þínym kæra krossi, Kristur Jesú, held jeg mig, uns jeg hef með kserleikskossi kærleik bundið fast við þig. Hjartað þjer jeg helga mitt, hjartað fyr mjer gafstu þitt, hjartað mitt skal heita gjalda hjartans þökk um aldir alda.“ —oOo— EKKERT, sem eftir síra Gunnar Gunnarsson liggur, lýsir honum betur en erindi hans til Þingvalla- •ijjfcndarins 1873, og birt var í „Norð- «nfara“, undir yfirskriftinni „Þjóð- hátíð“. Síra Sigtryggur á Núpi hef- ur sagt mjer, að hann muni enn, hvílíka hrifningu grein þessi vakti, er hún kom út meðal almennings. íslendingar keptu að nýum á- fanga í baráttu sinni fyrir sjálf- stæði landsins, í tíð síra Guhnars. Hann fylgdist með í þeirri bar- áttu af brennandi áhuga, og hafði góðar aðstæður til þess, einkum námsárin í Reykjavík. Síra Arn- ljótur á Bægisá sat þá á þingi, og síra Þorsteinn á Hálsi var um tíma þingmaður Suður-Þingeyinga. Um hann er það sagt að „frelsi þjóðar hans hafi verið síðasta hugsun hans og áhyggja, jafnvel á bana- beðnum.“ Síra Gunnar var tíður gestur á heimili Jóns ritstjóra Guð- mundssonar og þá, með mörgum öðrum ungum mentamönnum, í brennipunkti pólitískra umræðna. Mjer vinst ekki tími til að rekja hjer að nokkru ráði innihald hinn- ar gagnmerku greinar síra Gunn- ars. Hann gengur þess ekki dulinn, að þjóðin á það fyrst og fremst undir sjálfri sjer, hvort hún verður aftur frjáls og fullvalda eða ekki. Það er undir því komið, öllu öðru frem- ur, að hún „læri að treysta Guði og sjálfri sjer.“ Efling trúrækni og almennrar fræðslu er höfuðnauð- syn hennar. Mikil aðdáun kemur fram í rit- gerðinni á Jóni Sigurðssyni. Vill hann að leitað sje til „Jóns vors“, eins og hann kveður að orði og hann fenginn til að semja „sögu íslands fyrir umliðna þúsund ára öld.“ Ritgerðin er með öllu ádeilulaus. En í henni gætir mikils sársauka og jafnvel gremju vegna vesturfara- faraldurs, sem þá var sem óðast að grípa um sig. Hyggur síra Gunnar, f að það helst muni geta orðið til að , glepja þjóðhátíð, þjóðerni og þjóð heilu og höldnu.“ Hann er mjög mótfallinn þessum landflótta. „ís- land er,“ segir hann, „mitt land, þar sem jeg vil helst lifa og deya.“ Hins vegar viðurkennir hann, að þjóð- inni er vorkunn, „meira en vork- unn. Göfug þjóð vill ekki kúgast láta.“ Og bregðist sú von, að kon- ungur færi íslendingum stjórnar- bót á þjóðhátíðinni (1874), býst hann ekki við, „að þjóðin uni þá hjer framar kyr.“ Og hann getur fyrir sitt leyti ekki hugsað til að verða viðskila við hana. Hann ger- ir með öðrum orðum ráð fyrir að fyr muni þjóðin flýja sitt ástkæra land en að búa í því áfram við ófrelsi. — Jeg er efins í, að það komi annars staðar berar í ljós í stiórnmálasögu íslendinga, hvílík alvara hefur fylgt frelsisbaráttu þeirra. Er oss, sem nú lifum, holt að minnast þess. Fjórar tillögur koma fram í rit- gerð síra Gunnars, og eru þær þess- ar: Að Jón Sigurðsson sje fenginn til að semja sögu íslands. „Vel- komin sje oss íslands sagan hans á þjóðhátíðinni....“ segir hann. „Við hönd Jóns Sigurðssonar viljum við ferðast fram um allar aldir sögu vorrar, og láta foringja vorn leiða oss til sögulegra sanninda vorra.“ Þá leggur hann það til,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.