Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 6
613 LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS Jóhannes Nordal: Frægasta dagblað Englands THE TIMES „TIMES cr vrolduf;asta afl í heim- inum að Mississippi ef til vill und- anskildu“, sagði Abraham Lin- coln um hið fræga enska dagblað. Þá var Times á hátindi valds síns, svo að mælt var, að engin stjórn gæti setið að völdum í Englandi gegn vilja þess. England er ekki lengur mesta stórveldi veraldar og ný öfl hafa risið upp og skákað ofurvaldi Times yfir almenningsálitinu. Enn er það samt áhrifamesta dagblað í Bretlandi og \ríðfrægt um allan heim fyrir, hvæ traust það er og óhlutdrægt í öllum frjettaflutningi. Times á ekki stöðu sína því að þakka að vera aðgengilegt eða ljett til lestrar. Forsíða þess er þakin smáauglýsingum og meiri áhersla er lögð á lesmál en áhrifamiklar fyrirsagnir. Á aðalfrjettaopnunni, sem er í miðju blaðinu, eru stærstu fyrirsagnirnar tveggja dálka breið- ar, en annars staðar ná þær að- eins yfir einn dálk. Times er aðeins skrifað fyrir þá, sem vdlja fylgjast vel með, og út- breiðsla þess er ekki mikil saman- borið við önnur dagblöð. Er það aðeins prentað í rúmlega 250.000 eintökum, þar sem útbreiddasta dagblað í Bretlandi, Daily Mirror, er gefið út í 4Vfe miljón eintaka. I Upphaf og saga. Saga Times er löng orðin og það er um þetta blað eins og aðrar enskar stofnanir, að staða þess í dag verður ekki skýrð til neins gagns án þess að vitna til þróunar þess og upphafs. Kaupmaður einn, John Walter að nafni, stofnaði Times árið 1785. Tilgangur hans með útgáfu blaðs- ins var sá einn, að auglýsa nýja prentaðferð, sem hann hefði feng- ið einkarjett á. Hin nýja prentað- ferð reyndist ekki gróðafyrirtæld, en Times lifði og var það ekki síst að þakka dugnaði Wplters við að útvega auglýsingar. Prentfrelsi hafði værið í gildi í Englandi síðan á sautjándu öld, en meiðyrðalögin og ljelegur fjárhagur gerði blöðin mjög ósjálfstæð, og nutu þau flest verndar einhverra mikilsráðandi manna. Times var ekki nein und- antekning í þessu efni og þáði Walter styrk frá fjármálaráðu- neytinu og hagaði stefnu sinni eft- ir því. Engu að síður var hann dæmdur fyrir meiðvrði um Georg ríkisarfa og hlaut sekt og rúmlega árs fangelsisvist. Uppgangur Times hófst í Napo- leonsstyrjöldunum. Allur frjetta- flutningur var í þá daga Ijelegur og vernsaði mjög vegna hafnbanns Napóleons. Notaði Times þá smygl- ara til að koma frjettum til Eng- lands og fekk þannig oft mikil- vægar frjettir löngu á undan stjórn inni. Sonur Walters, sem nú hafði tekið við blaðinu, og ritstjórar hans vorvt staðráðnir í að gera Times algjörlega óháð öllum styrkj um. Tókst það vegna þess, hve frjettaþjónusta blaðsins hafði auk- ið útbreiðslu þess og hve miklar tekjur það hafði af auglýsingum. Varð nú blaðið miklu sjálfstæðara í skoðunum og ótrautt að flytja frjettir og fvlgja fram máli sínu, hver sem afstaða valdhafanna var. Jókst mjog hróður blaðsins við þetta, og barðist það á áratugunum eftir Napóleons-styrjaldirnar ein- dregið fyrir umbótum og auknu lýðræði gegn hinum rammíhalds- sömu stjórnum, sem þá sátu að völdum. Almenningsálitið. Fordæmi Times átti meginþátt í því að gera ensku blöðin óháð og heiðarleg í málflutningi. Með betri blöðum skapaðist nýtt vald í þjóð- fjelaginu: almenningsálitið. Öll lýð ræðisríki í fornöld og á miðöldun- um voru lítil borgarríki, þar sem mikill hluti borgaranna kom- ið saman á einu þingi og rætt mál- efni ríkisins. í hinum stóru þjóð- ríkjum nútímans verða slíkar um- ræður að fara fram í riti, ef þær eiga að ná til allra íbúa landsins, og hafa dagblöðin orðið einn höfuð- vettvangur þeirra. Með þessu var blöðunum fengið mikið vald í hendur, því að í þau eiga menn að sækja upplýsingar um skoðanir annarra og flestar þær staðreynd- ir, sem þeir byggja sínar eigin skoðanir á. Áhrif blaðanna á stjórn mál hafa líklega aldrei verið meiri en um miðja nítjándu öld. Var allt vald þá enn í höndum fárra stjetta og flokkshollusta ekki eins mikil og nú. Eftir aldamótin varð mikil breyting á þessu. Risu þá upp ný blöð, sem lögðu meiri áherslu á að skemmta mönnum en að hafa áhrif á skoðanir þeirra. Times var eitt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.