Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 13
USSBÓR MORGUNBLAÐSINS 625 orðinn nokkru minni, en hríðin var sót-dimm, sem fyrr. Þrátt fyrir það þótt jeg vissi að hin koldimma skammdegisnótt mundi skella á innan stundar, runnu á mig tvær grímur. Átti jeg að liggja hjer í kofanum matarlaus þar til jóla- dagsmorgun, eða átti jeg að leggja af stað með kindurnar og reyna að ná til bygða? Hvorug leið in var góð. Ef það væri tryggt, að icomið yrði bjartviðri á jóladags- morgun, þá var auðvitað betra að hírast í kofanum. En nú var alveg eins líklegt að veðrið versnaði aft- ur og þá var jeg enn verr settur. Eftir vandlega umhugsun, afrjeð jeg að leggja af stað til bygða og taka kindurnar með mjer, hvernig sem það kynni að útleiðast Færið var sæmilegt fyrir kindurnar, til að byrja með. En þó mátti búast við því, að nokkur þæfingur yrði í nýja snjónum, sem óðum hlóð niður ofan á hjarnið. Þetta reynd- ist rjett. Vindstaðan var nákvæm- lega á hlið — og var það eini veg- vísirinn. Ef vindstaðan heldist ó- breytt alla nóttina, þá taldi jeg nokkrar líkur fyrir því, að jeg næði bygðinni á jóladagsmorgun. En ef hún breyttist, var voðinn vís. Kindurnar gengu ágætlega fyrstu tvo til þrjá tímana. Jeg varð ein- ungis að gæta þess, að þær leit- uðu ekki undan veðrinu. En brátt tóku þær að hægja á sjer og þæf- ingurinn fór vaxandi. Þá tók jeg til gamals ráðs, sem löngum hefir gefist vel. Jeg rak tvær kindur, þær duglegustu, á undan, en Ijet hundinn reka hópinn á eftir. Þann- ig hjelt jeg áfram viðstöðulaust í tíu stundir og bar ekkert til tíðínda, því veðrið var nákvæmlega eins og hvergi sá á dökkan díl. Nú leit jeg á úrið og sá að það var eitt. Heima í sveitinni var fólkið sennilega að búa sig undir að ganga til náða, eftir að hafa lifað ánægjulega jólanótt. Þar höfðu allir borðað sig sadda, en jeg var löngu búinn með nesti mitt og var orðinn sársvangur. En það skifti þó minnstu máli. Hitt skifti meira hvort jeg væri á rjettri leið eða ekki. Um það hugsaði jeg fyrst og fremst. En er jeg var í þessum þönkum, rakst jeg á afar stóran stein, er stóð upp úr hjarninu. Stein þennan þekkti jeg strax og þá greip mig óumræðileg öryggiskend. Jeg var hjer um bil á rjettri leið. Hafði örlítið slegið undan veðrinu, en slíkt var auðvelt að leiðrjetta, þeg- ar jeg vissi hvar jeg var staddur. Þarna undir steininum hvíldi jeg um stund. Þá mundi jeg eftir því, að kindurnar tvær, sem urðu eft- ir í fyrri leitinni, áttu að vera svo sem hálftíma gang frá þessum steini. Væri ekki freistandi að leita þeirra á meðan hinar hvíldust? Og mundi jeg finna stóra steininn aft- ur? Það var vaíasamt. En samt lagði jeg af stað, og eftir nokkra leit fann jeg kindurnar. Þær tóku sprettinn þegar þær sáu mig og hurfu út í hríðina. En brátt tókst mjer að finna þær aftur og þá voru þær rólegri. Nú stefndi jeg með þær í áttina að stóra steinin- um, en fann hann hvergi þegar til kom. Jeg leitaði um stund og var alveg að verða vonlaus. Þá kom mjer til hugar, að hjer gæti ef til vill Lappi minn bjargað mjer út úr vandræðunum. Hann hafði oft gert það áður. Jeg skipaði honum að finna kindurnar og hann fór strax af stað. Jeg fylgdi honum eft ir og innan lítillar stundar vorum við komnir að steininumm. Hjer sannaðist það, að Lappi brást aldrei þegar á reyndi. Enn lagði jeg af stað og gekk nú betur en áður, því óþreyttu kind- urnar voru duglegri að fara á und- an og kafa snjóinn. Þannig helt jeg áfram þar til birta tók af degi á jóladagsmorguninn. Þá tók jeg mjer nokkra hvíld, því kindumar voru orðnar mjög þreyttar. En nú kom ekki til mála að gefast upp, því ekki var nema svo sem fimm km. leið eftir ofan að Selinu. Og þessa leið gerði jeg mjer vonir um að komast á þremur tímum. Lappi aðstoðaði mig dyggilega og hægt og hægt nálguðumst við bæinn. Það var bæði þreyttur og hungr- aður maður, sem barði að dyrum í Selinu þennan umrædda jóla- dag, rjett um hádegisbihð. En ail- ar þrautir hurfu eins og dögg fyr- ir sólu, er heimasætan opnaði bæ- inn og sagði: „Nei, ertu kominn lifandi. Guði sje lof“. ^ W W UNGUR maður ætlaði að bjóða sig fram til þings í sveitarkjördæmi og honum var mjög í mun að koma sjer í mjúkinn hjá sveitarfólkinu. Hann byrjaði á því að halda ræðu á gripa- sýningu þar og mælti þá á þessa leið: — Fyrir nokkru fanst mjer lífið í borginni alveg óbærilegt og einn fagr- an sunnudag greip jeg tækifærið að hrista ryk hennar af fótum mjer og fara gangandi upp í sveit. Leið mín lá fyrst meðfram grænum runnum og svo kom jeg út á fagurgrænt engi, sem tær og blár lækur liðaðist um. Þar við læk- inn stóð kýr, og var ákaflega rauna- mædd á svipinn. Þegar jeg fór að gá að hvernig á þessu stæði, þá sá jeg að kálfurinn hennar hafði dottið í lækinn og komst ekki upp úr honum aftur. Jeg veit að þið bændur skiljið það, að jeg var ekki lengi að hugsa mig um, held- ur stökk niður í lækinn og hjálpaði kálfinum upp úr. En hvað haldið þið að kýrin hafi gert? f stað þess að hugsa um kálfinn sinn kom hún rakleitt til mín og tók að sleikja mig allan hátt og lágt, rennandi blautur eins og jeg var upp úr læknttm. Og nú spyr jeg ykk- ur: Var þetta ekki hjartahrærandi tákn um þakklæti blessaðrar skepnunnar? — Ónei, kallaði einn áheyrenda. Hún hefur haldið að hún hafi eignast nýan kálf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.