Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 1
SKILNAÐUR REYKJAVIKUR OG SELTJARNARNESHREPPS UPPHAFLEGA var Reykjavík stærsta jörð, sem nokkru sinni hef- ir verið á íslandi. Land hennar náði yfir Kjósarsýslu, Gullbringu- sýslu og fjóra hreppa Árnessýslu, Wngvallasveit, Grai'ning, Ölfus og Selvogshrepp. En brátt saxast á iand þetta, þyí að Ingólfur var ó- spar á að miðla öðrum af landnámi sínu. Eru táldir 18 landnámsmenn, er hann fekk iönd, og er þá svo komið að land Reykjavíkur nær ekki yfir meira en Seltjarnarnes- hrepp og vestasta hluta Mosfells- sveitar. Og enn skerðist þetta land, því að sjálfstæðar jarðir rísa þar upp snemma, svo sem Nes við Sel- tjörn og Laugarnes. Örlyndi Ing- ólfs, sem kemur frarn í því hvern- ig hann brvtjar niður landnám sitt, verður trauðlega skýrt á ann- an veg en þann, að hann hafi ætlað sjer og afkomendum sínum að vera höfðingjar í þessu landi. En höfð- ingi gat enginn orðið nema sá, er hafði mannaforráð. Og að þeir feðgar hafi haft mannaforráð um alt landnámið, sjest á því er Þor- steinn Ingólfsson stofnar Kjalar- nesþing. Reykjavík var enn góð jörð, þrátt fyrir alt, og höfuðból hefir Landnám Ingólfs Arnarsonar og: land Reykjavíkur á söguöld. hún verið fyrstu aldirnar. Hafa þar um ráðið hin miklu hlunnindi hennar, svo sem selalátur í Örfiris- ey, trjáreki, æðarvarp í eyunum, laxveiði í Elliðaánum. Þá hafa og verið hjer ágæt fiskimið og fiskur oft gengið inn í Sundin. Þess vegna hefir jörðin getað framfleytt fjölda fólks og þess vegna rísa stöðugt upp nýar jarðir í landi hennar, þangað til svo er komið, að þetta höfuðból er orðið að kotjörð, hlunn- indin hafa lent hjá öðrum eða far* ið forgörðum, og avo verður Dana-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.