Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 2
46 —*r~Er LESBÓK MORGUNBIíAÐSINS konungur eigandi jarðarinnar. Nið- urlægingarsagan er löng og ömur- leg. Og þegar konungur gefur svo verksmiðjunum heimajörðina, þá er það ekki annað en kvosin, þar sem Miðbærinn stendur nú. REYKJAVÍK var þá jörð i Sel- tjarnarneshreppi. En árið 1803 er hún gerð að sjerstöku lögsagnar- umdæmi og fær sjerstakan bæar- fógeta. Lögsagnarumdæmið var miklu stærra en verslunarlóðin, því að innan þess voru Þingholt, Stöðlakot, Skálholtskot, Melshús, Melkot, Götuhús og Grjótaþorpið, og brátt bættist Landakot við. Þrátt fyrir þetta helst enn sam- bandið við Seltjarnames að nokkru leyti, því að fátækramálin voru sameiginleg og voru til þess alveg sjerstakar ástæður. Þegar eftir að verksmiðjurnar voru reistar hjer, og þó einkum eftir að verslunin var gefin frjáls og Reykjavík fekk kaupstaðar rjett indi, fór fólk að flykkjast þangað í atvinnuleit og margir settust þar að og komu sjer upp tómthúsbýl- um, eða hinum svonefndu kotum. Margt af þessu fólki var blásnautt og upp á aðra komið hvenær sem versnaði í ári. Jukust því sveitar- þvngsli óðum af þessum sökum. Kotin voru ekki öll innan lögsagn- arumdæmis Reykiavíkur, því að mörg höfðu verið reist í löndum Hlíðarhúss, Sels og Arnarhóls, en þær jarðir voru í Seltjarnarnes- hreppi. Þeir, sem í þessum kotum bjuggu, höfðu aðalatvinnu sína hjá kaupfnönnum bæarins, og það var sú atvinnuvon, sem hafði dregið þá hingað. En þegar nú þessir menn gátu ekki sjeð fyrir sjer og sínum og urðu bónbjargarmenn, þótti það ekki sanngjarnt, að Seltjarnarnes- hreppur kostaði framfærslu þeirra. M'ir.di það hafa orðið honum of- raur. fjárhagsíega, ef hartn hefði oröiö að sjtj þesau -bjtqrgþrota fólki farborða. Þótti því sann- gjarnt að Reykjavík tæki þátt í framfærslu þess, þar sem hún naut vinnukrafta þess. Þessi var megin ástæðan til þess að bær og hreppur höfðu sameig- inlegt fátækraframfæri um langt skeið. Það er dálítið einkennilegt, að vaxandi bygð varð upphaflega til þess að þröngva svo kosti Reykja- víkur, að höfuðbólið varð að kot- jörð. Og nú þegar Reykjavík er orð- in sjerstakt lögsagnar umdæmi, þá er það vaxandi bygð, sem þröngv- ar enn kosti hennar. Óáran og fisk- leysi hjálpaði þar einnig til. Og árið 1806, eða þremur árum eftir að bærinn var gerður að sjerstöku lögsagnarumdsémi, er ástandinu hjer lýst á þennan hátt: „Fjöldi tómthúsmanna er hjer allrar bjargar laus, jafnvel bændur og það ekki einn, heldur allur fjöldi, sem við vissum að fyrir fá- um árum voru velmegandi og áttu drjúga peninga fyrirliggjandi, eru nú ekki alleina fjelausir, heldur komnir í stórskuldir. Verslun öll hin versta. Kaupmenn neita um lán og halda vörum sínum dýrum, sjer í lagi móti peningum, sem þeir nú hafa sett niður um 10—20% móti sveitar og sjávarvörum“ . Þá voru innan lögsagnar um- dæmisins 446 íbúar, þar af ekki nema 134 vinnufærir menn. Þótti forráðamönnum nú þungiega horfa og var gripið til þess ráðs, sem enn þykir hið mesta þjóðráð á ýmsum stöðum, að reyna að hefta aðflutning fólks, og þá einnig að koma þurfamönnum af höndum sjer. Finnur Magnússon var þenn- an vetur settur bæarfógeti í stað Frydensberg, sem var ytra. Hann gaf út auglýsingu í mars og var hún kynt almenningi með því að lesa hana í þrjedikúnaísfóli Hrkj- unnár. Þar er öllu útánveitarfólki 4 kaupstáðmun og tiliieyráödi kot- um“ skipað að hafa sig á burt fyr- ir fardaga, ef það geti ekki sann- að að það sje sjálfbjarga. Enn- fremur er öllum húsráðendum í kaupstaðnum og kotunum strang- lega bannað að hýsa utansveitar- fólk, nena með samþykki bæar- fógeta. A.fleiðingin af þessu varð sú, að á næstu tveimur árum fækk- aði fólki hjer um 90 manns, eða rúmlega 20 af hundraði. En þrátt fyrir það jukust sveitarþyngsli meira en um helming. UM ÞESSAR mundir var það að Gunnlaugur Briem sýslumaður kom frarn með þá uppástungu að leggja Seltjarnarneshrepp undir Reykjavík. Vildi hann að embætt- ismenn fengi jarðirnar á Seltjarn- arnesi til afnota, svo að þeir gæli haft þar búskap og framleitt land- búnaðarafurðir. Jafnfrámt yrði þá lokið allri óánægju út af fátækra- málunum. En þeir Frydensberg bæarfógeti og Trampe stiptamt- maður snerust báðir öndverðir gegn þessari tillögu. Trampe var algjörlega mótfallinn því að em- bættismenn fengi bújarðir, en Frydensberg óttaðist að sveitar- þyngsli mundu mjög aukast. Er Hklegt að hann hafi þá borið fyrir brjósti hag hinna dönsku kaup- manna, því að þeir voru altaf að rífast út af því að þurfalingar settust hjer að. Er álit Frydens- berg mjög í samræmi við álit kaupmannanna, að til Reykjavíkur og Seltjarnarness flykkist allskon- ar hrakmenní (Uuskud) þegar vel fiskasl, hlaði þar niður börnum, og þar sem fæðingarhreppur haíi framfærslu skyldu, þá sitji hrepp- urinn og bærinn uppi með það alt þegar harðnaði í ári. Tveimur árum seinna hófst ó- friðurinn milli Dana og. Englend- mga og var þá alt á hverfandi hveli hjer og menh höfðu um apn- að að hugóa ec ahka ^mámun. sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.