Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 4
48 " ^ LESBÓK morgunblaðsins væri og ef til vildi á því, að Reykjavík reyndi að stjaka mönn- um frá sjer og fá þá til að setjast að í Hreppnum, og geta þannig haft hagnaðinn af vinnu þeirra, en varpað framfærsluþunganum yfir á hrtppinn. Áður en stiftamtmaður lagði frumyarpið að nýu fyrir embættis- mannanrfndina (1841), leitaði hann álits bæarfulltrúa og fátækra- stjórnar ba/ar og hrepps. Og nú brá svo undarlega við, að þeir æsktu allir eftir skilnaði. Hafði fátækrastjórnin athugað útgjöld bæar og hrepps til þurfamanna seinustu 12 árin, og á þeim tíma hÖfðu Reykvíkingar greitt 5181 rdl., en hreppurinn 2220 rdl. Eftir því gæti skifting farið fram eftir hlutfallinu 26:11 og væri sú tala líká rjétt, ef tekið væri tillit um mánnfjolda x hrepp og bæ. Með þessu var hnúturinn leyst- ur að kalla, áður en málið kæmi til embættismannanefndarinnar. Ræddi hún því aðallega um hvernig skilnaðinn skyldi fram- kvæma að öðru leyti. Taldi hún víst að í fyrstu myndi rísa upp ýmis vafamál, en á hitt bæri fremur að líta, að eftir skilnaðinn yrði stjórn fátækramálanna einfaldari og ó- brötnari og „stjórnendur fátækra- málefnanna fengi meira ráðrúm og næði og meiri festu í störf sín eri ella.“ EITT AF vandamálum skilnaðar- ins var það, hvar ætti að lenda þeir þurfamenn, sem dvalist höfðu sitt á hvað í hreppnum og bæn- um. „Nefndin áleit að leysa mætti þetta þannig, að bæinn og hrepp- inn væri í tilliti til annara hreppa að álíta hin fyrstu árin eftir skift- in sem eitt, en að því leyti vafi væri á hvort hreppur eða bær ætti að annast einhvern þurfaling, þá skyldi þessi vera þar sveitlægur er hárin hefði dvalist hinn mesta hluta af 5 árum, ellegar þó heldur sjerhver þurfamaður verða sveit- lægur þar sem hann væri, þó hann eftir skilnaðinn þyrfti á styrk að halda, þegar hann fyrir og eftir skilnaðinn hefði dvalist til samans í bænum og hreppnum um 5 ára tíma“. Lagði nefndin svo til að sjerstakri nefnd yrði falið að sjá um skilnaðinn og skiftin og ætti í henni að vera þáverandi fátækx-a- stjórn og nokkrir dánuinenn, sem amtmaður tilnefndi. Það er sennilega Stefáni Gunn- laugssyni mest að þakka að svo hljóðalítið náðist samkomulag um þetta mál. Hann var einn í þeirri nefnd er embættismannanefndin fól að athuga málið, og hann var einnig bæarfógeti hjer og formað- ur bæarstjórnar. Hann hafði frá öndverðu talið að báðir aðilar hefði hag af skilnaðinum og gat beitt áhrifum sínum í embættis- mannanefndinni og bæði gagnvart bæarfulltrúum og fátækrastjórn. Hitt hefir hann ekki látið sig neinu skifta hvað kaupmannaklíkan í bænum vildi. MÁLIÐ var nú aftur sent Kansellí. Það ráðgaðist við Rentukammer um það, og var Rentukammer því fylgjandi að skilnaður færi fram. En málið var þó saltað um sinn, vegna þess að nú stóð til að end- urreisa Alþingi og mun Kansellí hafa þótt rjett að málið kæmi til þess kasts. Alþingi kom svo saman sumarið 1845. Stjórnin lagði þá fyrir það frumvarp til reglugerðar um stjórn bæarmálefna í Reykjavík, og segir svo í 1. gr. þess: Kaupstaðurinn Reykjavík skal framvegis eins og áður eiga þing sjer með takmörkum þeim, sem þinghánni eru sett í konungs úr- skurði 24. febr. 1835. Skal þó sam- bandi því, sem er á milli fátækra- stjómar kaupstaðarins og Sel- tjarnarnesshrepps slitið. Skal skiln- aður þeirra hefjast um byrjun hins fyrsta reikningsárs eftir að þessi tilskipun vor er flutt til Reykja- víkur. Upp frá þessum tíma skal fátækramálefnum í Seltjarnarnes- hreppi stýrt á sama hatt, sem í öðrum hreppum, en í .Reykjavík skal stjórn á fátækramálefnum löguð samkvæmt reglum þeim, sem settar eru í reglugerð um fá- tækrastjórnir hvorutveggja, þó skulu í nefnd þeirri, er stjórn hefir á hendi, einungis sitja dómkirkju- prestur, bæarstjóri og 2 fátækra- stjórar. — Fje því, er fátækra- hrepparnir eiga saman, svo og á- lögum, skal skift eftir hlutfalli 26 : 11. — Þessi skifti skulu gerð af nefnd þeirri, er hefir haft sam- eiginlega fátækrastjórn í báðum hreppum, ásamt 5 dánumönnum, 2 úr Reykjavík og 3 úr Seltjarnar- neshreppi og skal amtmaður kjósa þá.--------- Þingið kaus þegar í upphafi nefnd 5 kunnugra manna til þess að athuga málið og voru í henni Þorgr. Thomsen skólaráðsmaður, Árni Helgason stiftprófastur, Helgi G. Thordersen prófastur, J. John- sen assesor og Jón Sigurðsson stúdent. Var og farið fram á það að Jón Guðmundsson veitti nefnd- inni aðstoð sem sá maður er best vit hefði á þessu. Helstu breytingar sem nefndin gerði voru þær, að fátækrafulltrúar í Reykjavík, yrði þrír, og að amt- maður tilnefndi ekki menn í skila- nefndina heldur yrði þeir kosnir af bæarstjórn og hreppsbúum, „þar eð vjer getum ekki treyst amt- manni eins vel og hverjum þess- ara fyrir sig til að kjósa þá, sem best sje kjörnir til þessa starfa“. Konungsfulltrúi lagðist fast á móti því, að Seltirningar fengi sjálfir að kjósa fulltrúa sína, en því var ekki skeytt og frv. sam- þykt með þessum breytingum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.