Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 6
50 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Skástrvkuðu blettirnir sýna hvernig Seltjarnarneshreppur leit út eftir stækk- un Re.vkjavíkur 1923. hitt voru annexíur. Árið 1794, þeg- ar byrjað var á dómkirkjusmíð í Reykjavík, var birt konungleg til- skipun um að leggja niður Laugar- nesskirkju, vegna þess að hún væri komin að hruni, og bæta sókninni við Víkursókn. Þrem^ir árum seinna kemur svo annar Konungleg- ur úrskurður um það að Neskirkja skuli lögð niður og sókninni bætt við Víkursókn. Segir Jón biskup Helgason að Seltirningar hafi tek- ið þessu dauflega, en ekki fengið við ráðið, Neskirkja hafði þá ver- ið endurbygð fyrir skömmu og var hið stæðilegasta hús. En í of- viðrinu mikla hinn 9. janúar 1799 (þegar sjávarflóð sópaði burt Bás- endakauptúni) fauk Neskirkja. Upp írá því var Dómkirkjan eina guðshúsið á Seltjarnarnesi og þang- að áttu allir hreppsbúar kirkjusókn upp frá því, svo að í kirkjumálum hefir samband hrepps og kaup- staðar haldist síðan. NÆST ER svo að segja frá út- þenslu Reykjavíkur. 1894 voru sett lög um það, að jarðirnar Laugarnes og Kleppur skyldu lagðar undir lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur frá fardögum. Höfðu Seltirningar þó barist með hnúum og hnefum gegn því. 1923 voru sett lög um það, að jarðirnar Breiðholt, Bústaðir og Eiði skyldu lagðar undir lögsagn- arumdæmi og bæarfjelag Reykja- vikur, og jafnframt heimilaðist Seltjarnarneshreppi vatn og raf- magn frá Reykjavík, gegn því að greiða kostnað við að koma því þangað. „Frá sama tíma var og raf- mangsstöðin við Elliðaár ásamt íbúðarhúsi og lóð, svo og Elliða- árnar með árhólmanum, árfarveg- unum og landi á austurbökkum ánna er þarf til byggingar þeirra mannvirkja, er þurfa þykir fram- vegis til hagnýtingar vatnsorkunn- ar að fullu og vegna laxveiðinnar og starfrækslu hennar, úr landi jarðanna Ártúns og Árbæar í Mos- fellssveit, lögð undir lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur“. Eftir þessa breytingu var Sel- tjarnarnesshreppur orðinn einhver einkennilegasti hreppur á landinu, vegna þess hvað hann var í mörg- um molum. Fyrst var nú Framnes- ið sjálft, svo var Skildinganes um- lukt Reykjavíkurlandi, svo voru bæirnir Digranes, Kópavogur og Fífuhvammur á einni skákinni, á fjórðu skákinni voru bæirnir Vatnsendi, Elliðavatn, Hólmur og Lækjarbotnar, og svo voru eyarn- ar hjer úti fyrir. 1929 voru svo jarðirnar Ártún og Árbær að fullu innlimaðar lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur. 1931 voru enn sett lög um stækk- un lögsagnarumdæmis Reykjavík- ur. Þá voru undir hana lagðar jarðirnar Þormóðsstaðir og Skild- inganes „ásamt öllum lóðum og löndum, sem seldar hafa verið frá þeim, svo og verslunarstaðurinn Skildinganes við Skerjafjörð“. Var svo ákveðið að fyrir árslok 1932 skyldu fara fram endanleg fjárskifti milli Reykjavíkur og Seltjarnarnesshrepps, þar á meðal væntanleg skaðabótagreiðsla til hreppsins og Kjósarsýslu vegna laga þessara, og Reykjavík var gert að skyldu að kaupa vatnsveitu Skildinganesskauptúns. 1942 voru sett lög um að Reykja- vík mætti taka eignarnámi spildu af landi jarðarinnar Vatnsenda í Seltjarnarnesshreppi til þess að auka við fyrirhugað friðland Reyk- víkinga á Heiðmörk. 1943 fer svo fram mesta stækk- un lögsagnarumdæmis Reykjavík- ur. Þá eru undir hana lagðar jarð- irnar Elliðavatn og Hólmur í Sel- tjarnarnesshreppi, „ásamt lóðum og löndum, er úr þeim hafa verið seldar, svo og spilda sú úr landi Vatnsenda, er Reykjavík kann að taka eignarnámi“. Ennfremur jarðirnar Grafarholt (að svo miklu leyti sem eignarnámsheimild nær til), Gufunes, Keldur, Eiði, Knúts- kot, Korpúlfsstaðir, Lambhagi, ný- býlið Engi, Reynisvatn og jarðar- hlutinn Hólmsheiði í Mosfellssveit,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.