Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 7
LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS liögsagnanundæmi Reykjavikur. Nú þarf ekki að bæta blettum til þess að þaó nái yfir alt land Víkur að fornu. nema Btofjö/f nokkrum ásamt öllum lóðum og löndum, sem seldar hafa verið úr þeim. SKÖMMU eftir að þetta var, fer Digranesháls að byggjast, alt út á Kársnes. Ríkissjóður á þetta land og úthlutaði því til ræktunar, en ekki var til þess ætlast upphaflega að þar risi bygð, nema hrepps- nefnd Seltjarnarness leyfði. Mikil eftirsókn var að löndum þarna og fengu færri en vildu. Sýnir það best hvað Reykvíkingar eru sólgn- ir í að fá land til ræktunar og kom- ast í samband við gróðurmoldina, því c.ð það voru Reykvíkingar, sem lc'gðu Digrar.esháls undir sig. Til þess að geta hagnýtt löndin urðu þeir að byggja þar skýli, og vegna húsnæðiseklunnar í Reykja- vík, urðu brátt úr skýlunum íbúð- arhús. Þau þutu þarna upp, hvað sem hreppsnefndin sagði, og hún rjeði ekki neitt við það hverjir fluttust inn í hreppinn á þennan hátt. Út af þessu varð svo óánægja, sem leiddi til þess, að nýbýlahverf- ið sagði sig úr lögum við Seltjarn- arnesshrepp. Var þar stofnaður sjerstakur hreppur árið 1947 og heitir Kópavogshreppur, og undir hann lagðar jarðirnar Digranes, Kópavogur, Fífuhvammur, Vatns- endi, Geirland, Gunnarshólmi og Lögberg (Lækjarbotnar). Hrepp- ur þessi er í þremur skákum, nesið sjálft, Vatnsendaland umkringt R,eykjavíkurlandi og efst þrjú býli út af fyrir sig. En Seltjarnarness- hreppur er nú ekki orðinn annað en totan fyrir framan Lambastaði og svo eyarnar. ÞESS GETUR áreiðanlega ekki orðið langt að bíða, að lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur verði látið 51 ná yfir alt Seltjarnarnes, og hverf- ur þá Seltjarnarnesshreppur úr sögunni. En Kópavogshreppur hinn nýi á líka að sameinast Reykjavík. Hann er hvort sem er ekki annað en úthverfi Reykjavíkur og verð- ur að byggja tilveru sína á Reykja- vík. Þar eru engin atvinnufyrir- tæki, er geti veitt íbúunum at- vinnu. Hana verða þeir að sækja til Reykjavíkur. Þeir eru og al- gjörlega upp á Reykjavík kornnir með vatn og rafmagn, og eðlilegast er að Reýkjavík sjái þeim fyrir bættum samgöngum. Rás örlaganna verður ekki stöðv- uð. Sá búhnykkur Magnúsar Stephensen landshöfðingja, að taka Seltjarnarnesshrepp af Gullbringu- sýslu og skeyta honum við Kjósar- sýslu, hefir ekki reynst haldbært nje heppilegt fyrirtæki. Lögsagn- arumdæmi Reykjavíkur er komið sem fleygur milli sýslanna, alt suður að takmörkum Árnessýslu í Bláfjöllum, en með smáblettum inn á milli, sem enn teljast sjerstakir hreppar. Að því hlýtur að koma, áður en langt um Hður, að þessir blettir allir hverfi inn í lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur. Innilokunarstefnan hefti mjög vöxt og viðgang Reykjavíkur fyrr- um. Sumum finst nú nóg um frjáls- ræðið, þar sem svo virðist að hver sem vill geti sest hjer að. En þetta tímanna tákn hefir haft endaskifti á fyrri reynslu. Aðstreymi fóiks og vaxandi bygð er áður kom Reykja- vík í kútinn, hefir nú reist hana á legg til meiri virðingar en nokk- uru sinni áður. Hún hefir þurft og þarf enn aukið alnbogarúm. Og alt bendir til þess, að þess verði ekki langt að bíða, að land henn- ar nái yfir alt land jarðarinnar Víkur, eins og það var á Ingólfs dögum, eftir að hann hafði skift landnámi sínu milli þeirra manna, er seinna komu. Á. Ó,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.