Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 53 Skógarbýli í Finnlandi. unum kringum bæina í skógarhafinu en fyrir íslenskum túnum í órækt- aða landinu, þegar litið er yfir það úr flugvjel. Skóglendið í Finnlandi er um 1100 kílómetra langt frá norðri til suðurs og nokkur hluti þess er fyrir norð- an heimskautabaug, svo að það ræð- ur að likrm, aðv groskan sje mjóg mismunanGi. Nyrsti hluti landsins er þakinn freðmýrum og skógurinn verður bæði gisnari og rýr'ari er norð- ar dregur. Árið 1918 var finnsku skógarrannsóknastofnuninni komið á fót, undir leiðsögn ágæts vísinda- manns, Ilvessalo prófessors, og árið 1922—’23 fóru fram mælingar á öllu skógarmagni landsins og árs- vextinum,,og samskonaf mælingar voru gerðar á ný fimtán árum síð- ar. Samkvæmt þeim telst svo til, að ársvöxtur skóganna nemi alls 45.7 miljón rúmmetrum, eða sem svafar samfeldum hlaða 45.7 metra háum og heilum ferkílómetra að grunn- fleti. En í meðalári höggva Finhar að meðaltali um 36 miljón rúm- metra og ef auk þess er gert ráð fyrir að. um 5 miljón rúmmetrar fari í súginn þá verður nýtingin þó alltaf nokkru minni en vextinum nemur. í Noregi og Svíþjóð söfnuðust víð- áttumiklir skógar á einstakra manna hendur. Þeir keyptu skógana undan jörðunum og náðu þannig i viðáttu- miklar torfur, en tmábændurmr sem selt höfðu skógana undím jörðum sínum urðu síðan að vinna fyrir sultarkaupi hjá stóreignamömnmum við að höggva sama skóg, sem þeir höfðu sjálfir átt áður. í Finnlandi fór í öfuga átt. Það sein af er þess- ari öld hefir verið unnið að því að bændur eignuðust býli sín sjálfir. 1 byrjun aldarinnar var meira en helm- íngur allra finnskra bænda leigulið- ar, og-liöfðu þeir að vísu leyfi til að nota skóg jarðarinnar til eigin þarfa, en ekki að höggva timbur til sölu. En 1918 voru sett lög, sem gerðu á- búendum kleift að eignast jarðirnai' með góðum greiðslukjörum, og þá um leið skógarítak, sem nægði þeim til eigin þarfa. Við þetta bfeyttist ástandið svo, að í stað fárra og stórra skógareigenda urðu þeir margir og smáir. Rikið hefir einnig miðlað bændum af opinberum jarðeignum til að stofna nýbýli og' enda kéýpt stórjarðir og bútað þær sún'dUr'í smá- býli. sem svo voru seld. Þegíur um 400.000 manns urðu að flýja úr þeim hjeruðum, sem Rússar tóku, varð hið opinbera að sjá þessu fólki fyrir jarð- næði og studdi það vitanlega að fjölg- Un smábýlanna. Af skógareigendum í Finnlandi eiga 75% minna en 5Q hektara skógar, og var þetta samtals 27% af skógum 'Finnlands. Hins- vegar áttu aðeins 6 skógareigendur af hverjum þúsund meira en 500 hektara skóglendi, sem var samtal3 12% af öllum skógum Finnlands. En skógareign tæps fjórða hluta bænda er einhversstaðar milli 5 og 500 hektarar og er yfir 60% af skógun- um á höndum þessa f jórða hluta, sem eru hinir eiginlegu „skógarbændur“ landsins. Smábændurnir, sem eiga innan við 5 hektara, hafa litið aflög'4 uœíram smíðavið og eldsneyti. | -A ■ *-a- J Timburvorkrmiðja ■ 9^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.