Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 10
f LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 54 * n. Skógarhöggið í Finnlandi hvílir íremur á bændunum sjálfum en sjer- stakri stjett „skógarmanna". — Það er eitt aí störfum bóndans og stundað é þeim tíma árs, sem hann hefir helst aflögu þ. e. að vetrinum. Þá annast konur og krakkar gegningarnar, en bóndinn „fer í verið“ og heggur skóg. Skógarhögg hefir jafnan verið mikilsverður atvinnuvegur í Finn- landi. en verðmæti þess fyrir þjóðar- búið hefir farið hraðvaxandi á síð- ari áratugum, síðan þjóðin fór að hagnýta skógana til þess að breyta þeim í trjákvoðu og pappír. En hlut- fallslega er meira notað af skógum til heimilisins í Finnlandi en t. d. í Noregi og Svíþjóð. Rafmagn er miklu minna til heimilisnota í Finn- iandi en hinum löndunum og meira notað af skógi til eldiviðar. Til sveita þekkist ekki annar eldiviður en timbur, og í bæjunum er mjög lítið af innfluttu eldsneyti, þ. e. kolum og koksi. Skógurinn er aðal hitagjafi þjóðarinnar um leið og hann veitir henni sl:jól. Þó að múrsteinsfcrennsla sje mikil í Finnlanc.i eru timbur- byggingar yfirgnæfanii til sveita þar. Nota Finnar um þriðjung alls skóg- arviðar til heimilisþarfa, þ. e. smíða og eldsneytis. Um 8% af timbrinu íiytja þeir til útlanda, ýmist sagað eða óunnið, en nær helmingur fer í s< gunarmyilurnar eða trjákvoðu- og puppírsgerðimar. Síðasta áratuginn hjfir útflutningur af söguðu timbri numið um 200.000 standördum á ári, en sögunarmyllurnar í landinu eru um 600 alls. Sjerstök ástæða er til að minnast á krossviðarframleiðslu Finna, sem er tiltölulega ný af nálinni en hefir aukist mjög hratt. Fyrsta krossvið- argerðin var stofnuð 1912, en nú eru þ.er yfir tuttugu og framleiða um 200.000 snrálestir á ári. Aðeins 4% æ framleiðslunni er notað í landinu sjálfu svo að krossviðurinn veitir þ.óðir.ni drjúgan erlendan gjaldeyri. Þessi framleiðsla byggist á birki- skógunum, sem henta mjög vel í krossvið, enda er sá finnski viður- kenndur fyrir gæði, og selst um all- an heim. Líka má geta þess, að um 90% af öllum tvinnakeflum í hejm- ir.um eru gerð í Finnlandi. Um 3—4 þúsund smálestir af þeim eru fluttar úr landi á ári hverju. Þessi fram- k ðsla byrj aði 1870 og nú eiu 7 stór- ar tvinnakc flagerðir í Finnlandi. Þá er og mikið flutt út af srrúðuðum hvagögnum, einkum úr fcirlci. Og finnsk timburhús, alsmíðuð og til- bóm til uppsetningar, hafa fengið ir.ikinn markað bæði í Englandi og Ameríku. En allt þetta verður þó ljett á metunum þegar það er borið saman viö út.lutning trjákvoðu og pappirs. I þeirri grein hafa framfarirnar oið- ið mestar í Finnlardi og átt drýgst- an þát ; í því að aul .a verðmæti skcg- anna. Finnar hófu pappírsframleiðslu árið 1670, en það var ekki fyrr en um 1860, er aðferð fannst til að vinna pappír úr trjátægjum, að veru- legur skriður* komst á framleiðsluna. Hve stórkostleg hún er orðin nú, rná marka á því, að árið 1948 ium pappírs- og trjákvoðuútflutningurinn rúmum helmingi alls útflutnings, eða 29 miljarð mörkum, og timbur og smíði úr timbri yfir 42% af heild- arútflutningnum. Skógurinn stóð með öðrum orðum undir 93.5%, af öllum útflutningi þjóðarinnar, eða svipað því sem sjávarafurðirnar gera hjá okkur í góðum fiskiárum. Það verður því augljóst að Finn- ar eiga afkomu sína fyrst og fremst undir skógunum. Þeir vita það og reyna að gæta þess fjársjóðar eins vel og unt er. Til dæmis munu hvergi á Norðurlöndum vera jafn góðar ráðstafanir til að vama skóg- areldum og í Finnlandi. Og Finnar leggja stund á að halda skógunum við og bæta þá, t. d. með því að ræsa fram mýrlend skógarsvæði og rækta innfluttctr trjátegundir, sem þykja gefast betur t. d. í Finnmörku en stofninn sem var þar fyrir, og hefir úrkynjast sökum vanhirðu. Skógur- inn er sá fjársjóður, sem þjóðin má ekki missa. Og jafnframt er ósleitilega unnið að því að gera skógarviðinn sem verðmætastan, og framleiðsluna scm fjöloieyttasta, þannig að breyta mcgi til mei hana, ef verðíall verður á einni vörutegund, og framleiða eilt- hvað annað í staðinn. Árin eftir stríðið hefir verðið á skógarafurðum verið hagstætt og þetta hefir bjargað þjóðinni yfir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.