Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 16
60 ‘5i LESBÖK MORGUNBLAÐSINS SKAUTAMÓT. — Sunnudaginn 14. janúar s.l. hófst hjer í Reykjavík Skautamót Skautafjelags Reykjavíkur, o? keptu þar karlar, stúlkur op drengir. Veður var hið ákjósanlegasta, skautafæri gott, og áhorfendur skiftu þúsundum. Má hjer á myndinni sjá nokkurn hluta þeirra á tjarnarbakkanum í Tjarnargötu, en úti á ísnum eru dómarar og keppendur. Ekki gátu öll hlaupin farið fram þennan dag, og var eftir að keppa í 1500 m. og 5000 metra hlaupum. Þau áttu að fara fram á sunnudaginn var, en þá gaf ekki. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Verðlaun fyrir leikrit. Fyrir 60 árum birti „ísafold" aug- lýsingu um það, að fjelag nokkurt í Reykjavik byði 500 kr. fvrir þjóðlegt íslenskt leikrit, vel samið. í 3—4 þátt- um, „sem verið sje hjer um bil þrjár klukkustundir að leika“. Átti leikritið að vera um efni úr sögu eða daglegu lífi þjóðarinnar. Hugmyndina að þessu átti Þorlákur Ö. Johnson og fekk hana 20 menn í fjelag meó sjer, þar á með- al Indriða Einarsson og B.iörn Jónsson ritstjóra. Bárust fjelaginu fjögur hand- rit, „tvö fráleit að efni og formi, af hinum tveimur er annað vandað og vel samið rit, en getur ei kallast leikril, heldur kafli úr sögu landsins í samtali og eintalsformi. Hið fjórða má að visu sýna á leiksviði hjer, en er gallað". Verðlaun voru því ekki veitt, en nú var heitið 1000 kr. verðlaunum, fyrir leikrit, er gæti verið búið til sýninga 31. mars 1893. Þetta sýnir að menn hafa verið stórhugaðir í fátækt sinni fyrir aldamótin. Þá var ekkert Þjóð- leikhús og íbúar Reykjavíkur 10 sinn- um færri en nú. En verðlaun þessi eru á borð við 20.000 krónur nú. Siemsen og Zimsen. Þýskur maður, Garl Franz Siemsen, reisti fyrir 110 árum auStasta húsið í Hafnarstræti (þar sem nú er Hið is- lenska steinolíuhlutafjelag) og verslaði þar. Bróðir hans, Edvard Siemsen, var þar lengi verslunarstjóri. Hann var kvæntur islenskri konu, Sigriði Þor* steinsdóttur lögregluþjóns í Brunn- húsum. Siemsen verslunarstjóri var vel látinn af öllum. — Vestast í Hafnar- stræti (þar sem O. Johnson & Kaab- er eru nú) verslaði þá Niels Christian Havsteen og var mágur hans, Christen Zimsen þar verslunarstjóri, einstakt valmenni og rjettlátur i viðskiftum. Vegna þess hvað almenningi hætti til að blanda saman þessum tveimur hljómlíku nöfnum, Siemsen og Zimsen, komst brátt í vana að tala um „Sím- sen austur frá“ og „Símsen vestur frá“, sem menn þá líka köljuðu „betri Símsen", án þess þó að það fæli i sjer niðrandi dóm um hinn verslunarstjór- ann „austur frá“. (Dr. J. H.) Örn og lax. Sjera Frederick Metcalfe, sem ferð- aðist um ísland fyrir 90 árum, segir að. maður nokkui* í Laxárdal í Þingey- arsýslu hafi sagt sjer þessa sögu: Öm kom og læsti annari klónni í stóran lax sem lá undir bakka í Laxá. Þar var strengur í ánni og þess vegna tókst erninum ekki að hefja sig þegar til flugs með bráð sína. En til þess að láta ekki laxinn og strauminn draga sig, læsti örninn hinni klónni í ár- bakkann. Laxinn hamaðist og reyndi að slíta sig lausan og hann tók svo -fpst á, að örninn var nær genginn úr augnaköllunum. Fæturnir glenntust svo í sundur að hálf önnur alin var á milli klónna, sagði sögumaður. Sein- ast misti örninn takið i bakkanum, lax- inn tók sprett og dró örninn á kaf nið- ur í ána. Litlu seinna skaut erninum aftur úr kafi og læsti hann þá hinni klónni í bráð sína, breiddi úr vængj- unum og sveiflaði sjer upp úr ánni og hóf sig til flugs með laxinn í klón- um. Skygni Páls Vídalíns. Meðan Páll var skólameistari í Skálholti, sá hann eitt sinn í myrkrj um alt húsið og kvist í rjáfrinu, þar sem aldrei bar birtu á. Ljet hann síð- an bera ljós að, og var kvisturinn þar. Einu sinni svaf hann um nótt í Hösk- uldsstaðakirkju. En þegar hann fór á fætur um morguninn, sá hann ofan í gólfið og eins út í kirkjugarðinn, svo sem í gegn um glæan ís, og hvert mannsbein þar nokkrar álnir nið ur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.