Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1951, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1951, Side 2
326 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS háttum á Bessastöðum. Hvað var margt fólk þar? — Átta manns var í heimili þau árin, sem jeg var þar. En annars mátti svo segja að heimilið væri tvískift og lítill samgangur milli húsbænda og hjúa. Við vorum tveir vinnumenn og tvær vinnukonur og voru vistarverur okkar uppi á lofti og þangað gengið um bakdyr húss- ins. En niðri í stofunum var að- setur húsbændanna og þeirra fólks og það gekk altaf um aðaldyrnar. Þau hjónin skiftu sjer ekkert af fólkinu nema sögðu því fyrir verk • um. Það þótti Grími nóg. Hann ætlaðist til þess og treysti því að menn intu samviskusamlega af þöndum það sem þeim var ætlað að gera. En áður hafði þetta verið öðru vísi um frú Jakobínu, það heyrði jeg á fólkinu, sem hafði ver- ið þar á undan mjer. Þegar við vorum í mógröfum sagði það sem svo: — Nú er sú gamla sjálfsagt úti við einhvers staðar með kíkirinn til þess að sjá hvort við svíkjumst ekki um. Og einu sinni, er við vorum að heya á túninu í hvarfi frá bænum, þá sagði fólkið: — Nú er það leitt fyrir þá gömlu að geta ekki notað kíkirinn til að njósna um okkur. En ekki varð jeg var við það að hún fylgdist þannig með vinnu- brögðum fólks síns. Og aldrei heyrði jeg til húsbændanna stygð- aryrði nje ávítur. Einn þótti þó ókostur á húsfrey- unni, að hún var matsár. Þóttist fólkið aldrei fá nægju sína. Kæmi það þá fyrir að einhver kvartaði um þetta við Grím, fór hann til konu sinnar og sagði við hana að ekki mætti fólkið svelta. Batnaði þá viðgerningur næstu daga, en svo sótti í sama horfið aftur. Sífeldai kaupstaðarferðir. Annars var það einkennilegur búskaparsiður á Bessastöðum, að aldrei var keyptur neinn forði til heimilis. Þar var sami háttur á og í kaupstöðum, þar sem menn geta farið í búð á hverjuin degi, að varla var keypt meira í einu en svo sem til næsta máls. Af þessu leiddi það að altaf var verið að senda okkur vinnumennina til Reykjavíkur, aldrei sjaldnar en þrisvar í viku og stundum oftar. Fórum við þá á báti yfir Skerjafjörð þegar fært var, og lentum annað hvort í Skild • inganesi eða Görðunum. Ekki máttum við hafa segl á bátnum. það harðbannaði Grímur. Hefir hann líklega verið hræddur um að við myndum kollsigla okkur. Þetta voru erfiðar og leiðinlegar ferðir. Oft fengum við versta barn- ing og ágjöf. Og þegar yfir Skerja- fjörð kom, urðum við að fara til Jóns í Hólabrekku og fá ljeðan hjá honum handvagn inn í Reykja- vík og aka svo farangrinum á sjálf- um okkur suður í Skerjafjörð. Að því loknu urðum við að skila vagn- inum. Voru þessar ferðir hinn versti tímaþjófur, en ekki var horft í það. Víða urðum við að koma í Reykja vík, því auk verslunarerinda vor- um við venjulega með brjef og sendingar til hinna og annara heldri manna, svo sem Þórhalls lektors Bjarnarsonar, Sighvats Bjarnasonar síðar bankastjóra, Jónassens landlæknis, Magnúss Stephensen landshöfðingja og fleiri. Þau erindi var okkur kær- komið að rækja, því að alls stað- ar fengum við góðgerðir, kaffi og mat, og hvoru tveggja urðum við fegnir. Frúin skrifaði á miða alt sem við áttum að kaupa, og svo voru okkur máske fengnar 30—50 krón- ur í peningum, og var það ekki svo lítið fje á þeim árum, Mig minnir að við greiddum alt út í hönd nema vínföng. Þau keypti Grímur altaf í lyfjabúðinni, og þau voru tekin út í reikning. Okkur var skipað að láta verslanirnar skrifa á minnisblaðið hvað hver hlutur kostaði, og svo áttum við að skila Grími blaðinu þegar heim kom og gera honum reikningsskil. Var þá jafnan viðkvæðið hjá hon- um, þegar alt stóð heima: — Ágætt, ágætt, já, þetta er ágætt. Ef ekki gaf yfir Skerjafjörð, lá við að sultur yrði í búi, og þá var tekið það ráð að senda okkur landveg til Reykjavíkur, og bárum þá alt á Stóra-Brún. Jeg skal minn- ast betur á hann seinna. — Hvernig stóð á því að svona mikið þurfti til heimilis, þar sem ekki voru fleiri en átta heimilis- menn? — Það gerði gestagangurinn. Altaf voru að koma gestir, höfð- ingjarnir úr Reykjavík og útlend- ingar. Vissum við vinnufólkið minst um hvaða fólk það var, en gestagangurinn sagði til sín á þann hátt, að við urðum að fara fleiri ferðirnar til Reykjavíkur. Jeg sagði áðan að alt hefði verið keypt smám saman, en það er ekki alveg rjett. Á hverju hausti var keypt ein smálest af kolum og til þess ætlast að hún dygði allan veturinn. Var einnig brent mó, og tókum við venjulega upp úr tveim- ur gröfum á vori, en þetta var ljettur bálkamór, sem fuðraði upp og veitti lítinn hita. Fór og jafn- an svo, að kolalaust var orðið þegar kom fram á útmánuði. Ekki man jeg nú hvernig við fluttum kolin suður eftir, sennilega höfum við ekið þeim á handvagni suður að Skerjafirði. En hitt man jeg, að þegar heim kom, urðum við að bera þau upp á háaloft. Þar voru þau geymd. Engin önnur geymsla var fyrir þau, engin útihús nema

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.