Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1951, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1951, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 327 fyrir hey og búpening, en í kjallara var eldhús, búr og matstofa okkar vinnuhjúanna. Fanturinn hann Stóri-Brúnn. Jeg hafði það starf á hendi all- an ársins hring að hirða um sauð- fjeð og gæta þess að það flæddi ekki. Voru tvö hættuleg flæðar- sker þar við nesið og varð altaf að hafa vakandi auga á því að fje væri þar ekki þegar fell að. Grím- ur átti um 50 kindur og gengu þær allan ársins hring í Bessastaða- nesi. Hann hafði og milli 10 og 20 hross í nesinu, stóðmerar og 2 grað- fola, annan þrevetran en hinn 7— 8 vetra. Var sá brúnn að lit og hafði Grímur fengið hann austan úr Hornafirði. Hann var tröllvaxinn og ramur að afli og því kallaður Stóri Brúnn. Ekkert hafði hann sjer til ágætis nema vöxtinn og aflið. En Grími þótti ál-aflega vænt um hann, helt víst að hann mundi fá nýan Sóta undan honum, af því að hann var úr Hornafirði. Grímur tók af vinum sínum í Reykjavik og Hafnarfirði marga hesta til göngu í Bessastaðanesi. Voru það reiðhestar þeirra og mátti þá lita þar marga fallega fáka. Meðal þeirra er mjer minnis- stæðastur rauðstjörnóttur hestur, sem Gunnlaugur Briem verslunar- stjóri í Hafnarfirði átti. Var hann bæði fagur og tigulcgur á vclli og kostirnir cftir þvi. Einu sinni scm oftar kom jeg út i Bessastaðanes og sá þar furðulcga sjón. Stóri Brúnn hafði lagst aítan á þann rauðstjörn- ótta og Jjet Iiann bera sig á lcnd- inni, en sá rauðstjörnótti þandi sprettinn all hvað hann mátti mcð þessa laglegu byrði. Jeg reyndi að komast fyrir þá en tókst ckki þVí að svo var ferðin á þeim mikil. Lauk þessu á þann hátt að Stóri Brunn rcið hinn niður og sligaði liann svo að hann var máttlaus aö aítan. Ekki vildi Briem lóga þeim rauðstjörnótta, helt að honum mundi máske batna. En svo varð ekki. Hesturinn lifði við þessi harmkvfeli i nær tvö ár, og þá var honum lógað. Stóri Brúnn settur í fangelsi. Öðru sinni kom jeg út í nes og sá þá aðra merkilega sjón. Jeg sá hvar yngri graðfolinn stóð á miðjar síður úti í sjó, en Stóri Brúnn var þar á landi og hljóp fram og aftur, sýnilega til þess að varna hinum að komast á land. Og ekki var neinn efi á því að hann hafði hrakið folann út í sjóinn. Jeg hljóp heim og spurði Grím hvort hann vildi ekki koma með mjer út í nes, þar fengi hann að sjá sjón, sem honum mundi þykja merkileg. Hann vildi fá að vita hvað það væri, og er jeg hafði sagt honum frá aðförum Stóra Brúns, mælti hann: — Bölvaður fanturinn! Það verður að refsa honum fyrir þetta. Svo tók Grímur staf sinn og gekk með mjer út í nesið. Þar var alt við sama og áður. Þá skipaði hann mjer að handsama Stóra Brún og hnýta upp í hann snæri. Þegar jeg hafði gert það, sagði Grímur: — Nú setjum við hann í tugt- húsið fvrir þctta ofbeldi. Svo teymdum við Brún heim og stungum honum inn í hesthúsið. Þar varð hann að dúsa í þrjá daga um hásumarið. Það var refsingin, scm Grímur lagði á hann, tugthús- vistin. En ekki fór illa um Brún, því að eftir fyrirskipan Grims var honum gefin nýslegin taða á stall- inn á hvcrjum dcgi. Griinur vildi verða gamall. Ekki kyntist jcg Grími mikið þessi tvö ár, sem jeg var hjá hon- um. Iíann leit aldrci eftir neinu verki og aldrci varð honum að vcgi aö taka sjer hrifu i liönd til gam- ans, þegar verið var að þurka töð- una á túninu. Var hann þó ern enn. Hann var hár maður vexti og grannur. Altaf var hann á dökkum fötum með hvítt um hálsinn. Hann hafði þann sið á hverjum morgni er hann var klæddur, að taka sjer staf í hönd og ganga fram að hlið- inu, þar sem vegir skiftast. Er það drjúgur spölur og góð morgun- ganga. Stundum gekk hann út í nes. Önnur var ekki útivist hans nema þegar hann fór til Reykjavík- ur eða Hafnarfjarðar og þá altaí ríðandi. Aldrei fór hann í heim- sóknir til manna þar á Álftanesi og virtist yfirleitt ómannblendinn, nema þegar gestir voru komnir. Var hann kunnur að því að taka vel á móti gestum, en þegar eng- inn var kominn sat hann yfir bók- um. Altaf svaf hann á hörðu, svo að segja berum fjölum. — Það lengir lífdagana, sagði hann. Einu sinni spurði hann mig að því, hvort jeg heldi ekki að hann yrði langlífur. — Jú, allra karla elstur, svaraði jeg. Þá ljómaði hann af ánægju, því að hann vildi verða gamall. Eng- inn gat glatt hann innilegar með öðru en því, að óska honum langra liídaga. Á. Ó. 4 4 4 IIVEFiNlG haldið þið að það sje að lcika knattspyrnu á tunglinu, þar scm aðdráttaraflið cr svo litið og,mcnn svo Ijcttir á sjer, að þeir geta leikið sjer að þvi að hafa 30 fet. i einu skrofi? Það cr hætt við' að knattspyrnuvöllurinn yrði að vera nokkuð stór, liklega svo langur að markverðirnir sæi varla hvor annan. Og ekki væri nóg að hafa þar línuverði. Það yrði auk þess að hafa aðra verði iangt utan við völlinn til þcss að elta knöttinn. því að það mun hægt að spyrna hunum þar hálfan kiló- meter cða lcngru.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.