Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1951, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1951, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3C7 afskekkt, stöðvuöust þeir vöruflutn- ingar, sem nægt hefðu til þess að cfJa vöxt og viðgang borgarinnar. Nú er Sandhöfði ekki lengur í þjóð- braut, aðeins nokkur stór flutninga* skip leggja leið sína suður fyrir Ame- íiku, og fæst þeirra fara gcgnum Magellanssund. Enda þótt mjög hafi, dregið úr siglingum er verslun höfuðborgar hjeraðsins enn nokkur. Landið í kring er víðáttumikið og vel fallið til kvikfjárræktar. Er því rnikill útflutningur þaðan á ull og frystu kjöti. l>að annast borgarbúar ásaini iðnaði og dreifingu á innfluttiun af- urðuin út um sveitina, en viðskiptin hafa vissulega minnkað og bærinn staðið í stað. BORGARBRAGUR Megnið af byggingunum eru siðan um aldamót, hrörleg timburhús með ryðguðu eða rauðmáluðu bárujárns- þaki. Hefur þeim verið hróflað upp og umgengnin kringum þau verið hin lak- asta. Á stöku stað sjást steinsteyptar opinberar byggingar og nokkur múr- steinshlaðin hús. Flestar göturnar eru malarbornar og holóttar mjög, eða steinlagðar og ósljett ar, en aðalgatan er steypt, og svo eru luktarstaurarnir einnig, rjett eins og það væri nýja Lækjargatan. En hjer eru farartæki öll önnur. Gömlum bíl- skrjóðum er ekið með fullum hraða, lúðrar þeyttir i sífellu og ekki skeytt um neinar umferðareglur, enda eru árekstrar daglegir viðburðir. Ríðandi menn þeysa um göturnar og hestvögnum er ekið yfir gangstjettir sem annað. Karlar ganga um með sölu- vagna, brýningartæki og jafnvel vin- tunnur á hjólum, sem þeir selja úr á götuhornum og standa kerlingar og krakkar i hópum kringum þá. Þótt ibúðarhúsin sjeu yfirleitt ekki skrautleg og lítið sje lagfært í kring- um þau, er langt frá því að bærinn sje óþrifalegur. Borgarstjóri, sem er kven- maður, og áhugamenn í bæjarmálum, liaía gert sjer far um að prýða staðinn nteð fjölda af fallegum torgum og görð- um, skreyttum minnisvörðum af at- burðuin úr sögu hjeraðsins, fallega klipptum trjám og margskonar skraut- runnum og blómum. TRJAGRÓÐUR SANDHOFÐA OG REYKJAVIKUR Það er fróðlegt að gera samanburð á ti-játegundum Sandhöíðaborgar og Iteykjavíkur. Hjer getur að lita mörg hin sömu trje. Kunnuglega koma mjer fyrir sjónir reynitrje með rauðum berj- um, vindbarin og kalin í toppiniti silíur* reynir og kræklótt birki, sem er ekki hærra en birkið okkar heima. Mörg önnur trje eru sarat stór og falleg og heilir skógar eru hjer rjctt við bæinn með suðurhvelsbeyki og öðrum þar- lendum trjám. Það er athyglisvert hve syprustrje eitt vex hjer vel i görð- um. Það er klippt í sívala stróka eða notað í geröi. Annars er áhugi borgar- búa fyrir skógrækt lítill, og þessum rúmum 30 þús., sem hafast hjer \ið er eflaust margt annað betur gefið en um- hirða og ræktun. Megnið af íbúum bæjarins eru Indí- ánar eða af Indíánakynt Er það fremur ofrítt fólk og illa vaxið, lágt, útlima- stutt og hjólbeinótt. Það þjáist auð- sjáanlega af fjörefnaskorti, enda lifir það nær eingöngu á kindakjöti og skel- fiski. Hár þess er strítt og úfið af vindi, kinnbeinin há og rauðir dílar í gráu andlitinu. Þetta fólk er fremur áhuga- laust um allar framkvæmdir, enda eru flest meiriháttar störf unnin af fólki með hvitt hörund. A TILRAUNABtl HJERADSINS Senor Mario Habit, formaður tilrauna stöðvarinnar, ekur með mig um nágrennið og sýnir mjer staðinn. Við heimsækjum gróðrarstöðina hans Her- manns Mutschke Ross. Hann er ensk- þýsk-chileanskur, mjög viðfeldinn ná- ungi, fullur áhuga fyrir íslandi og sam- anburði á gróðri þess og Eldlands. Við skoðum stöð hans, blómagarðinn, trje og runna, jeg bragða á stórum berj- um, sem fjelagar mínir kalla Kalefate og segja að þjóðsagan segi að sá, sem borði þessi ber, komi aftur til Punta Arenas. Siðan er ekið út á tilraunabú staðar- ins og gengið i fjósið. Þar eru 30 svart- skjöldóttar kýr af Holstein kyni, stór- ar og stæðilegar. Fjósið er þrifalegt og vel byggt. Úti á akri standa sterklegir hestar og kollótt, ullarmikið fje. Senor Habit segir, að megnið af kindunum, sem fyrst voru fluttar inn, hafi drepist, og svo haf) það gengið i mörg ár, þar til sjerstaþur harðgerður stofn vald- ist úr, sem hafði mótstöðuafl gegn hin- um erfiðu lífsskilyrðum. Senor Habit vekur athygli mína á stórum súrheysturni, þeim eina í hjer- aðinu. Hann er hreykinn yfir þessari nýjung. Hjer eiga þeir við sömu erfið- leika að etja og við heima við hey- þurkun. Þeir eru allan daginn að breiða og taka saman, og eru í stöð- ugrl baráttu við vind og regn, Annars þurka þeir hcyið inni á tilöðugólfi, A tilraunabúinu standa tveir menn og snúa heyinu öllum stunduin þangað til það þornar, en siðan er því komið upp í sæti. Nokkrir tilraunareitir eru á stöðinni. Grastegundir, smári og aðrar belgjurtir eru að mestu leyti aðfluttar og þær sömu, sem við notum heima. Senor Habit hefur reynt að rækta alfa alfa og fengið það til þess að vaxa svo- lítið yfir sumarið. Ekki eru öll nytjagrös aðflutt. Er fróðlegt að sjá, hvort við getum ekki notað eitthvað af þeim innlendu teg- undum heima. Hafra og bygg rækta þeir hjer. En sumarið er eins og hjá okkur, ekki nægilega gott, til þess að kornið nái verulegum þroska. FERÐIN TIL RIO SECO Buenos dias! Það er barið að dyr- um og Senor Schults býðst til þess að aka með mig austur með strönd Mageil anssundsins. Á leiðinni förum við í gegnum stóra fjárhópa, sem verið er að reka til slátrunar. Þvílíkar kindur og þvílíkur fjöldi. Smalarnir eru ríð- andi, klæddir stórum skikkjum, með svarta, barðastóra hatta á spánska vísu og eru vigamannlegir mjög. Við stað- næmumst í skógarjaðri, og þar er jeg skilinn eftir með dökkutn dvergvöxn- um karli það sem eftir er dagsins. Skógurinn er mestmegnis úr suður- hvelsbeyki, einkennilegum, gömlum trjám, hálfrotnum og alþökktum snýkju plöntuin. Fræ er ekkert, en við tinum ber af runnum og lyngi. Jeg réika um skóginn og rekst á nokkrar afar falleg- ar blómplöntur og nokkrar belgjurtir með þroskuðu fræi. Á leiðinni heim förum við meðfram sjónum, framhjá sláturhúsinu, þar sem þúsundir máva sitja og gæða sjer á inn- yflum sauðkindanna. Himininn er heið- ur og blár og sjórinn rauðuí- af kinda- blóði. í fjarska standa tveiir menn á ströndinni og bogra yfir eihhverju. Við komum nær og sjáum að þar er lik á reki í fjöruborðinu. E£ til vill hefur einhverjum Indíánanum orðið laus höndin. Eða var það Spánverji sem fór heldur ógætilega með hnífinn sinn? í Punta Arenas eru slíkir viðburðir al- gengir, þvi hjer er að jafnaði framið eitt morð á mánuði liverjum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.