Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Page 4
\ 45$ ' r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r um beinst í aðrar áttir, einkum að 1 athugun hinnar efnahagslegu og r fjelagslegu próunar. Er þess síst r vanþörf, að állt kapp sje á það lagt að gera þessum hliðum ís- lenskrar sögu rækileg skil. Þær hafa verið mjög vanræktar til skamms tíma, og er vafalaust ætt- fræðiáhuganum þar að nokkru levti um að kenná. Það væri samt illa farið, ef leiðir skildust til fulls með r mannfræðinni og þeim fræðigrein- r um, sem fjalla um sögu og þróun r þjóðfjelagsins, og mundi það verða r báðiun aðiljum til tjóns. r Þekking manna á flestum svið- r um hefur stóraukist á seinni öld- r um. Nýjar vísindagreinar hafa ris- r ið upp, þar sem beitt er flóknum rannsóknaraðferðum, sem eru lítt meðfærilegar öðrum en sjerfræð- ingum. Leiðir vísindamanna og ósjerfróðra manna hafa legið sund- ur, þrátt fyrir aukna almenna menntun, og hætt er við því, að alþýðlegar fræðigreinar slitni úr öllu sambandi við hin kerfisbundnu vísindi. Svo gæti farið að mann- fræðin yrði smám saman að inni- r haldslausri fróðleikssöfnun, rót- r laus í hugsun samtíðarinnar, að- r eins gömul og sjerkennileg leifð r útdauðrar alþýðumenningar. Ef r svona á ekki að fara, verður að beina þeim, sem við ættfræði fást, inn á nýjar brautir. r Á það hefur oft verið bent, að r fámenni íslendinga og óvenju mik- il, og nákvæm mannfræðiþekking, gefi tækifæri til að framkvæma ' hjer ýmsar rannsóknir, sem væru r óviðráðanlegar með öðrum þjóð- r um. ísland gæti verið nokkurs kon- r ar tilraunastöð, þar sem auðveld- ' ara væri en annars staðar að at- r huga og reyna gildi vísindalegra ' lögmála. Það sem manni kemur einna r fvrst í hug í þessu sambandi, er r að nota mætti ættfræðina við rann- r sóknir í erfðafræði. Athuga mætti, hvernig einstakir eiginleikar ganga í ættir og til dæmis. að hve miklu levti tilhneiging til að fá vissa sjúkdóma er arfbundin. Vafa- laust mætti vinna hier mikið starf á þessu sviði, en það er ólíklegt að mannfræðiþekkingin kæmi þar að tilætluðum notum. Erfðafræðin er nú orðin svo ströng vísindagrein, að þær upplýsingar um látna menn, sem völ er á, mundu oft reynast ófullnægjandi. Það er næsta furðulegt hve minnislausir menn eru á líkamseinkenni, en upplýsingar um slíkt væru erfða- fræðinni miög nauðsvnlegar. Gott dæmi um þetta er, að ágreiningur skuli hafa komið upn um augna- lit Jóns Sigurðssonar þepar að hon- um látnum. Af þessum sökum yrðu erfðafræðilegar rannsóknir að byggjast fvrst o^ fremst á athug- unum á núlifandi kvnslóð, og væri það vissulega fagnaðarefni, ef ís- lendinpar hefðu bolmapn til að hefíast handa á bví sviði. Mannfræðiþekkingin mundi koma að meira gagni, þegar fiall- að er um önnur efni, svo sem fje- lagslega og sögulega þróun. Skal jeg til dæmis taka athuganir Guð- mundar Finnbogasonar, sem hann birti í riti sínu: íslendingar. Bygg- ir hann þar á mannfræðiritum og gerir tilraun til að bera saman hæfileika og mannkosti manna í ýmsum hjeruðum landsins. Athug- ar hann meðal annars, hvaðan af landinu embættismenn, alþingis- menn og rithöfundar eru upnrunn- ir, einkum á nítiándu öld. Er all- mikill munur á hjeruðum í þessu efni. Úr Húnavatnssýslu koma til dæmis rúmlega þrisvar sinnum fleiri í þessa flokka en úr Snæfells- nessýslu, þótt íbúatala þessara hjeraða sje mjög lík. Einnig virð- ast áhugaefnin vera ólík. Tuttugu Þingevingar komast á þing, en að- eins fjórir menn úr ísafjarðarsýslu (en einn af þessum fjórum var reyndar Jón Sigurðsson). Sautján læknar eru fæddir í Húnavatns- sýslu, en aðeins fjórir í Eyjafirði. Ef menn leituðu að skýringum á þessu, myndi koma í ljós margs- konar mismunur á menningu og lífsafkomu í ýmsum hjeruðum landsins. Húnvetningar eru auð- sjáanlega hneigðir til mennta, og telur Páll Kolka í bók sinni, Föður- tún, þá einkum hafa áhuga á lækn- isfræði og málvísindum og álítur að það megi jafnvel rekja til áhrifa Þineeyraklausturs. Fróðlegt væri að fá úr því skorið, hvort rjett er að fleiri glæpamenn sjeu upprunn- ir í Húnabingi en annars staðar á landinu. Sje bað svo, er vert að leita viðunandi skvringar. Er lífs- skilyrðum um að kenna eða upo- eldisvenjum? Gengur glæpahneigð í ættir, eða á umhverfið sökina? Ef til vill er þetta, eins og Páll Kolka segir, aðeins ranghverfan á beim skapeinkennum, sem knúð hafa Húnvetninga til frama, ein- staklingshyggjunni og metnaðin- um. í íslenskum æviskrám er að finna hráefni í margar merkileg- ar athuganir. Fróðlegt væri til dæmis að rannsaka, úr hvaða stjettum og landshlutum forystu- menn þjóðarinnar eru upprunnir og hvað hafi helst ráðið frama manna á ýmsum tímum, atgervi og menntun eða ætterni og frænd- fylgi. Fjölda slíkra viðfangsefna mætti finna, sem skýra myndu rás sögunn ar og varpa ljósi á fræðileg vanda- mál, og verður ekki reynt að telja þau upp hjer. Heillaríkast væri að samvinna tækist með þeim mörgu áhugamönnum, sem fást við mann- fræði og sögu einstakra hjeraða, og vísindamönnum á sviði sagn- fræði og þjóðfjelagsvísinda. Gætu þeir þá rætt sín á milli um, hvað heppilegast og merkilegast væri að rannsaka. Eitt erfiðasta skrefið í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.