Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 2
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ; 62 ^ Halldór Daníelsson varð bæarfó- • geti hér 1886. Hann var samvizku- samur og duglegur embættismaður, og hann vildi halda uppi góðri reglu í bænum. Hann var hér bæarfógeti og lögreglustjóri í 22 ár og á þeim árum þrefaldaðist íbúatala bæar- ins. Væri því margt merkilegt um embættisferil hans að segja, þótt það verði ekki gert hér. Meðal fyrstu afskifta hans af f umferðarmálunum má telja, að 1 hann lét prenta og festa upp á 1 hús víðsvegar um bæinn eítirfar- andi leiðbeiningu: LÖGREGLUSTJÓRNAK AUGLÝSING Hér með skal brýnt fyrir mönn- um að gæta þess, er nú segir: 1. Enginn má ríða hart á götum bæjarins, og eftir stéttunum má alls ekki ríða. 2. Hestar lestamanna mega ekki standa á götunum lengri tíma en þarf til þess að taka ofan af þeim eða láta upp á þá. Auglýsing þessi var fest upp á hverju vori og voru fleiri og færri sektaðir á hverju sumri fyrir gapa- lega reið á götunum, bæði bæar- menn og aðkomumenn. ■ ----o--- Nú var það að kvöldi hins 1. júlí 1888 að Pétur Pétursson lög- regluþjónn (faðir dr. Helga Pét- urss) var staddur í Austurstræti og var á tali við Hannes Thorar- ensen, sem þá var verzlunarmaður hjá Thomsen. Heyra þeir þá dun- reið mikla og er þeir líta upp sjá þeir hvar þrír menn koma fleng- ríðandi eftir Austurstræti. Voru 1 það þeir Valgarð Breiðfjörð kaup- ' maður, Andreas Dahl hótelþjónn og Gestur Pálsson skáld. Þeystu þeir þarna framhjá og fór hestur Gests á stökki. Það var - skylda lögregluþjón- \ anna að kæra alla, sem riðu óvar- lega um götur bæarins, og morg- uninn eftir kærði Pétur þessa þrjá menn fyrir bæarfógeta. Hann gaf þegar út stefnu, þar sem sökudólg- unum var stefnt fyrir rétt kl. 4 þá um daginn. Stefnuvottarnir fóru fyrir hádegi að birta stefnuna, en hittu Gest ekki heima. Stefnuna lásu þeir því fyrir „stúlkunni Gunn hildi Jóhannesdóttur á heimili hins stefnda", afhentu henni afrit af stft'nunni og lögðu svo fyrir að hún yrði afhent Gesti þegar er hann kæmi heim. Allir hinir stefndu hlýddu kalli á réttum tíma og var Gestur yíir- heyrður fyrst. Hann neitaði því harðlega að hann hefði riðið óhæfi- lega hart á götum bæarins kvöld- ið áður og hann væri því hafður fyrir rangri sök. Hann héit því og fram, að enda þótt það sannaðist að hann hefði riðið of hart, þá mætti alls eigi sekta sig, þar sem ekkert slys hefði hlotizt af, né get- að hlotizt af því. Hann viðurkendi að hann hefði lesið aðvörun bæar- fógeta á götunum, en kvaðst ekki mundu bjóðast til þess að greiða neina sekt, heldur láta málið ganga til dóms. Máli hans var þá frestað til næsta dags og skyldi tekið fyrir kl. 9 að morgni og þá fenginn vitnis- burður Hcnnesar Thorarensens. Kom þá röðin að hinum söku- dólgunum. Valgarð Breiðfjörð kannaðist ekki við það að hafa rið- ið of hart um göíuna, sagðist ekki hafa „riðið harðar þá en liann hefði gert undanfarin 5 ár“. Kvaðst hann aðeins hafa riðið „skokkreið“ og þó hefði hesturinn máske farið hraðar en hann hefði kosið. Bauðst hann samt til þess að g'reiða 5 króna sekt og' greiddi þar í réttinum kr. 6.33 og’ var þar með laus. Andreas Ðahl viðurkenndi aftur á móti að hann hefði riðið of hart á götunni og bauðst til að greiða 2 kr. sekt, sem dómarinn sam-. þykkti „eftir atvikum“ og greiddi hann svo í réttinum kr. 3.33. Morguninn eftir komu þeir báð- ir fyrir réttinn Hannes Thoraren- sen og Gestur Pálsson. Bar Hann- es það að hann hefði séð Gest ríða á nokkuð hörðu stökki eftir Aust- urstræti, og hefði hesturinn farið fullkomlega hálfa ferð. Hann kvaðst hafa séð að Gestur hélt í taumana, en hve fast hann hafi lialdið verði eigi sagt. Gestur var spurður hverju hann hefði hér til að svara, en hann kvaðst engu hafa við að bæta fyrri frambnrð sinn og óskaði að málið yrði tekið til dóms. Bæarfógeti kvað svo upp dóm í málinu hinn 10. júlí og var Gest- ur þar ekki viðstaddur. Segir í for- sendum dómsins, að það þyki nægi- lega sar.nað, að Gestur hafi gerzt brotlegur. Hinsvegar verði ekki fallist á þá skoðun hans, að hann væri vítalaus af harðri reið, ef ekkert tjón hlytist af eða gæti hlot- izt af. Síðan segir: „Það getur enginn vafi verið á því, að lögreglustjórninni sé heim- ilt og skylt að gefa út eins sjálf- sagða íyrirskipan og þessa, til þess að tryggja umferð og óhultleik manna, sem um bæinn ganga, og að hverjum einum sé skylt að hlýða henni skilyrðislaust, að við lagðri ábyrgð ef á móti er brotið, því að annars væri þvílíkar fyrirskipanir þýðingarlausar, enda máfullyrðaað komin sé á föst réttarvenja í þessu efni í Reykjavíkurbæ um mörg undanfarin ár, þar sem ýmsir menn, er á ári hverju hafa verið kærðir fyrir samkynja brot, hafa því nær allir gengist undir að sæta sektum fyrir það. Rétturinn fær því eigi betur séð, en að full heimild sé til að láta kærða s^pta ábyrgð fyrír umgetið brot, og skal hún ákveðin 5 krúna sékt, er falli í lögreglusjóð Reykja- víkurkaupstaðar. E|nnig ber kærða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.