Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 6
66 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Franz Xavier (les Kavér), postuli Indlands og Japans, lét nægja að kenna trúnemum trúarjátninguna, boðorðin, faðir vor og Maríubæn. Það er ekki fyrr en með siða- skiptunum lútersku að farið er að snúa Biblíunni á mál almennings og gefa hana út til almennrar notk- unar. Þýðingar voru um eða yfir tuttugu áður en siðskifti hófust. En úr því kemur verulegur skriður á útbreiðslu Biblíunnar. Hún er þegar á siðaskiftaöld (16. öld) gef- in út á fjörutíu málum, þar á með- al íslenzku. Af hinum nýju biblíuþýðingum siðskiftaaldarinnar, verð ég að láta mér nægja að geta tveggja hinna merkustu. Siðaskiftin eru hið mikla aftur- hvarf kristninnar til Biblíunnar. Lúter hafði forustu í því framar öllum öðrum. Hann sneri Biblíunfri á þýzku úr frummálur)utn, og för í því sem öðru sínar eigin leiðir. Margar þýzkar biblíuþýðingar voru til áður, en engin á svo ein- földu og hreinu máli að almenn- ingi gætist að. í þýðingu Lúters er ómengað og kjarngott alþýðumál og með henni lagður grundvöllur að þýzku ritmáli um ókomna tíma. Nýjatestamentis þýðing hans kom út árið 1522 og kostaði hestsverð. (Útgáfa bóka var kostnaðarsöm mjög í þá daga). En á hálfu þriðja ári voru prentaðar af því í Witt- enberg fjórtán útgáfur, og á öðr- um stöðum í ríkinu sextíu og sex útgáfur. Biblían í heild kom út árið 1534. Útgefendur áttu sífellt í erfiðleikum með að fullnægja eftirspurn. Þar fór saman, líkt og endranær, endurnýjun trúarlífsins og útbreiðsla Biblíunnar. Þýðing Lúters var með þeim á- gætum að hún hefur verið tekin til fyrirmyndar og lögð til grund- vallar allflestum þýðingum, er nú ráku hver aðra og fylgdu í kjölfar siðbótarinnar. Þýðendur, bæði frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, ís- landi og mörgum öðrum löndum, höfðu sjálfir stundað nám í Witten- berg og orðið þar fyrir varanleg- um áhriíum. Nýatestamentisþýð- ing Odds Gottskálkssonar, er fyrsta bókin, sem prentuð var á íslenzku. Þá er og enska biblíuþýðingin þjóðlegt bókmenntaafrek ekki síð- ur en þýðing Lúters. Tyndale sneri fyrst Nýjatestamentinu á ensku. Þá varð hann að flýja til Þýzka- lands sökum ofsókna katólskra manna. Þar var Nýjatestamenti hans prentað og því síðan smyglað til Englands. Mál hans var svo hreint og fagurt að bókmennta- fræðingum kemur saman um að það taki öllu fram, setþ; Bafði jtií þess^tíma. veríð rirtað á enáka •'rT ‘ i • I , . tungij/. r . ... *• Allt aðrár ástæður lágu vitan- lega til þess að útkoma Nýjatesta- mentis hans olli svo miklu umróti í ensku kirkjulífi, að þess eru ekki dæmi um aðra bók. Verulegan hluta upplagsins keyptu kirkjunn- ar menn og brenndu. Þegar loks náðist til þýðandans sjálfs var hann einnig brenndur á báli. Það gerðist árið 1536, ári eftir að heildarútgáfa Biblíunnar kom, einnig í þýðingu Tyndales. Hin löggilta enduskoðaða þýðing ensku Biblíunnar frá 1611, hefur verið lögð til grundvallar fjöl- mörgum biblíuþýðingum í kristni- boðslöndum víða um heim. Stafar það af því annarsvegar hve full- komin enska þýðingin þykir, hins- vegar af því að brezkt biblíufélag hefur stuðlað að því, öllum öðrum aðilum fremur, að Biblíunni var snúið á mörg hundruð mál litaðra þjóða. 4. Árið 1804 var stofnað í London Hið brezka og erlenda biblíufélag. Var því í upphafi sett það tak- mark að vlnna að útbreiðslu Guðs orðs meðal allra þjóða heims. Það sendi með tímanum full- trúa til margra landa og átti á þann hátt frumkvæði að stofnun mörg hundruð bibhufélaga. Öflugust þeirra félaga eru nú skozka, hol- lenzka og ameríska biblíufélagið. En hið síðast talda er nú næst stærsta biblíufélag í heimi. Danska biblíufélagið var stofn- að 22. maí 1814. Átti frumkvæði að því Ebenezer Henderson, ferða- fulltrúi Brezka og erlenda biblíu- félagsins. Henderson kom ári síðar hing- að til lands og hafði meðferðis stórt upplag af Biblíum og Nýja- test^mentúm. Þessar bækur höfðu áður •venið prentaðar hér á landi nokkrum sinnum og voru gengnar til þurrðar. Henderson vann sjálf- ur að útbreiðslu bókanna hér og fékk því til vegar komið að stofn- að var í Reykjavík, 10. júlí 1815, Hið íslenzka biblíufélag. Með stofnun biblíufélaga er starfið að útbreiðslu Biblíunnar lagt í hendur hins kristna safn- aðar, — en ekki prestastéttarinnar einnar. Heittrúarhreyfingin hafði undirbúið jarðveginn. Með endur- nýjun trúarlífsins taka kristnir menn að koma auga á ýms að- kallandi verkefni, sem lengi höfðu beðið og vanrækt verið og þeir höfðu rétt og skyldu til að vinna að. 5. Um aldamótin 1800 eru kristni- boðsfélög stofnuð hvert á fætur öðru, er senda kristniboða til fjar- lægra heimsálfa, til fjölmennustu þjóða veraldarinnar. Stórukust þá verkefni biblíufélaganna. Englendingurinn William Carey vinnur í 41 ár að kristniboði á Indlandi. Hann og samverkamenn hans höfðu þá lokið við að snúa Biblíunni allri á sex indversk mál, Nýjatestamentinu á 23 mál að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.