Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 69 hefði verið hlaðinn af Jónasi Grjót- garði, sem um getur í sögnum Guð- mundar J. Hoffell. Nokkru innar en Smiðjunes gengur annað nes vestur í Jökuls- ársandinn. Heitir það Valskógsnes. Þar var einnig búið, mun túnstæði þar tæplega eins mikið, en aftur á móti betra beitiland þar í kring. Innar af Valskógsnesi eru Fiski- lækir. Frjósa þeir sjaldnast á vetr- um, og mátti þar oft sjá mikinn hóp ýmissa andategunda, áður en velgengisár tófunnar runnu upp. Upp af Fiskilækjum og þar út með hlíðunum er allmikið skóglendi og eru þar einu nafni nefndir Fram- skógar frá Hvannagili að utan og að Koltungugili að innan. Nú bregðum við okkur yfir gilið og komum í Koltunguna sjálfa. Þar er mikill skógur og stórvaxinn, en þó ber þar ein hrísla af öllum, bæði að hæð og hversu beinvaxin hún er. — Næst fyrir innan Koltungu koma svo Stigafjöll. Þau eru þrjú talsins og Koltungan sú fjórða. Er það venja að einn maður smali þessi fjöll, en þau eru þannig, að fara verður upp eitt fjallið og ofan annað, því ófær gljúfur eru á milli þeirra allra. Innan við Stlgafjöllin kemur Hnappadalsá, oft allvatns- mikil. Þá komum við í innsta hluta skóganna, Hellisskóginn. Heitir þar Einstigi neðst, og er það eini stað- urinn, sem ég veit til að vaxa jarð- arber í Stafafellsfjöllum. Upp af Hellisskógum er há heiði, og upp frá henni er svo Hnappadalstindur, sem mun vera einhver hæsti tindur á Austurlandi, þegar Snæfell er ekki með talið. Inn með Hnappa- dalstindi að austan gengur Iangur samnefndur dalur algerlega gróð- urlaus. Endar hann á svokölluðu Sviptungnavarpi, sem dregur nafn af samnefndum tungum. Eru tung- ur þessar geysi brattar og háar og illfærar neðan til nema á einstöku stöðum. Innan við þær er Grísa- tungnagil, sem er allvatnsmikið og ljótt glúfur, gróðurlaust, nema hvað í því er innst allmikil gras- brekka og hefur oft viljað til að kindur væru í henni, og verður þá að koma þeim bæði vaðandi og dragandi eftir gljúfrinu, sem er vond leið. Innanvert við gil þetta eru svo Grísatungur, illræmt og leiðinlegt pláss, en í þeim eru oftar hverju kindur, sem allgott er þó að ná á meðan ekki er farið að harðna í eða komið hjarn. Við hverfum nú til baka aftur út í Hellisskóg og förum inn með Hnappadalstindi að vestan, en þá liggur leiðin eftir hinu illræmda Jökulsárgljúfri. í því eru nokkrir grasgeirar á nokkrum stöðum og eru þar alloft einhverjar stroku- kindur. í Gljúfrinu eru svo nefndir Fremstistafur og Háistafur, miklar ófærur. (Ekki er þó sennilegt að Hrikaleg f jöll, sundur skorin af gljúírum og straumhörðum ám.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.