Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - 75 ^JJinn cedóli VÍSINDIN eru ekki nema rúm- lega hundrað ára gömul og breyt- ast ár frá ári. En lifspekin er jafn gömul elztu heimildum um sögu mannkynsins og hún er óumbreyt anieg. Hún kemur fram hjá hin- um ólíkustu þjóðum og er það einna augljósastí boðskapnum um það hvernig mannkynið eigi að koma á friði í heiminum. Sá boð- SKapur finnst skráður með hinum elztu dulrúnum Egypta, hann finnst skráður á hið elzta bók- fell í musterum Indverja og hann er letraður á stein í mörgum lóndum. í egypzka handritinu „Bók hinna dauðu“ stendur skráð: ,,Hann leitaði til handa öðrum þeirra gæða, er hann óskaði sjálf urn sér. Veri hann velkominn". í ritningum Ilindúa stendur: „Hin gullna lífsregla er að verja og vernda hagsmuni anliara eins og hagsmuni sjáifs sín“. í fornritum Persa stendur: „Breyttu við aðra eins og þú vilt að aðrir breyti við þig“. Spekingar Forn-Grikkja sögðu: „Gerðu ekki öðrum það, sem þú vilt ekki að aðrir geri þér“. Rómverjar sögðu: „Það er lög- mál hjartans að elska aðra menn cins og sjálfan sig“. Búddha sagði: „Menn eiga að leita fyrir aðra þeirrar gæfu, er þeir óska sjálfum sér til handa“. Múhamed sagði: „Enginn skyldi koma fram við bróður sinn á annan hátt en hann viil að aðrir komi fram við sig“. Og Jesús sagði: „Allt sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera“. hafði amerískt flugfélag hana á leigu. 31. janúar slasaðist saenskur verk- fraeðingur í sprengingu í jarðgöngum hjá nýu Sogsstöðinni. Mannalát. Sigurður Halldórsson, trésmíðameist- ari í Reykjavík, d. 3. jan. 76 ára. Loftur Guðmundsson ljósmyndari, d. 4. jan. sextugur. Karl Finnbogason fyrv. skólastjóri, d. 5. jan. 76 ára. Sigurður Baldvinsson póstmeistari, d. 7. jan. Ingvar Sigurðsson cand. phil., d. 12. jan. 67 ára. Séra Haukur Gíslason í Kaupmanna- höfn d. 14. jan. 74 ára. Guðmundur Júní Ásgeirsson skip- stjóri Þingeyri, d. 27. jan. 60 ára. Skipastóil landsmanna var í árs- byrjun 673 skip, samtals 100.234 lestir. Skönnntunarseðlum var útbýtt fyrst í mánuðinum og var nú aðeins skammt að smjör og smjörlíki. Þ.jóðleikhúsið hætti þcim sið um ára- mótin að ætla sérstökum mönnum að- gang að frumsýningum. Slysavarnafclag ísiands eignaðist sjúkraflugvél Björns Pálssonar að liálfu við hann og fékk til þcss styrk hjá Alþingi. Sænskt skip, Btófcll að nafni, sem var á leið til Norðfjarðar með kola- farm, lenti í hafvillum og fann togar- inn J úni það vestur á Halanúðum hinn 19. jan. og vísaði því leið til Patreks- fjarðar. Ríkisbogararéttur. Alþingi veitti 38 útlendingum ísienzkt ríkisfang. Var nú í fyrsta sinn sett það skilýrði, að þeir, sem íslenzkt ríkisfang öðlast, skuli taka upp íslenzk nöfn. Nýr togari. Hinn 23. jan. kom hing- að togarinn Þorkell máni, eign Bæjar- útgerðar Reykjavíkur. Þetta er stærsti togari, sem íslendingar hafa eignast og í honum er fiskimjölsverksmiðja og hraðfrystivélar. Á skipinu verður 30 manna áhöfn á ísfiskveiðum og 48 á saltfiskveiðum. Álfadans og brenna fór fram á í- þróttavellinum í Reykjavík hinn 23. jan. Upphaflega átti hún að fara fram á Þrettándanum, en var frestað hvað eftir annað vegna ótíðar. Alþingi var slitið 24. jan. Hafði það setið 116 daga og samþykkt 61 lög og 16 þingsályktanir. Ný miðunarstöð tok til starfa á Garðsskaga. Iðnaðarmálanefnd réði Frank A. Stefánsson vélaverkfræðing sem tgpkni legan verkfræðing til að veita- iðn- rekendum leiðbeiningar við fram- leiðslu og verknýtingij. Viðskiftajöfnuður varð óhagstaeður um rúmlega 40 millj. króna í þessum mánuði. Það var’ heldur en ekki kátt í kotinu hjá Jóa litla, því að mamma hans hafði eignast tví- burá. — Ég er viss um að þú færð frí í skólanum í dag, ef þú segir kennaranum frá þessu, sagði pabbi hans. Jói fór í skólattn en koitt að vörmu spori lieim aftur. Hann hafði fengið frí. — Hvað sagði kennarinn þegar þú sagðir henni frá því að rtiamtna þín hefði eignast tví- bura? sagði pabbi. — Ég sagði henni ekki nema frá öðrum, ég ætia að geyma mér hinn þangað til x næstu viku, sagði Jói. Það var i sunnudagaskola fyrir yngstu börnin. — Getur ekki eitthvert ykkar sagt mér eitthvað utn sankíi Matthías? spurði kennarinn. Algjör þögn. f. — En getur þá ekki einhver sagt mér eitfhvað um sankti Markús? sagði kénnarihn. Þögn énn. — En þið vitið þó eitthVað unt sankti Pétur? sagði kennarinn. Börnin sátu lengi eins og stein- gjörvingar. Að' lokum sagði iítil telpa: — Ég held að hann hafi verið kanína. Lítil stúlka var spurð ltvað hún værí komin langt í sunnudaga- skólahum, og hún svaraði hóg- værlega: — Ég er búin með fyrstu synd- ina. Helga litla var komin að heint- sækja Jónsa vin sinn. Þau voru bæði sex ára gömul. Þau léku sér iengi saman í sátt og samlyndi, en það endaði þó með því að Jónsi barði hana, svo að hún hijóp skælandi heinr. — Svei, þetta er ljótt af þér, Jónsi, sagði- mamma hans. Þú mátt aldrei berja hana Helgu. Hvað hafði hún gert þér? — Við- vorum að leika Adam og Evu og hún allt eplið og vildi ekki freista mín.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.