Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 5
Björn Björnsson dr.: HESTAMANNAFÉLAGID FÁKUR ÞRJÁTÍU ÁRA UM ÞETTA leyti íyrir 30 árum var „Fáki" hleypt úr hlaði. Stofn- fundur félagsins var haldinn 24. apríl 1922, en undirbúningsfundir höfðu verið haldnir 29. marz og 18. apríl, og félagsstofnunin hafði átt nokkru lengri aðdraganda. Stofnendur félagsins voru um 40 talsins. Formaður félagsins, Bogi Egg- ertsson, Laugalandi, hefir beðið mig að gera nokkra grein fyrir markmiðum og störfum íclagsins í tilefni af 30 ára afmæli þess. Á undirbúningsfundinum, sem haldinn var 18. apríl 1922, hlaut félagið, þótt það væri þá enn ekki formlega stofnað, það nafn, sem það hefir borið síðan: „Hesta- mannafélagið Fákur" í lögum fé- lagsins, sem samþykkt voru á stofnfundinum 24. apr., segir m. a. svo um stefnumið þess: „Tilgangur félagsins er að efla áhuga og þekkingu á ágæti hesta og hestaíþróttum, og stuðla að réttri og góðri meðferð á þeim. Tilgangi sínum hyggst félagið að ná: 1. Með því að eignast haslaðan skeiðvöll og efna þar til kappreiða á ári hverju. 2. Með því að fræða félagsmenn um sköpulag hesta og lundarfar, tamningu hesta og rétta meðferð á þeim, hús, hirðingu og fóðUr. LT 3. Með því að safna saman sög- Björn Björnsson. um um afbragðs hesta og afrek þeirra. 4. Með því að gefa út á prent fróðleg rit um afbragðs hesta og íþróttir þeirra." Skal nú gerð grein fyrir, hvern- ig tekizt hefir um framkvæmd þessarar stefnuskrár, og hvaða önnur verkefni félagið hefir haft með höndum og látið til sín taka. II. Fyrsta stefnuskráratriðið, kapp- reiðarnar og það, sem að fram- kvæmd þeirra lýtur, heíir jafnan verið gildasti þátturinn í starfsemi Fáks, þegar frá öndverðu, og jaín- framt vakið mesta athygli manna utan félagsins. Félagið sneri sér þegar að því með oddi og egg að koma sér upp skeiðvelli. Var skeiðvellinum valinn staður við Elliðaár, þar sem hann enn er, og svo kappsamlega unnið að fram- kvæmdunum, að þrátt fyrir að fé- ¦ lagið var fjárhagslega með tvær hendur tómar, gat það efnt til fyrstu kappreiða sinna á hinum nýja velli, sunnudaginn 9. júlí 1922, en alls hafa nú verið háðar þar rúml. 60 kappreiðar. Þau mannvirki, sem þarna þurfti að koma upp, völlurinn sjálfur, girðingar og hið annað nauðsyn- legasta til að halda kappreiðar kostaði allmikið fé. Völlurinn, ásamt girðingum, kostaði á fyrsta ári um 3500 krónur, og þó höíðu ýmsir félagsmenn létt undir með margs konar sjálfboðavinnu. Á næstu árum var allmikið lagt í kostnað við endurbætur á vell- inum. Honum hefur svo árlega ver- ið haldið við og aðstaðan nokkuð bætt, völlurinn m. a. lengdur, veð- bankahúsið stækkað og girðingar bættar. Hins vegar hefur félaginu jafnan verið ljóst, að staðurinn er að ýmsu leyti óhentugur, athafna- svæðið of lítið, auk þess sem landið hefir ekki fengizt afhent til fram- búðar. Félagið hefir því ekki átt þess kost að -vinna þar að varan- legum mannvirkjum né bæta að- stöðuna þannig, að við verði unað nema til bráðabirgða. Félagið heíir gert ítrekaðar til- raunir til að fá varanlegan, hent- ugan samastað fyrir skeiðvöll. Mátti það mál heita klappað og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.