Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1952, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1952, Page 4
312 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS T « ' Gamla prentsmiðjuhúsið, Austurstræti 8 Um áramótin 1885—86 hafði Björn Jónsson keypt „Skraddara- húsið“, eða Lambertssens-húsið í Austurstræti. Lét hann rífa það ög byggja að nýu fvílyft timbur- hús. Gekk smíði þess fljótt og vel, því að prentsmiðjan er komin í það seinast í júlí. í 31. tbl. ísafoldar b. ár stendur: „Isafoldarprentsmiðia og afgreiðslustofa er í nýa húsinu milli Austurvallar og Austurstræt- is. Vegna flutnings á prentsmiðj- unni m. m. hefir útkoma þessa blaðs dregist einn dag“. Þótt smíði hússins gengi fljótt, var það mjög vel vandað. Máttar- viðir voru hinir traustustu og svo að segja hver spýta úr kiörviði. Má sjá þess enn merki, því að allir við- ir eru enn ófúnir. Húsið var líka hlýtt Qg vel éinangrað. Fyrir nokkru fór ég á fund manns hér í bænum, sem Eiríkur heitir Torfason og á heima á Báru- götu 32. Hann er nú 95 ára að aldri. Eg ætlaði að fræðast af honum um atburð, sem gerðist hér í Reykia- vík fyrir rúmlega 65 árum. „Eg man ekkert um það“, sagði hann, „því að þá var ég bóndi á Minni Vatnsleysu. En ég man eftir því þegar ég setti tróðið í ísafoldar- prentsmiðju. Björn heitinn Jónsson bað mig að safna grámosa suður í hraunum og flutti ég til hans fjóra bátsfarma og var það allt haft til einangrunar í húsið“. Þetta sýnir hugkvæmni og forsjá Björns Jóns- sonar að hann skyldi velja þetta efni til einangrunar. Og líklega er ísafold eina húsið í bænum þar sem tróðið er þur grámosi. Gengið var inn í húsið í vestur- enda frá Austurstræti og var þar anddyri allmikið. Til vinstri hand- ar úr því var gengið upp nokkur þrep í dálítið herbergi og var þar afgreiðsla blaðsins. Önnur þrep voru í miðju anddyri upp á ofur- lítinn pall og voru þar aðrar dyr á vinstri hönd. Þar fyrir innan var gangur jafnlangur afgreiðsluher- berginu. í honum miðjum var brattur stigi upp á loft, en framan við hann var gengið inn í skrif- Nýa prentsmiðjuhúsið, Þingholtsstræti 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.