Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1952, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1952, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 313 Úr sctjaravélasal ísafoldarprentsmiðju í Þingholtsstræti 5 stofu blaðsins, allstórt herbergi. Inn af henni var lítið herbergi með stórum glugga. Það var einkaskrif- stofa Björns Jónssonar. Ganga mátti út um gluggann og var þá komið út á dálitla verönd, en þar fyrir framan var gerður blóma- garður. í austurenda hússins niðri var svo prentsmiðjan. Gat var á þilinu milli hennar og skrifstof- unnar og ofurlítill kassi hjá. Þar settu prentarar prófarkir og seild- ist Björn í þær út um hleraopið og skilaði aftur handritum í kass- ann. Gerði hann þetta til þess að hafa sem minnst ónæði af prent- smiðjunni. Uppi á lofti var íbúð hans og í þakhæð svefnherbergi. Annar inngangur var í húsið að sunnan austur við gafl. Tók þar fyrst við mjór gangur, en innar- lega í honum var stigi upp á pall, sem var í hæð við gólf ‘prentsmiðj- unnar. Þessi stigi var merkilegur að því leyti að hann var á hjörum og þegar honum var lyft upp að vegg opnaðist þarna inngangur í kjallarann, en þar niðri var kola- geymsla, gejunsla fyrir heimilið og pappírsgeymsla. Upp af pallinum tók við annar stigi upp í eldhúsið, sem var í norðausturhorni á loft- inu. Þessi lýsing á húsinu er sett hér, vegna þess að nú hefir húsa- skipan verið breytt svo mjög að hið innra er húsið óþekkjanlegt frá því sem það var upphaflega. Árið 1886 var merkisár í sögu prentsmiðjunnar að fleiru en því, að hún fékk þá sín eigin húsa- kynni. Á þessu ári keypti Björn Jónsson prentsmiðju Einars Þórð- arsonar (hraðpressu og letur, kassa o. s. frv.) og sameinaði hana ísafoldarprentsmiðju. Með þessu móti var ísafoldarprentsmiðja orð- ó m £> i e m.. J in arftaki tveggja .elzty, pr.ent- smiðja landsins, Hólappentsnjiðju og Hrappseyjarprentsmiðju, sem sameinaðar voru í Leirárgörðum og síðan fluttar í Viðey og þar fékk þessi sameinaða prentspiiðja nafn- ið Landsprentsmiðjan. Þegar Einar seldi prentsmiðjuna bar hún að vísu lítinn svip af elztuprentsmiðj- unum. Þó voru þar enn til nokkrir bókahnútar frá Hólum og einn eða tveir setjarakassar o.fl. frá Hrapps- ey. Prentsmiðjan hafði smám sam- an verið endurnýjuð, eftir því sem Sctjarasalur i gamla prentsmiðjuhusinu. Þar var tekinn einn og einn staíur og raðað i haka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.