Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1952, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1952, Blaðsíða 6
Í 314 LESBÓK MORGUNBLADSINS hún gekk úr sér. og eftir því scm kröfur tímans heimtuðu. En saga hennar var óslitin allt frá því er . Jón biskup Arason flutti hana fyrst »til landsins. Tíu árum síðar (1896) varð ann- að merkisár í sögu prentsmiðjunn- ar. Þá pantaði Björn Jónsson frá Englar.di mjög fullkomna hrað- pressu á þeirra tíma mæiikvarða og 1. ha. steinolíuhreyfii til hess að snúa henni. Um sama leyti seldi hann Skaíta Jósepssyni hraðpress- una úr Landsprentsmiðjunni og var l.ún flutt austur til Seyðisfjarð- ar. Hínar nýú vélar komu upp úr næstu áramótum og voru settar í skúr, sem Björn hafði látið reisa austan við hús sitt. Þar er nú af- greiðsla Morgunblaðsins. Um leið og þessar nýu vélar tóku til starfa, var lokið því tímabili er mannshöndin varð að snúa pre^s- unni. Hin nýa véltækni hafði hald- ið innroið sína á þessu sviði og þar með var brotið blað í sögu prentlist- arinnar hér á landi. Nú kom olían sem orkugjafi og leysti manninn af hólmi og jafnframt jukust afköstin stórkostiega, því að hreyfillinn gat snúið pressunni miklu hraðar en nokkur mannshönd fær gert. Þó man ég eftir því á fyrstu árum Morgunblaðsins, að það kom fyrir að hreyfillinn bilaði og þá varð að fá menn til að snúa pressunni. Það þóttu léleg vinnubrögð þá. ísafold gerðist fljótt stærsta prentsmiðja hér á landi. Björn Jónsson prentaði bækur bæði fyrir sig og aðra, og þá kom að því að nauðsynlegt var að hafa bókbands- vinnustofu í sambandi við prent- smiðjuna. Og af bókaútgáfu leiddi það að sjálfsagt var að stofna bóka- verslun. Hvort tveggja stofnaði Björn, og bæði þau fyrirtæki eru starfandi enn í dag í sambandi við prentsmiðjuna. Þótt Björn Jónsson hefði altaf Hraðpressa í ísafoJdarprenísmiðju. Hún afkastar 20 sir.num meira en fyrsta ... . pressan. yerkstjóra í setjarasal og vélasal, þá sá hann sjálfur um allan rekst- ur prentsmiðjunnar fram á árið 1909, er hann varð ráðherra. Þá tók Ólafur sonur hans við ritstjórn ísafoldar og stjórn prentsmiðjunn- ar. En því miður auðnaðist honum ekki að gera garðinn enn frægari en hann áður var. Fimm árum eft- ir að hann tók við, hófst heims- styrjöldin fyrri og mega menn muna hvernig alt athafnalíf keyrð- ist þá í dróma. Og afleiðingar styrjaldarinnar bitnuðu ekki síður á ísafoldarprentsmiðju en öðrum fyrirtækjum. Þegar svo styrjöld- inni lauk, þóttist hver góður, sem hafði slampast af í gegn um þá eldraun. Og nú vonuðu menn að rofaði til aftur. En Ólafi Björns- syni entist ekki aldur til þess að sjá fyrir endann á afleiðingum styrjaldarinnar. Hann lézt árið eft- ir (10. júní 1919). Varð hann harm- dauði öllum þeim, er nokkur kynni höfðu haft af honum, og fráfall hans var sem reiðarslag yfir starfs- fólk hans, er alt elskaði hann og virti. Og enn er það svo, eftir rúm 30 ár, að gamalt starfsfólk ísa- foldar klöknar í hvert skifti sem hans er minst. Árið 1913 hafði Ólafur Björns- son stofnað Morgunblaðið ásamt Vílhjálmi Finsen. En skömmu fyrir andlát Ólafs var það selt hluta- félagi og blaðið ísafold um leið. Þegar Ólafur var fallinn frá, var það að ráðum bróður hans, Sveins Björnssonar, síðar forseta íslands, að stofnað var hlutafélag um ísa- foldarprentsmiðju, og hefir hún verið rekin af því síðan. Um þessar mundir varð enn bylting í prentlistinni hér á landi, því að þá komu setjaravélarnar til sögunnar. Þá jukust afköstin enn stórkostlegar heldur en þegar vél- knúðar pressur komu í stað hand- pressanna. Og vegna hinna miklu afkasta setjaravélanna varð að fá fleiri og hraðvirkari pressur. Húsa- kynni gamla prentsmiðjuhússins í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.