Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1952, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 315 Austurstræti 8 voru aukin, en það nægði ekki. Á hálfri öld höfðu framfarirnar orðið svo stórstígar að þær voru vaxnar húsakynnunum yfir höfuð. Og svo var ráðist í það árið 1941 —42 að reisa hið mikla stórhýsi í Þingholtsstræti 5 og síðan hefir prentsmiðjan verið þar. En gamla húsið í Austurstræti er enn í dag- legu tali aldrei kallað annað en „ísafold“. Það fékk þetta nafn um leið og Björn Jónsson fluttist í það fyrir 66 árum, og það verður eig- innafn þess meðan það stendur. Eins og fyr segir er ísafoldar- prentsmiðja arftaki tveggja elstu prentsmiðja landsins, Hólaprent- smiðju og Hrappseyarprentsmiðju. Hólaprentsmiðja mun hafa verið sett á laggirnar árið 1526, svo að með nokkurum rétti má segja að prentsmiðjan gæti haldið hátíðlegt 426 ára afmæli sitt um þessar mundir. Prentlistin hér á landi hafði að miklu leyti staðið í stað frá því að Jón biskup Arason keypti fyrstu prentsmiðjuna og þangað til Björn Jónsson stofnaði ísafoldarprent- smiðju. Pressan var með sama hætti að öðru leyti en því, að nú var hún úr járni, en hafði upp- haflega verið úr tré. Helzta breyt- ingin var sú, að nú var komið lat- neskt letur í stað gotneska leturs- ins. Björn Jónsson varð fyrstur manna til þess að endurbæta prent- verk hér á landi með því að fá hraðpressu. Og hann varð einnig fyrstur til þess að fá sér olíuhreyf- il til þess að snúa pressu. Þetta voru á þeim árum svo stórkostlegar framfarir, að menn eiga bágt með að skilja það nú, á þessari miklu vélaöld, þegar jafnvel einföldustu heimilisstörf eru unnin með vél- um. Prentsmiðja fyrir 75 árum og prentsmiðja nú eiga fátt sameigin- 17. JÚNÍ Ha í dag kallar ættjörðin á oss! Jú, — einnig mig og þig! Því að við erurn hjartabörn hennar, sem hún vill að elski sig. í dag þráir hún að heyra hljómkviðu’ um æskunnar völl: „Þótt ættum vér hundrað liundruð líf, vér helguðum þér þau öll!“ í dag kallar ættjörðin á oss, því okkar hefir hún þörf um landið allt -- víða vegu að vinna hin þúsund störf, sem enn biða hraðvirkra handa og huga, sem gleðst við strit! — I*á verður hver dagur oss dýrðar-ljóð um drengskap, ínanndáð og vit! legt nema nafnið, ef svipast er um í húsakynnum þeirra. Nú eru hér pressur, sem eru 20 sinnum hrað- virkari heldur en fyrstu pressurnar voru. Nú getur ein setjaravél af- kastað verki 7 handsetjara. Letur og frágangur hefir tekið framför- um að sama skapi. Og mér er nær að halda að hinn mikli framfara- maður, Björn Jónsson, yrði undr- andi á svipinn ef hann mætti líta inn í ísafoldarprentsmiðju eins og hún er nú, sjá hinar réttnefndu hraðpressur og allar setjaravélarn- ar hamast og snúast fyrir afli frá ósýnilegri uppsprettu. En brátt mundi birta yfir svip hans, því að hann mundi skilja að þetta er eðli- leg framþróun, bygð á þeim grund- velli er hann lagði sjálfur, og kon- an hans bað guð að blessa um öll ókomin ár. Á. Ó. ★ ★ ★ ★ Hve sælt er að svitna og vinna og sannþreyta viljans stál ij og finna, hve ættjörðin á oss í algleymi, — likam og sát! — Þá íyrst vér lærum að lifa, og líf vort fær tilgang og þor, I er helgum vér allt vorri æUgrjþrð: vort afl, hverja hugsun, lvvert spor! tÖ.TtfiTR Uts.'l'i Þá rætist fyrir okkar aug>it|b1i tío- :m, hið aldna Guðs fyrirheit:ú/f óiv ncJ?.ui Þjóð, sem lánsæl mun lifa jy ^ og lengi í ástvígðum reit. ef foreldra heldur í heiðri og hlustar á skyldunnar mSl! I*á eignast loksins vor ættarjörð sína arfbornu þjóðarsál! J IIELGI VALTÝSSON 1 ÖÚO'ld tfiV fiO: ........ r ilfifgml ío n. Ofui'Sífil hagfrædi í VOR luku 43 stúdentar kandidats- prófi við Háskólann, og þegar litið er yfir nöfn þeirra, er það athyglisvert að 33 heita góðum og gildum norrænum nöfnum, 9 bera útlend nöfn (jén 4, Eggert 2, Theodór, Tómas, Georg) og einn ber samsett nafn (Sigurjón). Hin nöfnin eru: Agnar, Ármann, Baldur, Björn (2), Bjarni, Einar (3), Fjalar, Garðar, Grímur, Guðmundur (2), Hall- grímur, Haukur (2), ívar, Karl, Leifur, Ólafur (3), Rögnvaldur, Sigvaldi, Sig- urður, Skúli, Snorri, Sváfnir, Svein- björn, Valtýr, Víkingur, Þorsteinn. Alls eru þá þarna 26 ramíslenzk nöfn gegri 5 útlendum. Af þessu mætti ef til vill draga þá ályktun, að hin gömlu og góðu íslenzku nöfn sé að ryðja sér til rúms að nýu, og væri betur að rétt reyndist. Að vísu er Jóns-nafnið enn býsna þaulsætjð hér í landi. En lík- legt má telja að flestir foreldrar hafi lagt niður þann óvana, að velia börn- um sínum þau nöfn, sem þeim er raun að bera, er aldur færist yfir þau.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.