Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1952, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1952, Blaðsíða 13
Kjarnaskóg, Kjósverjar í Reykjavík færðu sveit sinni 2000 plöntur og gróð- ursettu þær. Mikil eftirspurn var að trjáplöntum í garða í Revkjavík og vex sú eftirspurn ár frá ári. í fyrra afhenti Skógræktarfélag Reykjavíkur 67.000 trjáplöntur úr uppeldisstöð sinni í Foss- vogi, og sjálfsagt ekki minna nú. Félag- ið á sem stendur rúml. 50 tegundif trjá- plantna í uppeldi, þar á meðal plöntur, sem eiga ættir sínar að rekja alla leið til Eldlands og Alaska. SÝNINGAR í Listamannaskálanum í Reykjavík voru í þessum mánuði þrjár málverka- sýningar. Fyrst sýndi Hjörleifur Sig- urðsson um 30 málverk. Síðan hafði frú Kristín Jónsdóttir sýningu á 60 málverkum og sóttu hana um 1200 manns. Seinast;í mánuðinum opnaði Halldór Pétursson sýningu á myndum og málverkum. ÍÞRÓTTIR , Um mánaðamótin stóð yfir skíða- keppni í ísafirði, en svigkeppnin stöðv- aðist í miðju kafi, vegna þess að snjó- flóð fell á skíðabrautina og sópaði henni burtu að miklu leyti. Körfuknattleiksmóti lauk um fyrri mánaðamót í Reykjavík. íþróttafélag flugvallarstarfsmanna í Keflavík bar sigur af hólmi. j Hið árlega maí-boðhlaup fór fram á Akureyri og sigraði sveit úr mennta- skólanum eftir harða viðureign. Sundmeistaramót íslands fór fram í Hveragerði 10.—11. maí og kepptu þar sundmenn frá Reyk.iavík, Hafnarfirði, Akranesi, Keflavík, Ölfusi og Borgar- firði. Reykvíkingar fengu öll meistara- stigin nema 2. Skotkeppni fór fram 29. milli sjóliða af brezka skipinu HMS Remola og Skotfélags Reykjavíkur. Voru 8 menn í hvorri sveit. íslendingar sigruðu með 1345 stigum, en Bretar fengu 979 stig. ERLENÐIR GESTIR Norris E. Dodd aðalforstjóri FAO kom hingað í kynnisför og dvaldist hér vikutíma. Það varð að ráði að sérfræð- ingar frá FAO veittu íslendingum lið 1 baráttunni við búfjársjúkdóma. Hollenzkur skákmeistari, Prins, kom hingað og tefldi fjöltefli og kappskákir í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akur- eyri. Amerískur blaðamaður frá „Chicago Tribune", Larry Rou að nafni. dvaldist LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r~' 321 Hér um hríð til að safna efni í greinar um ísland. Sextíu norskir skógræktarmenn komu hingað með norska skipinu „Brand V“ og störfuðu viðsvegar um land fram yfir mánaðamót. Með skip- inu fóru út 63 íslendingar, karlar og konur, til skóggræðslustarfa í Noregi. Brezkir knattspyrnumenn úr félag- inu Brentford (atvinnúmenn) komu hingað til að keppa við íslenzku félög- in. Keppninni var ekki lokið um mán- aðamót. Danskir leikarar frá konunglega leikhúsinu í Höfn komu hingað og sýndu nokkrum sinnum í Þjóðlgikhús- inu „Det lykkeliga Skibbrud" eftir Holberg. Tora Segelcke frægasta leikkoná Norðmanna kom hingað til þess að leika aðalhlutverkið í Brúðuheimilinu eftir Ibsen, sem sýnt var í Þjóðleik- húsinu. , Prófessor H. A. Muller frá Columbía- háskólanum kom hingað í boði Hand- íða og myjidlistarskólans til að kenna svartíist á námskeiðum skólans. Franskur tenórsöngvari, Leonida Bellon, kom hingað og söng hér nokkr- um sinnum. UTANFARIR Tólf íslenzkar konur fóru á kvenna- þing í Osló. Karlakórinn Geysir á Akureyri leigði skipið Heklu til Noregsfarar og slóst fjöldi ferðamanna í hópinn. Geysir söng á ýmsum stöðum í Noregi, Gautaborg, Kaupmannahöfn og Þórshöfn í Færey- um á heimleið. Haraldur Guðmundsson forstjóri Tryggingarstofnunarinnar og Gunnar Möller forstjóri Sjúkrasamlagsins fóru til Kaupmannahafnar og sátu þar fund til að undirbúa gagnkvæmar sjúkra- tryggingar á Norðurlöndum. sjúkraiiússmAl Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri bárust margar og miklar gjafir í þess- um mánuði, þar á meðal samskot úr ýmsum hreppum:. 2850 kr. úr Öxna- dal, 11,515 úr Svarfaðardal, 15.450. úr Presthólahreppi, 7370 úr Axarfirði, 5920 úr Skriðuhreppi. Sjómanna og skipstjórafél. Akureyrar gaf 26.200 kr., Ræktunarfélag Norðurlands 5000, Minn ingargjöf um Ingvar Guðjónsson út- gerðarmann 10.000, Verzlunarmannafél. Akureyrar 5000, konur í Húsavík 4000, Kvenfélag Hríseyar 3732 kr. Sjúkrahús Akraness fekk 67.000 lcr. gjöf er kvenfélagið hafði safnað, Spar-i- sjóður Akraness gaf 50.000, starfsfólk í frystihúsum 28.000. Aðalfundur Kvenfélagsins Hringur- inn bauð fram byggingar$jóð sin'n, rúmlega 2 milljónir króna-, til þess að barnaspítali yrði reistur í Sámbandi við Landspítalann. Ný frímerki, flugfrímerki 1.80, 2.50 og 3.30 kr. gaf póststjórnin út 2. maí. Beint talsímasamband frá Reykjavík var opnað 1. maí við símstöðvarnar á Brúarlandi, Selfossi og Hveragerði. Skálholtsstaður. Grunnavíkurhrepp- ur gaf 500 krónur í sjóð til endurreisnar Skálholtsstað. 100 heiðagæsir, sem merktar voru hjá Hofsjökli í sumar er leið, Hafa verið handsamaðar í Englandi. Iíallgrímur Benediktsson stórkaup- maður var kjörinn af bæarráði til þess að vera fulltrúi Reykjavikur á Olym- píuleikunum í Helsingfors. Frú Dóra Sigurðsson var skipuð pró- fessor í söng við kgl. danska hljómlist- arskólann. Nýr flugvöllur. Hafnar voru fram- kvæmdir að gerð nýs flugvallar við mynni Eyafjarðarár. Þýkir þ’að að öllu hentugri staður en Melgerðispielar, þar sem flugvöllur Akureyrar hefur verið. Ilæstaréttardómur fell í máli þeirra, er gerðu aðsúg að Alþingi 30. marz 1949. Fjórir hinna ákærðu voru sýkn- aðir, tveir hlutu sektir, en 18 voru dæmdir til fangelsisvistar. Oliuskipið sokkna. Byrjað var að dæia olíu úr olíuskipinu, sem sökk í Seyðisfirði á stríðsárunum. Gekk það vel í fyrstu og hafði olíuskipið Þyrill verið hálfhlaðið, en þá spilltist tíð. — Verður svo tekið til óspilltra málanna er veður batnar aftur. Jarðskjálftar. Snarpur jarðskjálfta- kippur fór um Suðurnes hinn 16. Urðu talsverðar skemmdir í Krýsuvík. Smá- hræringar voru síðan fram undir kvöld. — Upptök jarðskjálftanna voru talin skammt fyrir austan Kieifarvatn. . Ný íslenzk flugvél kom hingað í mánuðinum og er eign Loftleiða.. Er það Skymaster,: sem getur ílutt 65 far- þega. Hlaut hún nafnið Hekla. Hún kostaði nær jafnmikið og nýr togari., Nýr doktor. Gunnlaugur Þórðarson Sveinssonar læknis á Kleppi, lauk doktorsprófi við háskólann Sorbonne i París. Doktorsritgerð hans fjallaði um íslenzka landhelgi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.