Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS * 617 sjö eiginleikum, sem hann íekkst við hjá baununum, var alltaf annar ríkjandi og hinn víkjandi. Gulur litur var ríkjandi yfir grænum, mikill vöxtur ríkjandi yfir dverg- vexti, slétt yfirborð baunanna yfir hrukkum, og hvítt var víkjandi fyrir öðrum litum. Af þessu leiddi að grös með sams konar blómum gátu verið af tveimur tegundum: hrein tegund, sem aðeins gat af sér sams konar blóm, og kynblandin tegund, sem gat af sér tvenns kon- ar blóm. En á þeim var engan mun að sjá, hann kom fyrst í ljós hjá þriðju kynslóðinni, og það tók tíma að ala upp margar kynslóðir. Seinna komust vísindamenn að því, að þar sem um fleiri einkenni er að ræða, þá er einn ekki alveg ríkjandi, svo að þrjár tegundir koma fram, ein hrein úr föðurætt, önnur hrein úr móðurætt, hin þriðja kynblandin. Þetta kemur bezt í ljós hjá hinum bláu Anda- lúsíu-kjúklingum. Hænsaeigendur höfðu komizt að því fvrir löngu að ekki var hægt að hreinrækta hæns með þessum fagra lit. Úr eggjum undan bláum hana og blárri hænu komu að vísu mestmegnis bláir kjúklingar, en einnig hvítir og svartir. Skömmu eftir að Mendels- lögmálið var uppgötvað að nýu, tóku enskir líffræðingar sig til og rannsökuðu hver væri hlutföllin þarna á milli. Og þcgar þeir töldu ungana, kom í ljós að V4 hluti þeirra var hvítur, helmingurinn blár og V4 hluti svartur. Með öðr- um orðum, ef bláu og svörtu ung- arnir voru taldir mislitir (gagn- stætt hvíta litnum), þá urðu hlut- föllin þau, að % voru mislitir, en V4 hvítur. Það var nákvæmlega sama hlutfallstalan og Mendel hafði fundið með kynblöndun baunanna. En svo kom í Ijós að undan hvítum hænum og svörtum hönum (eða öfugt) komu eingöngu bláir kjúklingax. Með þessu sannað, að blái liturinn var kyn- blöndunarlitur af svörtu og hvítu, og að þessi einkenni hjá fuglum lutu sama lögmáli eins og cinkenni baunanna hjá Mendel. Hvert er þá þetta lögmál? Það er augljóst að stofninn að þessum ein- kennum hlýtur að vera fólginn í kynfrumunum, sem allt lifandi er komið af. Vér verðum að gera ráð fyrir, að í kynfrumum svartra hænsa hljóti að vera eitthvað* §em veldur því, að fiðrið á afkomend- um þeirra verður svart, og á sama hátt sé eitthvað í kynfrumum hvítra hænsa, sem veldur því, að fiðrið á afkomendum þeirra verður hvítt. Þetta „eitthvað'* sem veldur því að afkomendur erfa einkenni foreldra sinna, köllum vér erfða- stófna. Til hægðarauka getum vér aðgreint þá þannig, að nefna hina svörtu B og hina hvítu b. Þegar B-egg og b-sæði sameinast, þá verður af því afkvæmi, sem vér nefnum Bb og vitum að er blátt. Og nú er spurningin, alveg eins og á dögum Mendels: Hvernig fer um B og b í kynblendingnum? Mun koma fram í kynfrumum hans eitt- hvert sambland af B og b, eða mun B og b haldast óbreytt og aðskilin? Mendel var alveg viss um það, að engin samruni gæti átt sér stað, og að erfðastofnarnir heldust ó- breyttir í kynfrumum kynblend- inganna. Hann gerði ráð fyrir að afkvæmin mundu skiftast til helm- inga og í öðrum flokknum yrði B en í hmum b. Setjum nú svo, að í eggjastokk blárrar hænu sé helm- ingurinn (50) af B-flokki og hinn helmingurinn (50) sé af b-flokki, og í kynfrumum hanans sé helrn- ingur (50) af B-flokki og hinn helmingurinn (50) af b-flokki. — Gerum svo ráð fyrir því að 50 B- eggin frjóvgist að hálfu (25) af B-sæði og að hálfu (25) af b-sæði, og eins fari um b-eggin, eða eins og syut er í þessari toílu: eða 50 B hæna 50 b Vi B hæna V2 b Hani 50 B ---50 b 25 BB 25 Bb 25 Bb 25 bb H a n i ‘/2 B Vz b V\ BB V\ Bb V\ Bb V\ bb Samkvæmt þessu ætti að koma undan þeim 25 BB ungar (svartir), 50 Bb ungar (bláir) og 25 bb ungar (hvítir), eða V4 svartir, Vz bláir og V4 hvitir, sem er nákvæmlega sömu hlutfallstölur og hjá ensku líffræð- ingunum, sem rannsökuðu þetta hænsakyn. Og þetta eru nákvæm- lega sömu hlutfallstölur og hjá Mendel þegar hann var að gera til- raunir sínar með baunirnar. í hvert skifti sem fyrstu kynblendingar juku kyn sitt, þá voru afkvæmm að fjórða hluta eins og afinn, helm- ingur eins og kynblendingarnir og fjórði hluti eins og amman. Ef vér tökum nú til dagmis kjúk- ling, sem hefur aðeins svarta erfða stoína í kynfrumum' sínum, þá nefnum vér hann BB, það er að segja hreinræktaðan (homozygo- us). Hiim, scm hefur bæði' svarta og livita crfðastofna i kynfrumum sinum, nefnum vér Bb, það er kyn- blendingur af B (heterozygous). Nú helt Mendel því fram, að kyn- blendingur hefði tvo erfðastofna aðeins í kynfrumum sinum og jafn mikið af hvorum, það er B og b. Hann sannaði þessa kenningu sína með því að lata kynblending og lureinræktaðan aðila með víkjandi erfðastofn auka kyn sitt. Þetta get- um ver nú á auðveldari hátt en haim, með því að láta hvít og blá hæus ai sama stoím auka kyn sitt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.