Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 621 YIMISLEGT GM 3AÐSTOF Baðlíf á miðöldum upp. En þegar vindur stendur af landi, þeytir hann mjallarstrokun- um langt út á fjörð svo að ekkert sést. Hásléttan er marflöt og víð’, en dalirnir eru djúpir og í hlíðum þeirra og klettum má líta milljón ára gömul jarðlög, hvert ofan á öðru. Víða eru skriður í hlíðunum, en upp úr þeim og milli þeirra rísa klettaborgir likastar austurlenzk- um musterum og hofum. í suðri byrgir hið mikla Nordenskjölds- fjall fyrir útsýn. Það gnæfir yfir Longyearjökulinn, sem nær niður í skarðið hjá Fardal. í vestri örlar á bækistöð upp úr snjónum. Þarna eru nokkrir Svíar að bora eftir kolum. Náman, sem þarna var, var til þurrðar gengin þannig að kolalögin voru ekki orð- in annað en flísar og því þurfti að leita fyrir sér annars staðar. En austan megin í Longyeardalnum virðist vera gnægð kola, alla leið niður undir sjó. Rétt áður en ég legg á skarðið á leið niður að sýslumanns bústaðn- um þar sem ég dvelst, flýgur rjúpna flokkur upp undan fótum mér. Þær eru snjóhvítar, svo að ég greindi þær ekki frá snjónum. Þær taka strykið beint upp í Advent-fjallið, þykjast víst öruggari þar. Áður voru rjúpur mjög spakar hér, en nú hafa þær víst komizt að raun um að manninum er ekki að treysta. íW1 -V Nýgiftu hjónin höfðu boðið til sin gestum og unga frúin hafði matreitt sjólf. Hún bar á borð steiktar rjúpur. Gestirnir töldu sér skylt að hrósa matnum, og enginn var þó jafn hrif- inn og húsbóndinn. — Þetta er svo góður matur að ég get ekki lýst því með orðum, sagði hann. Elskan min, með hvaða sælgæti hefirðu fyllt fuglana? — Fyllt fuglana? endurtók hún vandræðalega. £g skil ekki. Eru þeir holir innan? M E N N hafa snemma tekið upp þann sið að hafa baðstofur, eða baðherbergi í húsum sínum. Fyrir skömmu hafa menn fundið bað- herbergi í rústum borgar nokk- urrar austur a Indlandi og er það talið 5—6000 ára gamalt. Og einn af konungum Egypta lét gera bað- stofur í sambandi við íbúðarskála verkamanna þeirra, er unnu að því að byggja höll hans, og síðan eru nú liðin 3500 ár. Seinna urðu þessi baðhús að bað- höUum hjá Grikkjum og Rómverj- um, þar sem menn fengu sér eigi aðeins bað, heldur réðu þar ráðum sínum og dvöldust þar langdvöl- um. Baðhúsin voru þá jafnframt orðin samkomustaðir. =o= Á miðöldunuin risu opinber bað- hus upp i öilum borgum, og þang- að sótti rikisfólk og höfðingjar. Þa fóru þar fram veitingar á mat og drykk. Menn sátu i stórum staíker- um, tveir og tveir og á milli þeirra var fjöl lögð yfir kerið og þar fram reiddur matur og drykkjarföng. — Þarna gátu menn setið eins lengi og þá lysti. Auk þess voru í hús- um þessum stórar laugar, með svölum í kring, þar sem áhorfend-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.