Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 10
622 r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ur gátu skemmt sér við að horfa á baðlífið. Á þessum baðstöðum gerðust mörg ástarævintýr. Fengu þau því á sig mismunandi gott orð, og leiddi það til þess, að ríkir menn byggðu sín eigin baðhús og buðu þangað vinum og venzlamönnum. =D— Einkennileg voru hin svonefndu „sálnaböð", sem tíðkuðust á mið- öldum. Þá trúðu menn því, að hvert góðverk yrði til sáluhjálpar, þannig að það drægi úr kvölum þeim, sem mönnum væri búnar í hreinsunareldinum. Það var góð- verk að gefa fátækum aura, svo að þeir gæti fengið sér bað, og það var gjafaranum til sáluhjálpar tal- ið. Þess vegna voru slík böð nefnd „sálnaböð". Mogens Jakob borgar- stjóri í Málmey hafði skipað svo fyrir í erfðaskrá sinni 1446, að fjór- ir fátæklingar skyldi fá ókeypis bað í baðstofu hans á hverri viku um 20 ára skeið. Þeim skyldi og gefin brauðsneið og síld á eftir. Þetta gerði borgarstjórinn til þess að kaupa frið sálu sinni og konu sinnar. =□= í lok miðalda var fjöldi almenn- ingsbaðhúsa á meginlandinu og þangað streymdi fólk hópum sam- an, ekki vegna þess að böðin væri svo heilsusamleg, heldur vegna þess gjálífis, sem þar var. Og þarna lifðu menn í óhófi ekki síður en á helztu baðstöðum nú á dögum. Þar var etið og drukkið frá morgni til kvölds, milli þess sem menn og konur fóru í bað. Og þarna gátu menn einnig leitað sér lækninga. Þar voru bartskerar — læknar þeirra tíma — sem slógu mönnum æð, koppsettu, skáru í ígerðir og þessháttar, jafnframt því sem þeir skáru hár manna og skegg. Það varð baðhúsum þessum að falli er Spánverjar fluttu sárasótt- ina til Evrópu frá Ameríku, og bað- húsin urðu gróðrarstía þessa hræði lega sjúkdóms, svo að hann breidd- ist óðfluga út um alla álfuna, og þá voru baðhúsin bönnuð. =□= Á Norðurlöndum höfðu þessi al- menningsböð ekki tíðkazt, en menn höfðu baðstofur á heimilum sín- um, eins og enn tíðkast í Finnlandi. Það voru gufubaðstofur þannig gerðar, að menn hituðu steina og helltu síðan á þá vatni svo að her- bergið fylltist af heitri gufu. Hafa sumar þessar baðstofur verið mjög stórar. Segir svo í Arons sögu: „Var konungur vel til Arons, og litlu síðar fær konungur honum gótt kvonfang.... Konungur fekk Aroni jörð svo mikla að Aron mátti þar vel hús á reisa. Og enn annan styrk lagði konungur til með Aroni, þann er honum gekk fyrir mikið. Það voru stofur tvær; þar skyldi konungur taka bað í ann- ari, en hann og hirð hans skyldu afklæðast í annari. Þær voru svo miklar, að þar mátti allri þjónustu við koma, þótt fimm tigir manna væri inni í hvorri. Konungur kvað og á að hver maður skyldi gefa pening veginn, ef þar vildi bað taka, og varð það stórfé, og þurfti þess, því að Aron hafði jafnan mik- inn kostnað". Má af þessu sjá að þarna hefur verið almennings bað- stofa, og sú stærsta er sögur fara af í Noregi. =□= Talið er víst að landnámsmenn hafi haft þann sið, er algengur var í Noregi, að hafa baðstofur á bæum sínum. Þetta hafa verið lítil torf- hús, oft niðurgrafin og þar inni ofn úr grjóti, kyntur með skógviði. — Þegar ofninn var orðinn heitur, lögðust menn á háan hvílupall, sem þar var inni og var svo vatni hellt á ofninn, en ljóri byrgður. Hafa þessi böð verið iðkuð hér á landi fram um 1300, eða lengur. Er þeirra getið á nokkrum stöðum í Sturl- ungu. Eftir það lögðust þau niður. =□= Um margar aldir hefur eitt af bæarhúsum á sveitarbæum á ís- landi verið nefnt baðstofa og var aðalhúsið, þar sem fólk mataðist, sat við vinnu sína og svaf. Hefur margur brotið heilann um hvernig á því standi, að baðstofunafnið fluttist yfir á þetta hús, eftir að gömlu baðstofurnar lögðust niður. Dr. Valtýr Guðmundsson taldi líklegast að sá siður hefði fluzt hingað frá Noregi, að setja grjótofn í fornu stofuna, og hafi þá þótt þar baðhiti og þess vegna hafi aðal íbúðarhúsið fengið baðstofunafnið. Styðst þetta við það, að á 16. öld er nokkrum sinnum getið um „óns- hús“ og 1681 er getið um „óvarlega baðstofukyndingu“. En Guðmundur Hannesson pró- fessor, sem manna bezt hafði kynnt sér húsabyggingar á íslandi frá öndverðu, er þar á annarri skoðun. Hann hyggur að íbúðar-baðstofan sé arftaki gömlu baðstofunnar. — Gamla „bað“-stofan muni alla jafna hafa verið lítið lágveggjað hús með allháu risi, ekki öllu stærri en svo, að þar væri rúm fyrir ofninn og hvílupall, og oftast grafið meira eða minna í jörð. Slíkt hús hafi verið hlýtt og auðvelt að hita. Þegar langeldar lögðust nið- ur, hafi verið mjög kalt í skálun- um, og því eðlilegt að hjónin leit- uðu með börnin til baðstofunnar, sem var hlý. Og þegar skjáglugg- ar komu og ljórann mátti byrgja, þá varð þetta hús hlýrra heldur en framhúsin. Þá hefur sá siður verið tekinn upp, að stækka það eftir þörfum, svo að allt heimilisfólkið kæmist þar fyrir. Ofninum var rutt burtu um leið og ljórinn hvarf, því að þá var ekki hægt að nota hann, þar sem reykháfar þekktust þá ekki. Þrátt fyrir þessar breytingar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.