Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 15
hinn. Ef þú kcmst alla lcið til Krals hvítu mannanna, án þess að Ijónin eti þig, eða þú örmagnist og deyir úr þrcytu, hungri og þorsta, þá máttu vera viss um að þar kemur ógæfan yfir þig. Mundu eftir því, Umjaan, að við erum á lífi aðeins vegna þess að við höfum ekki haft nein mök við hvítu mennina. En Umjaan lét sér ekki segjast. Hann var ákveðinn í því að fara til Shamwa, staðar hvítu mannanna, en þangað voru þrjár dagleiðir. Og næsta morg- un lagði hann á stað. Hann hafði með sér ofurlítið nesti, fagurt en óhentugt viðhafnarspjót, og hafði yfir sér feld úr apaskinnum. Hann fór sér hægt. Ekki var það þó vcgna þess hvað hann var orðinn aldr- aður, hcldur vegna hins að hann sá svo margt á leiðinni. Hann hafði einu sinni farið þarna um áður, en nú var landið gjörbreytt. Það var orðið undra- fagurt og óþekkjanlcgt. Hið cina sem hann kannaðist við, var griðarlega stórt brauðaldintré. Umjaan var agn- dofa af undrun. Hann mætti nokkrum kynbræðrum sinum, og þcir hcilsuðu honum allir með virðingu, og í hvert skifti fannst honum höfðingjablóðið rcnna örar í æðum sinum. Fyrsti hvíti maðurinn, scm Umjaan mætti, var á hjóli. Umjaan varð stór- hrifinn, hann staðnæmdist á miðjum veginum og rétti upp höndina til kveðju. — Ég heilsa þér hvíti bróðir, sagði hann. Hvíti maðurinn hafði ekki horft neitt í kring um sig og honum hnykkti við er hann heyrði málrómjnn. Hann leit upp og sá Svertingja rétt fyrir framan sig á miðjum veginum. Hann ætlaði að víkja — en of seint. Þar varð árekst- ur og báðir íellu. Þegar hvitj maður- inn komst á íæUjr, þrumaði hann: — Hvers vegna ertu að flækjast fyrir manni á miðjum vegi, asninn þimi? Umjaan svaraði þessu ekki öðru vísi en að heilga honum að nýu. Hvíti mað- urinn steig þá á hjól sitt og þeysti brott. En Umjaan var harla glaður. Honum íannst sem hann hefði hitt góðan vin, sem hann hefði ekki séð í mörg ár. Og í bezta skapi helt hann áfram göngu sinni. Hann var orðinn þreyttur og fór sér hægt. Nokkru seinna varð fyrir honum bíll á veginum. Umiaan sá ekki neinn WáftB. g&JíJí v^rleg^ *ð LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og ætlaði að þreifa með hörðum og kræklóttum fingrum um þennan dá- samlega gljáandi hlut. Þá kallaði ein- hver. Umjaan hrökk við, snerist á hæli og skimaði í allar áttir. — Nei, nei, gamli minn, ég er hér, var kallað og ungur maður á stuttbux- um skreið undan bílnum. Hann brosti og sagði: — Þetta er ljóti vegurinn, af því að honum fannst hann verða að segja eitthvað. Umjaan brosti líka og svaraði á Cheswana-máli: — Ég er Umjaan, ráð- gjafi og herforingi í Bapedi. Ég óska þess að þú fáir góða uppskeru og að konan þín mcgi eignast mörg börn. — A-ha., sagði hvíti maðurinn vand- ræðalcga. Hann var nýlega kominn til landsins og vissi ekki hvort það mundi vera hollt fyrir álit sitt, cf einhver sæi sig á tali við Svertingja. A-ha, sagði hann aftur. En Umjaan kunni sig svo vcl að hann vissi að það var ekki kurteisi að gcra sig hcimakominn við ókunnugan mann. Hann hóf höndina til kveðju og helt áfram för sinni. Þegar billinn var kominn í hvarf, skreið hann inn í runna og lagðist þar til hvíldar. Það var lctigra til Shamwa hcldur cn hann hafði grunað, og það var víst bczt að koma þangað hress og óþreyttur. Það var farið að skyggja þegar hann vaknaði. Nú sló að honum ótta við það, að þarna kynni að verða ráðizt á sig í myrkrinu, svo að hann lagði aftur á stað. Honum létti mikið, er hann sá ljós í fjarlægð. Hann þóttist vita að þar mundi Shamwa vera og nú væri farið að styttast þangað. En hann varð nú samt að ganga í tvær stundir áður en hann kæmi til borgarinnar. Hann var mjqg þreyttur, en liann var nú í góðu skapj út af því að vera kominn alla leið. Hann gekk inn \ uppljómaða og malbikaða götu og undraðist allt það skraut, sem haiui sá i búðarglugg- unuin. Ilann var svangur, en hann gaf sér ekki tíma til að borða. Hann var með allan hugann við dásemdir hvítu mann- anna. Ekkcrt tók hann eftir þvi, að hann var eini blökkumaðurinn, scm þarna var á ferli, og að allir sneru sér við á götunni og gláptu á hann eins og naut á nývirki. Hann var alveg utan við sig, og þeg- ar hann hafði gengið götuna á enda, þrammaði hann þvert yfir hana tjl þess 4ð gjtoðg toW 627 En um lcið og hann var þangað kom- inn og starði frá sér numinn á alls konar silkiefni í glugga, var þung hönd lögð á öxl honum. Hann sneri sér við og sá stóran mann og harðneskjulegan í mjög skrautlegum búningi. — Jaeja, þú ert ekki hræddur, karl- inn, sagði lögregluþjónninn. Lofaðu mér að sjá vegabréfið þitt. Umjaan brosti út undir eyru. Hann hóf hægri höndina til kveðju og roms- aði upp fyrirbænum sínum á Cheswana -máli um góða uppskeru og mörg börn. En lögregluþjónninn greip fram i: — Grunaði mig ekki. Þú hefur ekk- ert vegabréf. Hefurðu nokkurt skír- teini? Lögregluþjónninn var svo háleitur að Umjaan helt að hann væri að tala við einhvern á himnum og lcit því til lofts. — Kemurðu ekki skálmandi hér þvert yfir götuna i algcru forboði og hcfur ekkcrt vegabréf, sagði lögreglu- þjónninn cnn. — Baas, mina bamba... tók Umjaan til máls. — Já, það cr allt i lagi, sagði lög- regluþjónninn. Komdu með mér piltur minn. Og svo tók hann undir handlcgginn á Umjaan og dró liann með sér á lög- rcglustöðina. — Hvað hefur þessi til saka unnið, Gregory? spurði varðstjórinn. — Hann braut umferðareglurnar með því að álpast þvert yfir götu, og svo er hann vegabréfslaus, sagði Gre- gory. Undir niðri var hann ekkert hissa á þessu sjálfur. Hitt furðaði hann meir, að Svertingi skyldi vera að ílækjast þarna á götunum. — Þetla er allra myndarlegasti mað- ur, sagði vaxðstjórinn, og siðan ávarp- aði hann Umjaan á Sindcbele-máli. Eji Umjaan brosti út undir eyru og svaraði á Cheswana-máli. Það skiidi varðstjor- inn ekki. — Farðu með liann i klefa 10, sagði hann við Grcgory. Við verðum að fa Abott til þess að yfirhcyru hanii. Og það, sem nú kom fyrir Umjaan var allt svo dásamlcgt, að hann getur aldrei gleymt því, hve lengi sem hann lifir. Hann var látinn fara í bað, siðun fekk hann nóg að borða og seinast voru sett á hann handjárn og hann fluttur i fallegt herbergi, þar sem enginn var fyrú1. Þarna var bekkur lil að soía á. Og Urnjaan leið svo vel, að hajui sofu- gðj \<gft cg fiv^ t^ worgmit.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.