Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1953, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1953, Síða 1
* Islendingur í Indlandi skrifar um: é Demant Austurlanda CALCUTTA er stærsta borg Asíu. Sumir kalla hana demant Austur- landa, aðrir ÍDrottningu Austur- landa. En hvað sem gliti og reisn borgarinnar líður, er að minnsta kosti óhætt að fullyrða að þar sé að finna dýpri andstæður og meiri litauðgi en annars staðar á þessari jörð. Austurstræti, Vesterbrogade, Trafalgar Square, Pigalle eða Via Nationale eru næsta fáskrúðlegar yfirlitum samanborið við Chowr- inghee, Howrah eða Hoogli brú. Calcutta, demant austursins, brýtur mannlífið í þúsund flötum sínum og hver flötur sýnir nýja tegund af Homo sapiens og nýja hlið á mannlegri tilveru og mann- legum örlögum. Mesti auður veraldarinnar og heimsins sárasta örbirgð dafna hér hlið við hlið. Hin glórulausasta fá- fræði í nábýli við hina æðstu vizku. Hógværð, mildi og mannkærleikur í greip auðhyggju og spillingar. ★ Ef við tökum okkur morgun- göngu yfir Maidan og niður að Hoogli fljóti, sem skiptir borginni í austur- og vesturhluta, getum við séð nokkrar svipmyndir úr lífi hennar. Að þekkja og skilja indverska borg er önnur saga. Maidan eru víðáttumiklir grasvellir í miðju borgarinnar. Þar er aðeins að sjá Viktoríuhöllina, mesta mannvirki Breta á Indlandi, og skeiðvöll borg- arinnar, þar sem milljónir rúpía skipta um eigendur á hverjum laugardegi. Við förum fram hjá smáhópum af nautgripum, geitum og íþrótta-. mönnum. Þeir síðastnefndu mættir til Hockykeppni, sem ljúka verður áður en skrifstofutími hefst. Á Indlandi rísa menn snemma úr rekkju. Niður við fljótsbakkann situr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.