Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 Akkeriskeöjur þekja sums staðar bakka fljótsins. Akkerin hafa sokkið í hinn gljúpa 'ootn og ekki náðst upp og hafa því vcrið skilin eftir. ávöxlum og. grænmeti á höíði sér. Þar fara Hindu pílagrímar á leið til musterisins Kalighut, Muham- medstrúarmenii frá Sylhet í leit að skipsrúmi á bökkum fljótsins, Bhutiar frá Darjeeling til að stunda kaupskap í borginni. Útlit og klæðaburður þessa fólks er breytilegur eftir stétt og þjóð- crni. Við mætum hér hóp verka- kvenna (koolie), sem klreðast grófu sari og bera körfu fulla af höggni grjóti á höfði sér. Þær eru í byggingarvinnu. Aðrir í fy.lk- ingum gangstéttarinnar klæðast eins og bezt gerist á Vesturlönd- um og bera svarta sólhlíf til að skýla sér fyrir hitanum. Og þar fer betlari nakinn með öllu nema hvað hann hefur hnýtt snærisspotta um lendar sér. Við snæri hans er ekk- ert bundið, nema gamall dósalykill, sem hann ber sennilega til minn- ingar um góða máltíð. — Flestir klæðast þó dhoti, eða þá víðum léreftsbuxum og hangir skyrtan jafnan utan yfir buxunum. ★ Höfuðbúnaður manna er jafn breytilegur og ltlæðnaðurinn. Þar fara menn með hatt, sólhjálm og vefjarhött. Fleiri eru þó berhöfð- aðir. Sumir krúnuraka höfuð sitt með öllu, aðrir láta stakan lokk vaxa í hnakkanum. Sumir hafa auðsæilega aldrei skorið hár sitt né skegg, meðal þeirra eru Sikh- arnir, bílstjórastétt Calcutta. Þeir vefja hár sitt upp í hnút á hvirflin- um. Og þarna er náungi frá Nepal, sem fléttað hefur hár sitt í langa fléttu, scm tekur honum í mittis- stað. — Á Indlandi er tízkan ekki tiL Eftir endilangri brúnni, innst á gangstéttinni, sitja menn, konur og börn, heimafólk, sem stundar hér atvinnu sína. Við mætum fyrst kaupmanni, sem situr þar með varning sinn fyrir framan sig: apahnetur, baunir og kartöfiur. Betlikerling situr þar skammt frá og nagar sykurreyr. Eilítið álengd- ar situr spámaður með töfrafugl í búri. Sá er notaður til að segja fyr- ir óorðna hluti. Fyrir framan hann liggja fornar bækur. Spámaðurinn lætur móðan mása og viðskipta- vinur hans hlýðir á með sakleysis- legu brosi einfeldnings, sem veit ekki að sannan spámann er ekki að finna á alfaraleiðum, né heldur selur hann vizku sína fyrir hálfa krónu. — Nálægt honum situr gömul norn og hefur til sölu kyn- lega hluti l'yllta dularfullri nótt- úru: Höfuðskel dýrlings, krókó- dílsskráp, ril'rildi af eiturslöngu, bcin, rætur og steina. Allt eru þetta verndargripir gegn hættum, sjúkdómum og gæfuleysi. Aðrir, sem tryggja cigendum sínum auð, hamingju og ástir kvenna eru seldir þar með vægu verði. Þreyttur koolie, sem komið hef- ur úr uppskiþunarvinnu lxeíur lagzt til svefns á gangstéttinni. Kringtuu iiauu.er hupur uakuuia barna, sem opna bréfpoka og taka fram brauð og rís. Undir öðrum brúarsporðinum er gamalt musteri og baðstaöur. Kvölds og morgna koma menn þangað til að sækja blessun guð- anna og baða sig í fljótinu. Hrörlegur fljótabátur, Dinghi, fer þar hjá. Hann er knúinn með árum móti straumnum. Þar róa fimm á borð með löngum þungum árum. Þeir standa við róðurinn. Á heimleiðinni sjáum við að gamli yoginn hefur nóð sainjiaddi (mjög háu vitundarástandi). í okkar augum er hann aðeins tveir sinaberir krosslagðir leggir og stjörfuð, blind augu, scm*stara út í tómið. En viðhorf hans er annað. Með vísindum sínum hel'ur haun lokað augum sínum og eyrum íyr- ir skvaldi'inu á yfirborði lífsins, þar sem barizt cr um hið stundlcga og hverfula. Honum er þelta ástand lærdómsrík og ævintýraleg för niður í hið mikla djúp, sem allar öldur mannh'fsins rísa á og hníga tih — En þessi íör cr farin al' lion- um einum. Guimar Dal, ★ ★ ir ★ ,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.