Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1953, Blaðsíða 11
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23 Bennie Lárusdóttir: Skóli Thoru NOKKRU eftir aldamótin lét fað- ir minn af prestsskap og foreldrar mínir fluttu til Reykjavíkur. Eitt af síðustu embættisverkum föður míns var ferming, og var ég þá fermd í litlu sveitakirkjunni minni heima í Selárdal, á æskustöðvun- um, þar sem ég er fædd. — Þegar farið var að hugsa mér fyrir skóla- vist hér í höfuðstaðnum, var ekki um annað að ræða en Kvennaskól- ann, enda naut hann mikils álits þá eins og nú. Þá var það því miður ekki orðið almennt siður að stúlk- ur fæm, í Latínuskólann, en svo var Menntaskólinn kallaður þá. Ég var því sett í Kvennaskólann og gekk inn í þriðja bekk og var þar um veturinn. Minnist ég með á- ngegju verunnar þar, margra 4- gætra 'félaga og ýmsra góðra kenn- ara eins óg t.d. séra Sigurbjörns Á. Gíslasonar og frk. Rögnu Stephen- sén.’, (laridshöfðingja). Næsta haust hefi ég sennilega ótt að fara í fjórða bekk Kvenna- skóláns, en þá var það, aðfrk.’J’hora Friðriksson áuglýsti 'að hún hefði í hyggju að setja á stofn skóla fyr- Friðriksson ir ungar stúlkur. Pabbi minn, sem hafði mikið álit á frk. Friðriksson, vildi heldur láta mig fara til henn- ar, og varð það úr að ég færi þang- að. Ekki urðum við samt nema sjö, sem sóttum um inntöku í þennan nýja skóla. — Það, hve fáar sóttu, stafaði eingöngu af því, að fólk- inu fannst kennslugjaldið svo ó- skaplega mikið, en það var 8 — átta krónur á mánuði. Skólinn tók svo til starfa ‘ um haustið og var hann til húsa á neðri hæð í Kirkjustræti 12 (hús Halld. Kr. Friðrikssonar), þar sem Líkn er nú, og fengum við þar ágæta skólastofu, vel búna að öllu leyti. Námsgreinar voru danska, énska, franska, mannkynssaga, laridafræði, listasaga og hannyrðir. Kendi frk. Friðriksson okkur allt, nema ensku og hannyrðir, það kenndi frk. Soffía Daníelsson (Halldórs D. ’bæjarfógeta) og var hún ágætur kennari. Það var því fámennur hópur, sem settist á skólabekkinn í þessumnýja skóla, en þó átti hann eftir að verða enn þá fámennari eftir stuttan Fröken Thórá Friðriksson. tíma, þar sem tvær námsmeyjar urðu að fara úr skólanum. — Það hefði nú mátt búast við að frk. Friðriksson legði árar í bát og gæf- ist upp við skólahaldið, þar sem við vorum ekki eftir nema fimm némendur og tekjur hennar því aðeins 40 — fjörutíu krónur — á mánuði, sem varla hefir hrokkið fyrir kostnaði við skólahaldið, hús- búnað o. fl. . Nei, frk. Thora gafst ekki upp. H^n stofnaði ekki skólann í gróða- skyni. Hún var hámenntuð hug- sjónakona, sem langaði til að koma á fót skóla handa ungum stúlkum, þar sem hún gæti miðlað þeim af sínum mikla lærdómi og þekk- ingu. Mér hefir stundum dottið í hug, hvort það muni ekki hafa vakað fyrir henni, að koma á fót hér skóla, eitthvað í líkingu við hinn þekkta og ágæta skóla í Dan- mörku, frk. Zahles skóla, í Kaupmannahöfn, sem ég svo kynntist að nokkru síðar, af eig- in raun. Er ekkert líklegra en að það hefði tekizt, hefði frk. Frið- riksson mætt hér skilningi og að- rtnrhftu':: - Nemendur í skóla Thoru Friðriksson, talið frá vinstri: Svava Þórhallsdóttir, Sigríður Blöndahl, Matthildur Hjörieifsson, Anna Klemensdóttir, Bennie Lárus- dóttir, Bergljót Lárusdóttir (dáin). A myndina vantar Inu Halldórsdóttur Danielsson, bæjarfógeta, sem varð að hætta námi vegna veikinda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.