Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1953, Blaðsíða 1
4. tbl. Sunnudagur 1. febrúar 1953 frélt XXVIII. árg. Guðmundur Þorláksson mag. í boði Barcdaríkjastjórnar STJÓRNARVÖLD Bandaríkjanna reyna nú meira að kynna öðrum þjóðum land sitt og fólk, en áður hefur verið títt. Fjárhagsleg af- koma almennings hér er betri en í flestum Öðrum löndum veraldar og eins og títt er, þá þakka Banda- ríkjamenn þetta stjórn landsins. Öruggasta leiðin til þess að hindra útbreiðslu kommúnisma telja menn hér vera þá að auka fjárhagslega velmegun almennings og auka menntun viðkomandi þjóðar. Menn, sem líður vel, langar sjaldan til að gera stór breytingar á lífi sínu, því þá hafa þeir eitthvað að missa. Það eru „öreigar" og „undirokaðir", sem oftast hafa verið kjarni stórbylt- inga. Þess vegna er gott að bjóða út- lendingum „heim" til Bandaríkj- anna, og sýna þeim svart á hvítu, að almenningi hér líður yfirleitt vel og er mjög ánægður með kjör sín — og þykir svo vænt um frelsi sitt, að hann er reiðubúinn að leggja allt í sölurnar fyrir það. Pess vegna er þúsundum útlend- inga boðið hingað árlega nú. Sum- Guðmundur Þorláksson ir gestanna ferðast um landið og hafa aðeins skamma dvöl í hverj- um stað. Aðrir eru lengri eða skemmri tíma við menntastofnanir, verksmiðjur o. s. frv. og kynnast þannig menntun og tækni Banda- ríkjamanna. Sökum þess, hve áhrif kennarastéttarinnar eru. mikil í flestum löndum, þá hefur verið boðið hingað miklum fjölda kenn- ara og prófessora frá öllum lönd- um utan „járntjaldsins". Ég var svo heppinn að verða fyrir valinu, þegar einum ísl- kenn- ara var gefinn kostur á að fara vestur um haf og dvelja þar í sex mánuði. • Um 300 kennarar og skólastjórar komu víðsvegar að til Washington í ágúst í ár í sh'k heimboð. Fyrst dvaldi flokkur þessi mánaðar tíma í Washington. Þar voru þeir kynnt- ir menntastofnunum höfuðstaðar- ins, og sér í lagi var reynt að æfa þá í enskri tungu, sem þess þörfn- uðust. Af sérstökum ástæðum kom ég ekki fyrr en um miðjan septem- ber, en um það leyti var farið að senda menn þessa „út um sveitir landsins" til dvalar við mennta- stofnanir. Ég ásamt 23 öðrum skólamönnum var sendur til há- skólans í Sýracuse, sem er í miðju New York ríki. Aðrir flokkar, sumir stærri, aðr- ir minni, voru sendir til annara háskóla víðsvegar um landið. Félagar mínir eru frá ýmsum þjóðum í Evrópu, Asíu, Afríku og Suður- og Mið-Ameríku.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.