Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1953, Blaðsíða 4
43 ^ LESBÓK MORGUNBLADSINS w»—- - " 1 —1 Ge, <rat Vi<w qF Niagara Fai{& , Niagarafossar séð vfir til Canada. Kétt neðan við fossinn til hægri sést orkuver Canadamanna. — Hraðskerið skip ganga alveg inn í löðrið og hægt er að ganga undir fossinn. Goat-(geitar)eyja greinir ameríska fossinn frá þeim canadiska. r að greiða fyrir kennsluna og fá ekki að jafnaði að sækja aðra fyr- irlestra en þá, sem borgað hefur verið fyrir. Á hinn bóginn er heimtað að stúdentinn sæki þá fyrirlestra og námskeið, sem hana hefur innritað sig í. i Oftast mun þess einnig krafizt, að hann þreyti próf eftir ákveðinn tíma. Kennslufyrirkomulag er því ekki ólíkt þ\í, sem tíðkast við Stýrimannaskóla eða menntaskóla á Norðurlöndum, hvað aðhaldi við- víkur. Þetta mun koma sér vel fyrir margar ístöðulitlar sálir, því freist- ingar munu hér margar, og vera foreldrum nokkurt öryggi gegn því, að afkvæmi þeirra slæpist ár- um saman. Hér eru því „eilífðar- stúdentar“ miklu sjaldséðari en í Evrópu. Sjálf kennslan í háskólanum er með allt öðru sniði en ég hef van- izt- Á Norðurlöndum mun víðast venjan að prófessorinn heldur fvr- irlestra í sinni grein. Ekki mun sjaldgæft að aðalefni fyrirlestr- anna sé tekið úr einni bók. L'ítfð er gert til þess að tryggja það, nð nemendur skilji efni fyrirlestr- anna. Prófborðið verður svo eini mælikvarðinn á þekkingu — og oftast aðeins á þekkingu eða kunn- áttu — kandidatsins. -Oamall prófessor hér sagði við mig á þessa .leið: „í Evrópu endur- segja prófessorarnir góðar bækur í-fyririestrum sínum. Hér halda góðir prófessorar sjaldan fyrir- lestra,. heldur láta þeir nemendur gera það.“ Það er oft skemmtilegt að hiýða á- „fyrirlestra“ hér. Oft- ast byrjar prófessorinn eðaeinhver nemandi að tala um eitthvert efni en ekki Iíður á löngu þar til ein- hver .í bekknum réttir upp hend- ina og biður um nánari skýringu eða andmælir einhverju atriði. Oft er þá eins og stífla sé tekin úr á. Hver spurningin rekur aðra eða hver mótbáran kemur á eftir ann- ari. Maður hálf vorkennir þeim, sem er skotspónn og prófessornum, sem verður að gæta þess að um- ræðurnar fari ekki langt frá efn- inu og að sem flestir taki þátt í þeim. Prófessorinn vísar venjulega til fjölda bóka um hin ýmsu vafa- atriði og krefst þess að stúdent- arnir kynni sér álit höfunda um hin ýmsu atriði. Það fer ekki hjá því, að prófess- orarnir reynast nemendum sínum mjög vel með þessari aðferð og nemendur kynnast fjölda bóka. Á hinn bóginn mun mörgum prófessorum ganga illa að halda sér og nemendum sínum „við efnið“. Þetta gildir t. d. um einn af prófessorum okkar kennaranna. Hann á sjálfur örðugt með að halda sig að ákveðnu efni, og fáir okkar eru nógu fróðir í uppeldisfræði, til þess að halda honum við efnið með spurningum. Útkoman verður því „hinn versti grautur“, enda þótt maðurinn virðist afar fróður um uppeldismál, og hræddur er ég um að margir okkar „læri“ fremur lítið- Á hinn bóginn hafa margir sér- fræðingar, sem verið hafa „máls- hefjendur“ hjá okkur, verið ó- venju skýrir menn, sem hafa stjórnað umræðum með skýrum svörum og fáeinum hnitmiðuðum spurningum, til þess að beina okk- ur á „rétta braut“ ef við höfum verið að fara út af sporinu. — ★ Við kennararnir munum dvelja hér við Syracuse háskóla til jóla. Jólafríinu megum við eyða eins og okkur sýnist. Eftir nýjár eiga sum- ir okkar að fara til Minnesota og aðrir til Alabama í Suðurríkjun- um. í fyrstu verðum við eitthvað áhangandi háskólum á þessum stöðum, eins og hér, svo er víst hugmyndin að okkur verði dreift enn betur að ýmsum menntaskól- um. Er þá hugmyndin að við kynn- umst kennslu, sem allra bezt. Eftir það er áætlað ferðalag suður að Mexikóflóa, um norður hluta Florida og þaðan til Washington.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.