Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1953, Blaðsíða 12
LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN3 [ 56 sem nálgaðist íullvissu, að hann mundi íinna þar aíkomendur ís- lenzku landnemanna og að auðvelt yrði að skilja þá. Honum mættu í flæðarmáiinu þeldökkir, villi- marmslegir Eskimóar, og aðra mcnn sá hann hvergi á hinum löngu ferðalögum sínum mcðfram ströndum landsins. Þeir töluðu af- ar torskilið mál. Egede átti alla tíð erfitt með að gera sig skiljanleg- au á grænlenzku. Drengjunum hans, 12 og II ára, gckk bctur og af þeim lærði hann. Hann og Ger- trud kona hans, áunnu sér brátt vináttu og traust landsmanna. Eitt hans fyrsta verk var að semja grænlenzkt staírófskver og teikna Bibliumyndir. Aðrar náms- bækur voru ckki notaðar í fyrstu kristniboðsskólunum í Grænlandi, en þeir áttu framtíð fyrir sér. Á áttunda starfsári flutti Egede nýlendu sína til meginlandsins og ncfndi hina nýju kristniboðsstöð „Góðvon“. Þar hefur síðan verið miðstöð andlegs lífs og menningar á Grænlandi. Kom hann sér þar bctur fyrir og naut aukins stuðn- ings frá Danmörk. Kristján IV. konungur Dana var tekinn að ótt- ast yfirgang Hollendinga og skildi nauðsyn þess að styrkja tengsl Grænlands við ríki sitt. En jafn- íramt tók hann það óheillaspor að gera landið að sakamanna ný- lendu. Olli það Hans Egede stór- auknum eriiðleikum meðan það stóð. Góður styrkur varð lionum að norskum kiistniboða, sem starfaði með honum um tíma. Nokkru sið- ar komu kristniboðar Bræðrasafn- aðarins þýzka til Grænlands. Sanr- starf þcirra og Egede leiddi tii nokkurra leiðinda, sem honum var mikil raun að. Hann gerði miklar kröfur til trúncma, er hann bjó þá undir skirn. Að starf hans liafi liaft nokkurn íramgang veröur séð af því, meóal dntxárs ,aó liaun tknf- aði í bréfi: „Ef vér vildum skíra alla, er þess óska, mundu allir Grænlendingar taka skírn áður langt liði.“ Um 200 Eskimóafjöl- skyldur voru búsettar í nágrenni kristniboðsstöðvarinnar. 100 börn hafði hann skírt og sá þcim fyrir fræðslu. Árin 1733 og '34 urðu Egede og konu hans crfiðust á Grænlandi. Egedc liafði scnt efnilcgan, krist- inn pilt til náms í Danmörku. En mcð honum barst mannskæð bólu- sótt til Grænlands. Hans Egede tcl- ur að allt að því þrjú þúsund manns hafi dáið í bólunni. Egede og kona hans stunduðu sjúka menn og deyjandi af frábærri fórnfýsi og lögðu svo hart að sér að heilsa þeirra beið hnekki. Náði frú Ger- trud sér ekki eftir það. Elzti sonur þcirra, Páll, hafði stundað nám í Danmörku. Var þeim hin mesta uppörfun að komu hans heim aftur 1735, cn hann hafði þá verið skipaður trúboði í Grænlandi. Skömmu síðar veikt- ist frú Gertrud og andaðist hún 21. des. 1735. Fráfall hennar fékk svo mjög á Ilans Egede að honunr lá við örvæntingu. Hann örvænti um árangur íimmtán ára erfiðis þeirra á Grænlandi. Honum fannst hann eiga sök á því að bólan barst til Grænlands og hún vera dómur Guðs yfir fánýtu starfi. Mörg upp- örvun vcittist honum þó. „Þú heí- ur gert fyrir okkur það, sem eng- inn okkar eigin manna hefði vilj- að gera“, sagði deyjandi Græn- lendingur við liann. „Þú hjáipaðir um mat þegar mest lá við, þú jarð- settir olíkar framhðnu, sem hefðu clla orðið villidýrum að bráð, þú íræddir okkur um veg hjálpræð- isins, s\o við getum olu'æddir daið.“ Þa er konnð að mðurlagi þessa stútta og ófullkomna yfirlits um ævi Hans Egede, sem er retUlega nefndur postuli Grænlands. Hann flutti alfarinn til Dan- merkur 1736. En köllun sinni reyndist hann trúr allt til enda. Konungur virðist hafa metið starf hans að verðleikum. Honum stóðu til boða há embætti. Hann gat val- ið um að verða stiftprófastur í Kristjaníu eða biskup í Þránd- heimi, en þá hvorugt. H,ann gerði scr vonir um að geta farið aftur til Grænlands og leitað eftirkom- cnda norrænna frumbyggja. Ur því varð ekki. Honum var veitt útnefning sem biskup yfir Græn- landi, en án launa, var hann þó bláfátækur. Hann varð ráðgjafi stjórnarinnar í málum varðandi Grænland og forstöðumaður menntastofnunar fyrir grænlenzka keimara og trúboða. Mikla glcði hafði hann af son- um sínum, en þcir héldu verki hans áfram með ágætum. Páll tók öllum samtíma mönnum fram í þekkingu á grænlenzkri tungu og þjóðfræði. Hann samdi málfræði og orðabók og sneri Nýja lesta- mentinu á grænlenzku. Hans Egcde lézt 5. nóv. 1758, rúmlega sjötugur. Aðrir héldu verki hans áfram — þar á meðal nokkrir ágætir íslendingar — og fullkomnuðu það. Jón biskup Helgason ritaði fyr- ir mörgum árum grein um Egede og lauk henni með orðum, sem ég ieyfi mér að gcra að minum. „Danska og norska kirkjan liefur átt margan mann, sem var betn hæfileikum búimi en Hans Egede, en fáa sem við hann geta jafnast í auðmýkt og fórnfúsum kærleika. Kristniboðssagan þeldvir meiri at- hafnamcmi en Ilans Egede, cn erfitt verður að benda á kristni- boða er taki honum fram um trú- mennsku, — enda lifir nú minning hans blessuð af öllum, er kunna að meta starf uimið af fórníusum airda cg l'fjjjdi aliUga“, A

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.