Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1953, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS * 57 Sú var tíð að söngva þjóð sem að víða norðurs slóð vígði ljóði um dáð og dyggð, drengskap, frelsi, ást og tryggð, upphaf bæði og endi heims, yztu brautir stjörnugeims, allt frá jökli út á sand okkar byggði fósturland, I-itla þjóðin öld af öld innti af hendi þessi gjöld; vits og listar átti hún auð, annars þótt hún teldist snauð; andinn sig til hæða hóf, höndin sú er rætur gróf kvæðin dýru ietruð lét, línan bæði hló og grét; hjarta þjóðar hrærðist þar, hennar eigin sál þar var. Eins og grevptur steinn í stál stuðlað gevmdist skáldsins mál, rimsins hagleiks-haldi tryggð hugsun, meitluð, fáguð, skyggð, fluttist kynslóð kynslóð frá,-•- > ■ kynstór, .tigin, björt og há, andans kiæddist dáð hver drýgð dýru skarti, guðum vígð. Þenna mikla áar arf okkur leifðu — þeirra starf gullið skíra ljóðalags lífi býr til þessa dags; málið góða, mjúkt og hart, mun þeim fjársjóð glata vart; mæl það skýrt, og aftur öll íslands strax þér svara fjöll. Sonur íslands, ætlar þú arfi þeim að glata nú? Þú hefur fargað þinni sál þér ef týnist feðra mál. Hygg þú, hvílík háðung að heiðri þínum væri það, því án efa þá mun skráð, þú hafir svikið fósturláð. Dóttir íslands, dýra mey, djásnið það lát saurgast ei, málið sem hún móðir þín mælti er gaf þér brjóstin sín; helgidómur hreinn það er, hann var falinn ungri þér, honum skírum skila þér skylt er jóði sem þú ber. Oæt þess, unga íslands þjóð, út ef deya in snjöllu ljóð, þau er stuðull studdi og rím, strax á mál þitt fellur hrím, allur dvinar þróttur þá, það skal visna eins og strá unz það kalið út af deyr aldrei til að lieyrast meir. Vilt þú bera áhyrgð á íslands tungu að deya sjá, þá er geymdi í þúsund ár þjóðar gleði og sorgar tár, hvítvoðungsins hjal sem fyrst, hinztu bæn á nábeð yzt, flutti guði hæst í hæð heims frá ósiálfbjarga smæð? I*á er í þér ekki nein * ærutaug á nokkra grein. . Nei, það VILJI ei þinn er; en að þessu marki ber ef þér kemur ekki í sinn arfinn dýra að vernda þinn. Þú skalt vaka — vittu það, váleg hætta stcðjar að; allan veikir varnargarð verði eitt í múrinn skarð. íslenzk tunga, íslenzk ljóð, eru fólksins hjartablóð; enginn greint þau getur að, glatist annað, víst er það hitt er tapað þar með þá því er ei neitt sem varna má. Island glatar sinni sál sé ei lengur stuðlað mál. Vinur þinn sá ekki er, eiturdrykk sem byrlar þér. Nú er uppi óöld sú er við þjóðlist bregður trú, okkar dýra ljóðalag lagt er fyrir róða í dag, fyrir hrynhend, hringhend Ijóð, hagkveðlingalag, er þjóð boðið aumlegt aula-rugl, andlaust, máttlaust. rímlaust þrugl; ÓLAFSRlMA er útlæg gerð illt er bjálfalið á ferð; það er eins og okkar tíð áa hugsjón risti níð. Lát ei bjóða þetta þér, þjóð mín, banalyf það er; sá sem ber þér bikar þann, bjóð að frá þér víki hann, hann er ei vinur, hyggja skalt, liafi ’ann sjálfur brugg sitt allt; þar sem eyrun óxu fyr, er það sæmst þau verði kyr. Mundu að enn átt þú, mín þjóð, ■ Þorsteins bæði og Steingríms Ijóð; Jónas lifir — lifa skal — líka Stephans kvæðaval; Matthías og Einar enn eru og Breiðfjörð þínir menn; meðan ennþá áttu Grím, áttu speki og dýrlegt rím; Gröndals háu hljóma má heyra — fjöllin kveðast á. Ennþá Hallgríms helgimál himin opna þreyttri sál, veita styrk og vekja þrótt, vizkubrunnur allri drótt; enn við Iluldu hörpu má hugga móðir börnin smá. Neyttu þessa, og þú ert rík, þiggðu ei húsgangs tötra-flík. Vak þú, íslands æska, vak, á þig rögg með festu tak, illgresið; sem óvarinn akur máls og Ijóða þinn skemmir nú, lát skorið 'brott skemmda unz enginn sér þar vott; þenna dýra að rækta reit rómi einum streng þú heit; íslands þjóðar-óðal mest yrk þú sem þú megnar bezt, svo skal framtíð þakka þér þinn er dagur seztur er. • - - - kArí.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.