Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 3
r LESBÓK MORGUNBLAÐSiNS 79 var ágætt og vegurinn góður, þokuslæðingur á fjöllum. Við drógum jafnt og þétt á bílana upp Holtavörðuheiðina. Á háheiðinni hurfu þeir okkur í þoku. Efst í Norðurárdalnum var bíllinn okk- ar orðinn bensínlaus. Við áttum 20 lítra á brúsa til vara, og á því komumst við niður að Forna- hvammi. Þar fengum við bensín og svolgruðum í okkur kaffi á meðan rann í geymana. Urðum við nú langt á eftir hinum, því að það munar um hverja töfina. í* — ★ — Hú ókum við greitt niður Norð- urárdalinn. í hlaðinu hjá Hreða- vatnsskála voru hinir bilarnir tveir, er við komum þangað. Þarna át'tu allir að koma við og gefa Vigi'úsi skýrslu um fcrðalagið. En - eg var ekki á því. Mig langaði til þess að komast á undan hinum bíl- unum. Annar bílstjórinn þeysti úr hlaði og náði veginum rétt fyrir framan mig, en hinn tafðist við að kveðja Vigfús, svo ég varð þó á undan honum. Vigfúsi fannst ég sýna sér óvirðingu með þessu, að rjúka svona fram hjá og hlýða ekki settum fyrirmælum. En hann fyr- irgaf mér það seinna. Mér þótti bíllinn sem á undan fór véra heldur hægfara, því að hann ók með 45 km hraða, en ég L haíði ekið á 60 km hraða- Ég þeytti bílflautuna sem ég mátti, en hann virtist ekki taka neitt mark á því. Var þó umtalað áður, að bílarnir skyldi hliðra til hver fyrir öðrum eins og umferðareglur mæla fyrir um. Lengi gekk í þessu þófi, en að lokum hliðraði bíllinn til, og ég fram úr. Lá nú vegurinn opinn fyrir, breiður og góður og engin umferð á honum. Ekkert heyrðist nema þytur bílhjólanna og gnýr hreyfilsins og það var eins og vegurinn rynni undir bíl- inn með flughraða. Þannig er ekið yfir Hvítá og upp allan Lundar- reykjadal. Þá eru allir orðhir á eftir nema Haraldur í Haga, al- kunnur ökuþór. Nú var komið náttmyrkur, þoka og úði. Ég lét gæzlumanninn taka við akstri, en tók sjálfur við fjár- gæzlunni. Tók ég mér stöðu við tjaldopið á miðjum palli. Féð stóð ágætlega, enda þótt eitt og eitt lamb geiflaði skoltana og léti síg- ast niður að altan, eins og það væri máttlaust í afturfótunum. Ferðin yfir Uxahryggi gekk vel. Á Þingvöllum beið okkar stór- menni, komið til að fagna sauð- kindunum að norðan. Þar voru þing menn, formaður fjárskiftanefndar, lögregla, dýraverndarar, bílaeftir- litsmenn, blaðamenn og ljósmynd- arar. Aldrei liefir íslenzkt sauðíé íengið jafn hátíðlegar móttokur cins og þarna á Þingvöllum, sjálf- um helgistað þjóðarinnar. Formað- ur i'járskiftanefndar bað mig að rétta sér eitt lamb. Hann faðmaði það fyrst að sér og gældi við það, en setti það síðan niður. Var þetta fyrsta norðlenzka kindin sem steig fótum á sunnlenzka grrmd. Þannig var fyrstu kindunum af hinum nýa fjárstotni fagnað á Þingvöllum föstudaginn 19. sept- ember 1952- Ljósmyndarar tóku myndir af þessari hótíðlegu at- höfn, og blaðamenn vildu fá sem íiest að vita um ferðalagið að norðan. En ég bað þá að hafa ekk- ert eftir mér og þeir voru sve ráð- vandir að gera það ekki. En nú er að segja frá því, að engin kind af þessum þingeyska stofni fékk að setjast að í Þing- vallasveit, þar sem þó mun vera líkastur gróður og í heimahögum hans. Sennilegt þykir mér að þessi fjárstofn sé óblandaður allt frá landnámstíð. Fjárpestir, fjárkláði, niðurskurður og horfellir hefir « • 4 Á Hngvollum. Fyrsta norðlcnzka kindin stígur fótum á sumiieuzka SluutL /_________

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.